16 jún Skipulagsnefndarfundur nr. 304. dags. 13. júní 2025
Fundargerð skipulagsnefndar UTU 304. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi föstudaginn 13. júní 2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Herbert Hauksson, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur: |
1. | Einholt, L180119; stofnun lóða og uppbygging; Fyrirspurn – 2506053 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til stofnunar lóða úr landi Einholts L180119. Á lóðunum er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa. Um er að ræða 1.260,7 fm lóð sem fengi staðfangið Einholt 2 og 809,8 fm lóð sem fengi staðfangið Einholt 1. Fyrir hefur verið gefið út byggingarleyfi á annarri lóðinni innan jarðar Einholts. Gert er ráð fyrir sambærilegri uppbyggingu á lóðunum, u.þ.b. 140 fm íbúðarhús með bílskúr. | ||
Að mati skipulagsnefndar fellur framlögð beiðni ágætlega að stefnumörkun aðalskipulags Ásahrepps er varðar landskipti innan kafla 2.3.1 er varðar að nýjar spildur séu í tengslum við og nýti þau veitu- og samgöngukerfi sem fyrir eru og að aðgengi frá þjóðvegi sé tryggt. Hins vegar er fyrirhuguð uppbygging ekki til þess fallinn að viðhalda dreifbýlisyfirbragði verði hún of umfangsmikil. Í ljósi þess að viðkomandi svæði er skilgreint sem L3 – landbúnaðarland með rúmum byggingarheimildum telur nefndin að fyrirhuguð uppbygging innan jarðarinnar og stofnun lóða umhverfis íbúðarhús innan jarðarinnar sé ekki þess eðlis að skilgreina þurfi íbúðarsvæði umhverfis uppbygginguna. Hins vegar telur nefndin eðlilegt að fyrirhuguð uppbygging og stofnun lóða sæki sér heimildir í deiliskipulag. Mælist nefndin því til þess að unnið verði deiliskipulag sem tekur til svæðisins þar sem framkvæmdaheimildir, staðföng, lóðarmörk og byggingarreitir verði skilgreindir. Málinu vísað til umræðu í hreppsnefnd Ásahrepps. | ||
Bláskógabyggð: | ||
2. | Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting – 2412011 | |
Lögð er fram tillaga sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 fm og á henni stendur 65 fm sumarhús. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu skipulagstillögu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Að mati skipulagsnefndar UTU er breytt notkun viðkomandi frístundalóðar í verslun- og þjónustu ekki þess eðlis, umfram núverandi notkun hússins, að ónæði hljótist af starfseminni gagnvart nágrönnum og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Við kynningu tillögunnar barst athugasemd frá einum aðila. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bergsstaða lóð 2 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
3. | Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag – 1904036 | |
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til þjóðgarðsins á Þingvöllum eftir auglýsingu. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og viðbrögðum umsækjanda. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu samhliða samþykkt breytingar á aðalskipulagi sem frestað var í sveitarstjórn þann 18.11.24. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar. | ||
4. | Umsagnarbeiðni, Einholtsvegur (358-02) á milli Drumboddsstaðavegar og Hrunamannavegar í sveitarfélaginu Bláskógabyggð – 2505102 | |
Lögð er fram til umsagnar matstilkynningu er varðar framkvæmdir við Einholtsveg (358-02) í Bláskógabyggð. | ||
Að mati skipulagsnefndar er með fullnægjandi hætti gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og umhverfisáhrifum innan framlagðrar matsskyldufyrirspurnar. Líkt og fram kemur innan kafla 1.8 er framkvæmdin sem fjallað er um innan skýrslunnar háð útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um útgáfu framkvæmdaleyfa nr. 772/2012. | ||
5. | Úthlíð 1 L167180; Náma E52 á Höfðaflötum; Framkvæmdaleyfi – 2506018 | |
Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr námu E52. Náman tekur til 2,4 ha svæðis þar sem heimilt er að vinna allt að 30.000 m3 af malarefni. Efnið er ætlað í viðhald núverandi vega á svæðinu og í fyllingar húsgrunna. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli framlagðra gagna. Mælist nefndin til þess að innan framkvæmdaleyfis verði gert grein fyrir vöktun og mótvægisaðgerðum vegna staðsetningar námunnar á fjarsvæði vatnsverndar. Geymsla olíuefna verði ekki á námusvæðinu umfram það sem er á vinnuvélum hverju sinni og mikilvægt sé að vandað verði til verka við endurheimt gróðurs á svæðinu eftir að efnistöku er lokið líkt og fram kemur í niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar. | ||
6. | Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting – 2503016 | |
Lögð er fram, eftir kynningu skipulagstillaga sem tekur til breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha. Skipulagslýsing vegna breytingar var kynnt frá 27.03.25 – 19.04.25 og bárust umsagnir vegna hennar sem lagðar eru fram með afgreiðslu tillögunnar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna I24 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
7. | Reykholt; Hreinsistöð og nýting jarðhita; deiliskipulagsbreyting – 2506026 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins í Reykholti. Suðaustan við íbúðarbyggðina við Tungurima hefur verið reist hreinsistöð fyrir fráveitu og borað eftir heitu vatni. Sveitarfélagið hyggst nýta vatnið fyrir ört stækkandi byggð í Reykholti og mögulega bora fleiri holur í framtíðinni ef þörf verður á meira af heitu vatni. Í breyttu deiliskipulagi er núverandi lóð fyrir hreinsivirkið stækkuð og heimilað að nýta jarðhita innan hennar og vera með þau mannvirki sem þarf í tengslum við þá vinnslu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til iðnaðarsvæðis I24. | ||
Flóahreppur: | ||
8. | Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, vegna aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóra-Ármóts L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver lóð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Nýtt deiliskipulag er lagt fram til samþykktar samhliða breytingu aðalskipulags. Umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og er að mati skipulagsnefndar með fullnægjandi hætti tekið tillit til umsagnar innan gagna breytingarinnar og innan deiliskipulags sem hefur verið samþykkt eftir auglýsingu sem tekur til sama svæðis. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
9. | Súluholt L166385; Súluholt 2D, 2E, 2F, 4 og Súluholt Tungur; Stofnun lóða – 2506020 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 28.05.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrra landeigna. Óskað er eftir að stofna 5 lóðir úr landi Súluholts L166385. Þrjár þeirra, Súluholt 2D, 2E og 4, eru undir þegar byggð mannvirki. Engin mannvirki eru innan Súluholt 2F og Súluholt Tungur. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | ||
10. | Ormsstaðir, L168271; Frístundasvæði F66; Deiliskipulag – 2506021 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F66 í landi Ormsstaða. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita og leiðréttingar á legum lóða og vega innan svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði sérstaklega kynnt lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins þar sem hún tekur til lagfæringa á mörkum lóða. | ||
11. | Þórsstígur 1, 3, 5, Herjólfsstígur 9 og Óðinsstígur 14; Breytt lega lóðarmarka; Deiliskipulagsbreyting – 2405064 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til marka Þórsstígar 1, 3 og 5, Óðinsstígar 14 og Herjólfsstígar 9. Í breytingunni felst tilfærsla og leiðrétting á lóðarmörkum og byggingarreitum á viðkomandi lóðum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum. | ||
12. | Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090 | |
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á allt að 1.300 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem bindur kolefni, skapa timburnytjar og græða upp raskað land. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
13. | Bíldsfell 3E lóð 1 L219971; Úr frístundabyggð í landbúnaðarland; Fyrirspurn – 2506007 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til beiðni um breytingu á landnotkun lóðar Bíldfells 3E lóð 1 L219971 úr frístundalóð í landbúnaðarland. Lóðin er innan frístundasvæðis F20. | ||
