COVID-19

Líkt og víðast hvar í samfélaginu hefur coronavírusinn áhrif á starfsemi Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs.

Í ljósi samgöngubanns og beiðni yfirvalda um að takmarka öll samskipti maður á mann eins og hægt er mun embættið ekki sinna neinum öryggis- eða lokaúttektum næstu 1 – 2 vikur á meðan ástandið er að skýrast. Þessar úttektir eru alla jafna ekki tímaháðar.

Þeir starfsmenn skrifstofunnar sem hafa fartölvur og aðstöðu til að vinna heiman frá sér munu gera það þessa vikuna. Símtöl verða flutt sjálfvirkt úr borðsímum í farsíma starfsmanna þannig að þau verða hér eftir sem hingað til öll af vilja gerð til skrafs og ráðagerða.

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag starfseminnar verða settar hér inn sem og á fésbókarsíðu embættisins eftir því sem henni vindur fram.

Gangi okkur öllum vel og virðum tilmæli yfirvalda.
Saman erum við sterkust!