Skipulagsauglýsing sem birtist 8. ágúst 2018

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.     Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, frístundasvæði merkt F14a úr landi Syðri-Brúar.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 16. maí 2018 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps á þann veg að svæði merkt F14a í  landi Syðri- Brúar verði skilgreint sem frístundasvæði og verði hluti deiliskipulags fyrir frístundasvæðið Sólbrekku. Um er að ræða 2.5ha stækkun á núverandi frístundasvæði.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða miðað við stærð umrædds svæðis, landnotkun í nágrenni þess og stefnumörkun um frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi.

Skipulagstillaga

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

2.     Deiliskipulagsbreyting fyrir Dalaland, frístundabyggð við Hólaþýfi í Hrunamannahreppi.

Auglýst er tillaga að breytingu byggingarskilmála deiliskipulags fyrir Dalaland við Hólaþýfi þar sem verið er að hækka nýtingarhlutfall upp í 0,03 þannig að heimilt verði að byggja 130m2 frístundahús og allt að 40m2 gest/aðstöðuhús. Þök skulu vera með risformi eða flöt.

Greinargerð

Uppdráttur

 

3.     Deiliskipulag fyrir Sandlæk á landi Granda L166643 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir 7.947m2 byggingarreit fyrir frístundahús á landi Granda L1666643. Heimilt verður að reisa eitt frístundahús, ásamt allt að 40m2 útihúsi (svefnhúsi, geymslu, gróðurhúsi o.þ.h.). Heimild er fyrir kjallara og/eða risi þar sem aðstæður leyfa.  Nýtingarhlutfall fari ekki yfir 0,03.

Skipulagstillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 2 og 3 eru í auglýsingu frá 8. ágúst til 19. september 2018.   Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 2 og 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. september.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is