Landsfundur Félags byggingarfulltrúa 13. – 14. okt.

Byggingarfulltrúi UTU bs. og aðstoðarmenn hans munu sækja landsfund Félags byggingarfulltrúa dagana 13. – 14. október en fundurinn verður haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni. Á landsfundinum munu byggingarfulltrúar landsins fá fræðsluerindi og stilla saman strengi sína varðandi verkefni framtíðarinnar. Gaman er að segja frá því að byggingarfulltrúar UTU bs. og Reykjanesbæjar munu sameiginlega flytja erindi um rafrænar undirritanir á teikningum sem þessi tvö embætti höfðu frumkvæði að því að taka upp. Óhætt er að segja að reynslan af rafrænum undirritunum teikninga og innsiglun þeirra af hálfu embættanna hafi reynst vera farsælt skref sem einfaldar allt utanumhald og flýtir afgreiðslu mála gagnvart viðskiptavinum embættanna.

Vegna landsfundarins verður ekki hægt að ná símasambandi við starfsmenn byggingarfulltrúa þessa tvo daga en viðskiptavinum er bent á að senda fyrirspurnir á netfangið utu@utu.is