Skipulagsnefnd fundur nr. 196 – 27.maí 2020

Skipulagsnefnd – 196. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 27. maí 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Guðmundur J. Gíslason, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Áskot L165263; Áskot B; Staðfesting afmörkunar og stofnun lóðar – 2005077

Lögð er fram umsókn Jakobs S. Þórarinssonar, dags. 20. maí 2020, um staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Áskot L165263 og stofnun landeignar út úr jörðinni. Óskað er eftir að stofna 86,1 ha landeign út úr jörðinni sem verður 25,3 ha eftir landskiptin skv. meðfylgjandi lóðablöðum. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á meðfylgjandi lóðablöðum fyrir hnitsetningu jarðarinnar, dags. 13. maí 2020. Hreppsnefnd Ásahrepps tók fyrir meðfylgjandi lóðablöð vegna landskipta jarðarinnar á 28. fundi sínum sem haldinn var 20. maí 2020 og samþykkti erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar ef um nýja vegtengingu er að ræða. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.
2. Hárlaugsstaðir 2 L165284; 5 frístundalóðir; Stofnun lóða – 1901044
Lögð er fram umsókn Sigurlaugar Steingrímsdóttur, dags. 15. janúar 2020, er varðar landskipti 6 landeigna úr landi Hárlaugsstaða 2, L165284 sem eru innan þegar samþykkts deiliskipulagssvæðis. 5 af lóðunum 6 eru skilgreindar sem frístundahúsalóðir og eru í samræmi við deiliskipulag en að auki er óskað eftir að stofna 23.517,3 fm landeign sem er innan skipulagssvæðisins og nær utan um aðkomuvegi að lóðunum sem og opið svæði sem kallast Almenningur og verður í óskiptri sameign allra lóðareigenda frístundahúsalóðanna. Jafnframt er óskað eftir að landeignirnar fái staðfangið Maríuklettar og viðeigandi númer en nafnið vísar til samnefndra kletta sem eru innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins né staðvísinn Maríuklettar. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Nefndin mælist til að sveitarstjórn Ásahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. Guðmundur J. Gíslason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
3. Ás 3 III-2land L204647; Efriás; Stofnun lóðar – 2005075
Samhliða umsókn Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar um deiliskipulag fyrir Ás 3 III-2 land L204647, dags. 19. maí 2020, sækja þau einnig um að stofna um 3,6 ha landeign út úr þeim hluta landsins sem ekki er innan skipulagssvæðisins. Óskað er eftir að hún fái staðfangið Efriás.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við lóðastofnun skv. fyrirliggjandi umsókn. Þá er ekki gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Ásahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa.
4. Ás 3 III-2land L204647 (Hestás); Lögbýli og íbúðarhúsalóð (Reykás); Deiliskipulag – 2005074
Lögð er fram umsókn Gísla Sveinssonar og Ástu Beggu Ólafsdóttur dags.19.5.2020 ásamt deiliskipulagsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til landsins Ás 3 III-2land L204647 sem skilgreind er sem landbúnaðar- og íbúðarsvæði innan aðalskipulags Ásahrepps 2010-2022. Innan skipulagssvæðisins er afmörkuð ný 2,21 ha íbúðarhúsalóð sem fengi staðfangið Reykás. Að auki er afmarkaður byggingarreitur á landinu sjálfu sem verður 12,68 ha eftir landskipti og fyrirhugað að verði gert að lögbýli og óskað er eftir að það fái staðfangið Hestás í stað núverandi staðfangs. Innan byggingarreitanna er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 300 fm íbúðarhús á tveimur hæðum, allt að 600 fm úthús/skemmu á einni hæð með heimild fyrir 30% millilofti og allt að 100 fm gestahús á einni hæð. Jafnframt er óskað eftir að lóðin Reykás verði stofnuð í samræmi við tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það fái málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Óskað skal umsagna frá helstu umsagnaraðilum s.s. Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Einnig gerir skipulagsnefndin ekki athugasemd við að lóðin Reykás verði stofnuð í samræmi við tillögu að deiliskipulagi en bendir á að ekki er hægt að sækja um byggingarleyfi á lóðinni fyrr en eftir að deiliskipulag hefur tekið gildi.
 

5.

Bláskógabyggð:

Holtslóð L225385; Neðri-Dalur; Eyrar; Hverfa, Ferjuholt og Lautir; Deiliskipulagsbreyting – 2005063

Lögð er fram umsókn frá N8 ehf., dags. 17. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtslóð L225385. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum og nýtingarhlutfalli stakra lóða.
Afgreiðslu málsins frestað. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir uppfærðum gögnum.
6. Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053
Lögð er fram umsókn frá Jónu Bryndísi Gestsdóttur um framkvæmdaleyfi dags. 13. maí 2020. Í framkvæmdinni felst veglagning í landi Hlauptungu L229945 inn að svæðinu við Brúarfoss þar sem til stendur að útbúa 2.000 m2 bílaplan. Heildarlengd veglagningar er um 2.000 metrar og liggur vegstæðið að stærstum hluta eftir gömlum akfærum moldar- og malarslóðum. Lega bílastæðis er utan 100 m línu frá Brúará og yrði staðsett þannig að ökutæki sæjust ekki frá Brúarfossi.
Skipulagsnefnd UTU bendir á að viðkomandi veglagning er tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin telst því tilkynningaskyld framkvæmd í flokki B eða C að mati nefndarinnar. Nefndin frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir ítarlegri gögnum er varðar tengingu vegar við Laugarvatnsveg, hver fyrirhuguð notkun vegarins á að vera sem og að mögulega þurfi að leita samþykkis landeigenda aðliggjandi jarða.

7. Efri-Reykir 167080; Hótelbygging og baðlón; Deiliskipulag – 1610007
Lagt er fram uppfært deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu vegna baðlóns í landi Efri-Reykja. Deiliskipulagstillaga hefur áður verið auglýst í tvígang, nú síðast frá 14. nóvember til 29. desember 2018. Málið er lagt fram til afgreiðslu fyrir auglýsingu á grundvelli 41. gr. skipulagslaga þar sem liðin er lengri tími en ár frá auglýsingu deiliskipulags. Málsmeðferð skipulagsins er rakin í 5. kafla umhverfisskýrslu. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunnar um hugsanlega matsskyldu verkefnisins frá 4.mars 2020. Þar segir í ákvörðunarorðun: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagstofnunnar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum..“
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýslu verði samþykkt. Tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst að nýju þar sem meira en ár er liðið frá fyrri auglýsingu auk þess sem tillagan hefur tekið breytingum í takt við umsagnir og athugasemdir. Leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila sem tilteknir eru innan umhverfisskýrslu.
8. Bergsstaðir L167201; Deiliskipulag lögbýlis; Fyrirspurn og umsagnarbeiðni – 2005076
Lögð er fram fyrirspurn Helgu Garðarsdóttur, dags. 19. maí 2020, hvort heimilað verði að deiliskipuleggja landið Bergsstaði L167201 sem er 21,3 ha að stærð. Fyrirhugað er að fá lögbýlisleyfi með skógrækt, ylrækt og rekstur hitaveitu Bergsstaða í huga. Áður hefur verið tekin fyrir sambærileg fyrirspurn landeiganda í máli nr. 1905023 sem náði þá bæði yfir Bergsstaði L167201 og hluta af L189399 en með nýrri umsókn þá nær fyrirspurnin einungis yfir L167201.
Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 22. maí 2019 um að unnin verði tillaga að skipulagslýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en skipulagsnefnd UTU vísar umsögn um lögbýli fyrir L167201 til sveitarstjórnar.
9. Kjarnholt 2 (L167128); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2005089
Fyrir liggur umsókn Hrólfs Karls Cela fyrir hönd Gylfa Gíslasonar, móttekin 25.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð 240,7 m2 ásamt gróðurhúsi 22,9 m2 og bílskúr 83,2 m2, samtals 323,9 m2 á jörðinni Kjarnholt 2 (L167128) í Bláskógabyggð. Innan umsóknar er óskað eftir því að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að krafa verði um gerð deiliskipulags á svæðinu komi til frekari framkvæmda.
 

10.

Flóahreppur:

