Starfsmenn á ráðstefnu SATS

Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og aðstoðarmenn þeirra sækja nú vorfund SATS í Vestmannaeyjum dagana 28. og 29. apríl.

Um er að ræða ráðstefnu skipulags- og byggingarfulltrúa af öllu landinu sem hittast á slíkum fundum öðru hvoru til að bera saman bækur sínar, hlusta á fróðleg erindi og læra hvert af öðru. Líkt og víðast hvar annars staðar hefur þessari ráðstefnu verið frestað ítrekað vegna Covid – en nú loksins gafst tækifæri til að halda hana þessa daga.

Vegna þessarar ráðstefnu er starfsemi embættisins verulega skert þessa tvo daga, þ.e. í dag, fimmtudaginn 28. apríl og á morgun, föstudaginn 29. apríl.