Covid 19-22 – Lokun skrifstofu

Líkt og víðast hvar í samfélaginu hefur Covid áhrif á starfsemi Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs.
Í ljósi aðstæðna og beiðni yfirvalda um að takmarka öll samskipti maður á mann eins og hægt er mun embættið ekki sinna neinum öryggis- eða lokaúttektum næstu 1 – 2 vikur á meðan ástandið er að skýrast. Þessar úttektir eru alla jafna ekki tímaháðar.
 
Skrifstofa embættisins verður jafnframt lokuð fyrir móttöku gesta og viðskiptavinum vinsamlegast bent á að nota símann; 480-5550 og tölvupóstinn utu@utu.is og starfsmenn verða eins og alltaf öll af vilja gerð til skrafs og ráðagerða.
 
Starfsmenn embættisins munu skiptast á að mæta á skrifstofuna að Dalbraut 12 á Laugarvatni og að vinna heiman frá sér skv. ákveðnu plani næstu 2 vikur a.mk. eða til 15. janúar.
 
Gangi okkur öllum vel og virðum tilmæli yfirvalda.
Saman erum við sterkust!