Skrifstofan lokar í tvær vikur í sumar vegna sumarleyfa

Ákvörðun hefur verið tekin um að loka skrifstofu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. í tvær vikur í sumar vegna sumarleyfa starfsmanna. Lokað verður síðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst, þ.e. vikuna fyrir og eftir verslunarmannahelgina, nánar tiltekið frá 25. júlí til og með 9. ágúst. Engar loka- eða öryggisúttektir verður því hægt að framkvæma á þessum tíma. Byggingastjórar sjá í dag sjálfir um áfangaúttektir og ætti þessi ákvörðun því ekki að hafa áhrif á framkvæmdahraða verktaka. Að auki taka allmargir verktakar sér frí um þetta sama leyti og er tímasetning lokunarinnar tekin með það í huga.