29 okt Skipulagsauglýsing birt 30. október 2025
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Jaðar 1 L166785; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2509047
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. október 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Svæðið sem breytingin nær til er austan við Gullfoss í landi Jaðars 1 L166785. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en í breytingunni felst að það verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
- Syðri-Brú L168277; Úr frístundabyggð í athafnasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2503029
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. október 2025, að kynna breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Syðri-Brú L168277 en í breytingunni felst skilgreining á athafnasvæði og vatnsbóli fyrir uppsetningu átöppunarverksmiðju fyrir neysluvatn. Einnig er frístundabyggð breytt í landbúnaðarsvæði í kringum athafnarsvæðið.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2025, að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
- Langholtskot L166796; Landbúnaðarland í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2403008
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2025 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Í breytingunni felst að hluti skipulagssvæðisins breytist úr landbúnaðarlandi í frístundasvæði auk þess sem gert er ráð fyrir breytingu og megin reiðleið um svæðið.
Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga:
- Laugarás; Stöðulmúli og Skógargata; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2509055
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2025, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til íbúðarbyggðar milli Stöðulmúla og Skógargötu í Laugarási, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðum er fjölgað úr 4 í 8 ásamt því að gerð er grein fyrir aðkomu að lóðunum.
- Ásgarður 2 L186425; Stækkun lands og breyting byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2509029
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2025, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin felst í að frístundalóðin Óðinsstígur 5 er felld niður og land Ásgarðs II L186425 stækkað sem því nemur. Ásgarður II er býli og í gildandi deiliskipulagi er þar tilgreint íbúðarhús en engin ákvæði eru sett fyrir það. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er því einnig að skerpa á skilgreiningu landsins sem býlis. Í gildandi aðalskipulagi er Ásgarður II innan frístundasvæðis. Með réttu á landið að tilheyra aðliggjandi landbúnaðarsvæði 2 í aðalskipulagi. Sveitarfélagið sér um að leiðrétta skilgreiningu landsins í aðalskipulagi.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Mál 1 – 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 30. október 2025 með athugasemdarfresti til og með 21. nóvember 2025.
Mál 3 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 30. október 2025 með athugasemdarfresti til og með 12. desember 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita
