Embættið gefur út gjaldskrá í samræmi við heimild 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 21. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Gjaldskrá

Fyrir leyfisveitingar og þjónustu Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita.

 

1.gr. Gildissvið.

Gjaldskráin gildir fyrir sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp og Ásahrepp.

 

2.gr. Byggingarleyfi skv. 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.

Fyrir byggingarleyfi skal greiða eftirfarandi gjöld:

Byggingarleyfi skiptist í afgreiðslugjald og rúmmetragjald.

Fyrir sérhvert nýtt byggingarleyfi vegna nýrra mannvirkja og viðbygginga, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 55.753.-

Fyrir breytingu á áður útgefnu byggingarleyfi og fyrir byggingarleyfi sem felur í sér minniháttar breytingu á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 27.877.-

Innifalið í afgreiðslugjaldi er skráning umsóknar, yfirferð uppdrátta og útgáfa byggingarleyfis.

Fyrir sérhvert byggingarleyfi greiðist að auki rúmmetragjald sem hér segir (kr. per rúmm):

Íbúðarhúsnæði og bílgeymslur 236
Þjónustuhúsnæði (skrifstofu-verslunar-gistihúsnæði) 236
Iðnaðarhúsnæði og landbúnaðarbyggingar 69
Óeinangraðar skemmur og gróðurhús 51
Sumarhús 474

Innifalið í rúmmetragjaldi er útmæling og áfangaúttektir skv. byggingareglugerð ásamt skráningu húss hjá Þjóðskrá Íslands.

 3. gr. Málsmeðferð tilkynntra framkvæmda sbr. ákvæði. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð

Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda sbr. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð greiðist afgreiðslugjald kr. 55.753.- Innifalið í gjaldi er móttaka og varðveisla gagna, yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag og skráning í fasteignaskrá.

4. gr. Framkvæmdaleyfisgjald skv. 1. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. – 16. gr. skipulagslaga ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar að fenginni tillögu skipulagsfulltrúa.

Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við undirbúning leyfis og lögbundins eftirlits s.s. umsýslu og málsmeðferð skipulagsfulltrúa, utanaðkomandi sérfræðivinnu, nauðsynlegra umsagna, auglýsinga o.s.frv. Lágmarksgjald skal þó vera 58.326 kr.

Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 m.s.br. er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess, hluti af kostnaði við undirbúning leyfis.

Tímagjald skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna útgáfu framkvæmdaleyfis er 11.684 kr/klst.

5. gr. Gjald fyrir skipulagsvinnu skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald sem nemur kostnaði við skipulagsgerðina, umsýslu, kynningu og auglýsingu.

Aðalskipulagsbreyting skv. 1. mgr. 36. gr.

Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 169.772
Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36.gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 66.696
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 169.772
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr. án lýsingar og kynningar skv. 4. mgr. 40.gr
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 121.266
Breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 121.266
Óverulegt breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. með grenndarkynningu.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 66.696
Óverulegt breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. án grenndarkynningar
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 30.316
Grenndarkynning byggingarleyfis skv. 44. gr.
Umsýslukostnaður 30.316
Málsmeðferð stakra framkvæmda skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða.
Vinnsla breytingartillögu Skv. reikningi
Umsýslukostnaður 30.316

 5. gr. Önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld

Fyrir aðra þjónustu en innifalin er við útgáfu byggingaleyfis sbr. 2. gr. ber að greiða eftirtalin gjöld.

Viðurkenning meistara 8.848
Stöðuleyfi 17.013
Aukaúttekt, sem ekki er innifalin í 1. gr. 22.966
Öryggisúttekt 22.966
Vottorð vegna rekstrarleyfa, án úttektar 5.742
Vottorð vegna rekstrarleyfa, með úttekt 28.709
Staðfesting eignaskiptayfirlýsinga 16.550
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga * 16.550
Afgreiðslugjald vegna takmarkaðs byggingaleyfis 16.550
Útsetning v. takmarkaðs byggingaleyfis og stöðul. 47.961
Aðrar útsetningar og mælingar skv. reikn.
Útsend gögn og teikningar 2.425
Stofnun lóða í landskrá fasteigna skv. 48. gr. skipulagslaga 14.552
Stofnun lóða í landskrá fasteigna á grundvelli deiliskipulags.
            Grunngjald 6.914
            Landnúmer umfram eitt 3.595
Breyting á skráningu í landskrá fasteigna 6.063

* sé sótt um endurnýjun byggingarleyfis og breytingar að auki skal farið með það sem nýtt byggingarleyfi, það sem áður hefur verið greitt kemur til frádráttar.

7. gr. Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá miðast við byggingarvísitölu í janúar 2018, 137 stig, og breytast þau 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni.

Eldri gjaldskrár vegna þjónustu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falla úr gildi við gildistöku nýrrar.

Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi

Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi