COVID-19

Nokkrir starfsmenn UTU eru nú í sóttkví vegna smits sem upp kom í skólum barna þeirra. Í ljósi þess og vegna hertra aðgerða og tilmæla sóttvarnaraðila hefur verið tekin sú ákvörðun að flestir starfsmenn embættisins muni vinna heiman frá sér það sem eftir lifir þessarar viku og næstu viku. Fáir starfsmenn verða því á skrifstofu embættisins á þessum tíma eða til 19. október. Viðtöl á skrifstofu verða ekki veitt á þessum tíma en eftir sem áður verður hægt að ná á starfsmenn á auglýstum símatíma og með tölvupóstum.

Hvort þetta tímabil heimavinnu framlengist eitthvað frekar fer eftir þróun sjúkdómsins og tilmælum sóttvarnaryfirvalda.