Nýr starfsmaður – Sólveig Olga Sigurðardóttir

Við kynnum til leiks nýjan starfsmann hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. – Sólveigu Olgu Sigurðardóttur.

Sólveig Olga hóf störf hjá embættinu þann 28. október sl. sem ritari skipulagsfulltrúa í stað Gunnars Arons Ólasonar sem nú hefur horfið til annarra starfa.

Sólveig Olga kemur til okkar frá Eflu, verkfræðistofu á Selfossi þar sem hún hefur starfað undanfarin tvö ár. Hún hefur MSc. gráðu í landslagsarkitektúr frá Köbenhavns Universitet og hefur í gegnum menntun sína og fyrri störf umtalsverða reynslu af skipulagsmálum sem við höfum trú á að muni nýtast embættinu vel.

Um leið og við bjóðum Sólveigu Olgu velkomna til starfa hjá UTU bs. þökkum við Gunnari Aroni fyrir frábær störf fyrir embættið undanfarin tvö og hálft ár.