Innan svæðisins sem fyrirspurnin tekur til er deiliskipulag í gildi sem tekur til þriggja frístundalóða L221229, L174397 og L219971 sem um er fjallað innan framlagðrar fyrirspurnar. Að mati skipulagsnefndar fellur landið ágætlega að því að geta talist landbúnaðarland. Landið er í jaðri frístundasvæðis og aðliggjandi landnotkun er landbúnaðarland. Stærð landsins er að sama skapi töluvert umfram stefnumörkun aðalskipulags er varðar að stærðir frístundalóða sé almennt á bilinu 0,5-1 ha að stærð. Bent er á að breytt landnotkun væri jafnframt háð gerð nýs deiliskipulags sem tæki til lóðarinnar. Framlagðri fyrirspurn er vísað til umræðu í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. | ||
14. | Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í íbúðarbyggð; Fyrirspurn – 2505068 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps í landi Brúarholts II L196050. Í fyrirspurninni felst beiðni um breytingu á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. | ||
Í stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps kafla 3.1.1. er tilgreint að ekki sé gert ráð fyrir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli, að mati nefndarinnar eru því ekki forsendur fyrir því að taka jákvætt í erindið. Framlagðri fyrirspurn vísað til umræðu í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. | ||
Hrunamannahreppur: | ||
15. | Hrafnabjörg L194595; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212038 | |
Lögð er fram skipulagstillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps í landi Hrafnabjarga. Innan frístundahúsareits F20 verður landsvæði Hrafnabjarga leiðrétt með því að færa frístundahúsasvæðið út af núverandi skógræktarsvæði og yfir í klapparholt þar sem ræktunarskilyrði eru óhentug m.t.t. landbúnaðar. Skógræktarsvæði verður sýnt þar sem frístundabyggð er sýnd í landi Hrafnabjarga á reit F20 í gildandi aðalskipulagi. Í breytingunni felst því tilfærsla á landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði og frístundasvæði yfir í skógræktarsvæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
16. | Auðsholt 2 L166717; Ný íbúðarhúsalóð, Auðsholt 2C; Deiliskipulagsbreyting – 2505085 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Auðsholts 2. Í breytingunni felst skilgreining nýrrar íbúðarlóðar sem fær staðfangið Auðsholt 2C. Innan lóðarinnar verði heimilt að byggja íbúðarhús með bílgeymslu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan svæðisins. | ||
17. | Loðmundartangi 29 (L238270); byggingarleyfi; einbýlishús – 2506019 | |
Móttekin var umsókn þann 02.06.2025 um byggingarleyfi fyrir 194,6 m2 einbýlishús með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Loðmundartangi 29 L238270 í Hrunamannahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Við endurskoðun deiliskipulags verði afmörkun byggingarreits leiðrétt í takt við afstöðumynd framlagðra aðaluppdrátta. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | ||
18. | Hlemmiskeið 2C L174528; Hlemmiskeið 2G; Stofnun lóðar – 2506017 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 07.04.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar skiptingu lóðar. Óskað er eftir að stofna 9.850,2 fm, Hlemmiskeið 2G, úr landi Hlemmiskeiðs 2C L174528 sem verður 3.445,8 fm eftir skiptin skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið með fyrirvara um að fyrir liggi skilgreind aðkoma að lóðinni og samræmi við skipulag. | ||
19. | Hlemmiskeið 2A (L217104); byggingarheimild; gestahús – geymsla – 2506042 | |
Móttekin var umsókn þann 11.06.2025 um byggingarheimild fyrir 120 m2 gestahús/geymslu á íbúðarhúsalóðinni Hlemmiskeið 2A L217104 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Lóðin Hlemmiskeið 2A er skráð 4.300 fm og er innan skilgreinds landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps. Á lóðum innan landbúnaðarlands er gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja innan nýtingarhlutfalla 0,05 og að hámarki 3 hús. Hámarksbyggingarmagn lóðarinnar er því um 215 fm. Samanlagt byggingarmagn núverandi húss og umsótts gestahúss geymslu er um 206 fm og því innan marka stefnumörkunar aðalskipulags. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. |
||
Öll sveitarfélög: | ||
20. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-228 – 2505005F | |
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-228. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00