Aukið eftirlit með skráningu fasteigna

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. fékk í gær (22.06.2022) kynningu á nýrri stafrænni lausn sem KPMG í Finnlandi hefur þróað og sannreynt. Lausnin nýtir gervigreind og loftmyndir við kortlagningu á fermetrastærð fasteigna. Lausnin skapar tækifæri til að bæta skráningar og einfalda verklag, ásamt því að veita embættinu mun betri yfirsýn yfir óskráðar eignir sem og frávik frá fyrri skráningu.

Starfssvæði UTU bs. er víðfeðmt og þar er mikill fjöldi fasteigna í öllum flokkum og því mikilvægt fyrir embættið að nýta sér alla þá tækni sem möguleg er til að halda utan um skráningu fasteigna. Stefnt er að því að byrja að nýta þessa tækni nú á haustmánuðum.