Skipulagsauglýsing birt 26. júní 2025

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur

 

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga, deiliskipulagsáætlana og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Hrafnabjörg L194595; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212038

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2025 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðis í landi Hrafnabjarga L194595. Innan frístundahúsareits F20 verður landsvæði Hrafnabjarga leiðrétt með því að færa frístundahúsasvæðið út af núverandi skógræktarsvæði og yfir í Klapparholt þar sem ræktunarskilyrði eru óhentug m.t.t. landbúnaðar. Skógræktarsvæði verður sýnt þar sem frístundabyggð er sýnd í landi Hrafnabjarga á reit F20 í gildandi aðalskipulagi. Í breytingunni felst því tilfærsla á landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði og frístundasvæði yfir í skógræktarsvæði.

 GREINARGERÐ

  1. Ormsstaðir L168271; Frístundasvæði F66; Deiliskipulag – 2506021

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. júní 2025 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F66 í landi Ormsstaða. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita og leiðréttingar á legum lóða og vega innan svæðisins.

UPPDRÁTTUR

  1. Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. júní 2025 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á allt að 1.300 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem bindur kolefni, skapa timburnytjar og græða upp raskað land.

SKIPULAGSLÝSING

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2404070

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478. Um er að ræða alls um 16,3 ha sem tillagan tekur til. 11,3 ha svæði sunnan Biskupstungnabrautar sem verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og 5 ha norðan Biskupstungnabrautar sem skiptist í 2,6 ha verslunar- og þjónustusvæði og 2,4 ha frístundasvæði. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 12 íbúðar-, útleigu- og starfsmannahúsum á svæðinu norðan Biskupstungnabrautar. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun við afgreiðslu tillögunnar fyrir auglýsingu og eru þær birtar samhliða auglýsingu ásamt uppfærðum gögnum.

Málið hefur verið í auglýsingu frá 15. maí 2025 og er nú auglýst aftur með lengdum athugasemdafresti ásamt dagsetningu á sérstökum kynningarfundi vegna málsins.  Sjá nánar neðar í auglýsingu.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

MINNISBLAÐ

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:

  1. Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag – 2408104

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025, deiliskipulag til auglýsingar, sem tekur til lands Fells L177478 (Engjaholt) sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Auk þess er á reitnum gert ráð fyrir heimild fyrir hóteli ásamt veitingarekstri og þjónustuhúsi á 3-4 hæðum í þremur samtengdum byggingum. Heildarbyggingarmagn hótels og byggingum því tengdu eru 8.500 fm. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 12 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna.

Málið hefur verið í auglýsingu frá 15. maí 2025 og er nú auglýst aftur með lengdum athugasemdafresti ásamt dagsetningu á sérstökum kynningarfundi vegna málsins. Sjá nánar neðar í auglýsingu.

UPPDRÁTTUR

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.hrunamannahreppur.is.

Mál 1 – 3 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 26. júní 2025 með athugasemdarfresti til og með 18. júlí 2025.

Mál 4 og 5 eru mál sem voru upphaflega auglýst með athugasemdafrest frá 15. maí til og með 27. júní 2025. Athugasemdafrestur er lengdur vegna íbúafundar sem tekur til kynningar á málinu og verður til og með 14. júlí 2025.

Íbúafundur verður haldin vegna kynningar á málum 4 og 5 sem taka til  Fells L177478 (Engjaholts). Fundurinn verður haldinn í Aratungu kl.16:00 þann 30. júní 2025.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita