Sumarstarf fyrir námsmann

 

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir áhugasömum námsmanni, 18 ára og eldri, í verkefni við skönnun og skráningu á gögnum fyrir skipulags- og byggingarsvið. Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi, þ.e. er að koma úr námi og er skráður í nám að hausti.

Ráðningartíminn er a.m.k. tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01. júní til 31. ágúst 2020.
Skrifstofa embættisins er að Dalbraut 12 á Laugarvatni

Helstu verkefni:

  • Skráning, skönnun og frágangur á skipulagsáætlunum og byggingarnefndarteikningum
  • Vinna við landupplýsingagrunna
  • Almenn skrifstofuvinna innan skipulags- og byggingarsviða
  • Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nemi í verkfræði, tæknifræði og skyldum greinum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jóhannes Hr. Símonarson, skrifstofustjóri í síma 480-5550 eða á netfanginu johannes@utu.is Umsókn ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá skal jafnframt senda á þetta sama netfang.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 24. maí nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS

Nánari upplýsingar:
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. (UTU) er sameiginleg skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa sex sveitarfélaga, þ.e. Ásahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Flóahrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hjá embættinu starfa tíu manns. Skrifstofa embættisins er á Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á starfssvæði embættisins og einkennir það starfsemi UTU umfram önnur skipulags- og byggingarembætti á landinu.