Fundi skipulagsnefndar 26. okt. frestað til 1. nóv.

Fundi skipulagsnefndar UTU bs. sem fyrirhugaður var miðvikudaginn 26. október hefur verið frestað til þriðjudagsins 1. nóvember. Frestunin kemur til af því að skipulagsfulltrúi UTU bs. leggur leið sína til Danaveldis í næstu viku ásamt fleiri Íslendingum sem sinna skipulagsmálum, til að kynna sér hagnýtingu vindorku. Dagskrá ferðarinnar er ætlað að varpa ljósi á helstu tækifæri og áskoranir og hvernig stjórnvöld, danskt atvinnulíf, hagsmunasamtök og aðrir haghafar hafa nálgast sitt samstarf við hagnýtingu vindorku á farsælan máta.

Frestur til að skila inn gögnum fyrir þennan fund framlengist jafnframt til hádegis mánudaginn 24. október.