Skipulagsauglýsing birt 11. desember 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Stóra-Mástunga 1 L166603; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2511005

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er Stóra-Mástunga 1 L166603. Í breytingunni felst að sett er inn ný náma í landi Stóru-Mástungu, á svæði fyrir norðaustan bæinn, þar sem landeigandi hefur tekið lítilsháttar af efni til eigin nota. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Markmið með breytingunni er að heimila allt að 45.000. m3 efnistöku á 2 ha svæði.

GREINARGERÐ

  1. Syðra-Langholt L172619; Breyttir skilmálar efnistökusvæðis E31; Aðalskipulagsbreyting – 2505033

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 og deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun á grjótnámu á Syðra-Langholti (efnistökusvæði E31) úr 0,9 ha í 1,3 ha þar sem leyfileg efnistaka verður 138.000 m3 í stað 45.000 m3.

SKIPULAGSLÝSING

MATSSKYLDUÁKVÖRÐUN

  1. Tjaldafell fjallaríki L175568; Fjölgun lóða, auka byggingarheimildir og gistirými; Aðalskipulagsbreyting – 2511039

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 og gerð nýs deiliskipulags fyrir skálasvæðið við Tjaldfell norðaustan Skjaldbreiðar L175568. Fyrirhugað er að fjölga lóðum, heimila stærri mannvirki og fleiri gesti í gistingu.

GREINARGERÐ

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember 2025 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Í breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.

GREINARGERÐ

MINNISBLAÐ

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Hverabakki 2; Skilgreining byggingarreita; Deiliskipulag – 2511002

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Hverabakka 2 L166774 í Hrunamannahreppi. Í skipulaginu felst að skilgreindir eru byggingarreitir fyrir núverandi gróðurhús og nýir byggingarreitir fyrir fyrirhugaða stækkun á gróðurhúsum.

UPPDRÁTTUR

  1. Ásborgir í landi Ásgarðs; 35 lóðir; Deiliskipulag – 2207015

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Ásborga í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 35 lóðum. Af þeim eru 28 verslunar- og þjónustulóðir og þar af eru 16 byggðar. Á þeim er fyrst og fremst gert ráð fyrir hótel- og veitingarekstri og starfsemi honum tengdum. Á einni lóð er gert ráð fyrir að verði reist baðhús/sauna. Íbúðahúsalóðir á svæðinu eru sex og þar af eru þrjár byggðar. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu /bílageymslu og eitt aukahús.

UPPDRÁTTUR

  1. Hrafnabjörg; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2511025

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til frístundasvæðis í landi Hrafnabjarga L194595 í Hrunamannahreppi. Í tillögunni felst að skilgreindar eru 34 nýjar lóðir og byggingarreitur innan þeirra þar sem heimilt er að byggja eitt frístundahús, aukahús og kalda geymslu. Deiliskipulag þetta er lagt fram samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

UPPDRÁTTUR

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 – 3  innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 11. desember 2025 með athugasemdarfresti til og með 2. janúar 2026.

Mál 4 – 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 11. desember 2025 með athugasemdarfresti til og með 23. janúar 2026.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Sigríður Kristjánsdóttir

Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita