Sumarlokun

Skrifstofa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. verður lokuð í tvær vikur, frá 25. júlí til og með 9. ágúst 2020, vegna sumarleyfa starfsfólks.

Við opnum aftur mánudaginn 10. ágúst, hress og endurnærð.

Við viljum vekja athygli á eftirfarandi:

  • Byggingarstjórar sjá nú sjálfir um áfangaúttektir á byggingaframkvæmdum og skil á úttektarskýrslum í gagnasafn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Með rafrænum skilríkjum er hægt að sækja um byggingarleyfi í gegnum þjónustugátt byggingarfulltrúa hér á heimasíðu embættisins, www.utu.is
  • Hönnuðir geta jafnframt skilað inn í gegnum þjónustugátt byggingarfulltrúa aðaluppdráttum á pdf. formi og skráningartöflum í excel
  • Skráningar á byggingarstjórum og iðnmeisturum fara einnig fram með rafrænum skilríkjum í gegnum þjónustugátt byggingarfulltrúa

 

Næsti fundur skipulagsnefndar verður miðvikudaginn 12. ágúst.

Næsti afgreiðslufundur byggingarfulltrúa verður fimmtudaginn 13. ágúst.

 

Sumarkveðja, starfsfólk UTU bs.