Súluholt L216736; Kirkjuholt; Nýtt heiti (staðfang) – 2005073

Lögð er fram umsókn Victors Victorssonar, dags. 29. apríl 2020, um nýtt staðfang. Um er að ræða 5.000 fm lóð fyrir 6 gistihús skv. samþykktu deiliskipulagi í landi Súluholts. Óskað er eftir að lóðin fái staðvísinn Kirkjuholt og að mannvirkin fái staðföngin Kirkjuholt 1 – 6. í umsókninni kemur fram að nafnið Kirkjuholt er örnefni á holti sem er innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðfangið Kirkjuholt og mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
11. Mjósyndi L166367; Árbót; Stofnun lóðar – 2005079
Lögð er fram umsókn Gunnars Ríkharðssonar f.h. eiganda, dags. 20. maí 2020, um stofnun nýrrar landeignar út úr jörðinni Mjósyndi L166367 í samræmi við framlögð gögn. Óskað er eftir því að lóðin fái staðfangið Árbót. Skv. landeiganda þá er nafnið Árbót hugsað sem skýring á auknu uppgrónu landi við ána Þjórsá og er í framhaldi af lóð Árprýðis. Aðkoma að landinu er frá Villingaholtsvegi (305) í gegnum sameiginlegan aðkomuveg að Efri-Gróf lóðum 3 og 4 og Árprýði eins og sýnd er á meðfylgjandi lóðablaði.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við lóðastofnun í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Þá er ekki gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Nefndin mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfæringu gagna er varðar stærð landeignar, samþykki eigenda aðliggjandi landeigenda um hnitsetningu lóðarinnar þar sem við á sem og samþykki viðkomandi landeigenda um kvöð um aðkomu að nýrri landeign.
12. Loftsstaðir-Vestri lnr 165512; Ferðaþjónusta; Tjöld og þjónustuhús; Deiliskipulag – 1712001
Lögð er fram umsókn frá Pétri Þór Sigurðssyni um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps ásamt lýsingu breytingar unnin af EFLU verkfræðistofu. Í umsókninni felst að notkun á 2 ha svæði vestan við íbúðarhús að Loftstöðum- Vestri L165512 er breytt í verslunar-og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja lýsingu aðalskipulagsbreytingar til kynningar á grundvelli 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. Hallandi 1A L197704; Hallandi 1 L166234; Deiliskipulagsbreyting – 2005028
Lögð eru fram uppfærð gögn vegna breytingar á deiliskipulagi Hallanda 1 og 1A sem var frestað á 195. fundi skipulagsnefndar. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð utan um byggingarreit A. Lóðin sem þegar er stofnuð, Hallandi lóð L197704, er skráð 1.575 fm en verður 9.090 fm og fær heitið Hallandi 1A eftir breytingu. Byggingarreiturinn breytist óverulega, var 4.852 fm en verður 4.900 fm. Í núgildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 200 fm bílskúr/skemmu og allt að 30 fm baðhús en hámarksstærð íbúðarhússins var ekki skilgreind. Í breytingunni er gert ráð fyrir að hámarksbyggingarmagn innan byggingarreitsins verði 600 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

14.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Neðra-Apavatn lóð L169296; Kaldavatnsborun; Framkvæmdaleyfi – 2005052

Lögð er fram umsókn Baldurs Hafstað, dags. 12. maí 2020, um framkvæmdaleyfi fyrir borun neysluvatnsborholu við fyrirhugað sumarhús á lóðinni.
Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um grenndarkynningu í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið verði kynnt eigendum aðliggjandi lóða ásamt sumarhúsafélagi svæðisins.
15. Kringla 4 L227914; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 1909031
Lögð er fram umsókn frá Má Jóhannssyni og Sveini Yngva Valgeirssyni vegna deiliskipulags í landi Kringlu 4, L227914. Deiliskipulagið tekur til um 22.6 ha svæðis á jörðinni Kringlu 4. Tillagan gerir ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem frístundasvæði (F52b). Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 4.3.2020 en er nú tekið fyrir eftir uppfærslu á gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagstillaga verði samþykkt. Skipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. Steingrímsstöð L170935; Olíuskipti á aflspenni og viðgerðir; Framkvæmdaleyfi – 2004033
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsvirkjun Sogssvæði / Jóhanni Snorra Bjarnasyni. Í framkvæmdinni felst að skipta þarf um olí á 6,6/66kV aflspenni fyrir Steinsgrímsstöð. Um er að ræða um 17.000 ltr.af spennaolíu sem flytja þarf inn á svæðið og meðhöndla. Fyrirhugað er að fara í viðhaldsvinnu utanhús á stöðvarhúsi og jöfnunarþró. Lagfæra á múrhúð, gluggaþétttingar og endumálun. Umsækjandi vill koma því á framfæri að Steingrímsstöð er innan vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis.
17. Selholt L205326; Deiliskipulag – 2005055
Lögð er fram umsókn frá Eiríki Steinssyni dags. 18.5.2020 vegna deiliskipulags á landinu Selholt. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarreitum fyrir íbúðarhús, reiðhöll og hesthús og vélageymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. Miðengi L168261; Leynir; Stofnun lóðar – 2005078
Lögð er fram umsókn Dagnýjar Bjarnadóttur f.h. eigenda, dags. 27. apríl 2020, um stofnun nýrrar landeignar út úr jörðinni Miðengi L168261. Um er að ræða 55.818 fm landeign og óskað eftir að hún fái staðfangið Leynir sem dregið er af örnefni á lægðardragi í landinu. Aðkoman er um núverandi veg frá Bústjórabraut og Miðengisveg (nr. 3747)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lóðastofnun skv. fyrirliggjandi erindi. Þá er ekki gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að samþykkja erindið.
19. Borg í Grímsnesi; Endurnýjun hitaveitulagnar að Björk; Framkvæmdaleyfi – 2005082
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi.Í framkvæmdinni felast endurnýjun hitaveitulagna að Björk í samræmi við yfirlitsmynd.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfi.
20. Borg í Grímsnesi; Grafningur; Nýjar réttir; Framkvæmdaleyfi – 2005083
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst gerð nýrra rétta í Grafningi. Réttirnar verða smíðaðar úr gagvörðu timbri og gert er ráð fyrir að settur verði malarpúði undir svæðið og aðkomuvegur lagaður.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli grenndarkynningar samkv. 8. gr.reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
21. Borg í Grímsnesi; Gangstéttir og göngustígar; Framkvæmdaleyfi – 2005081
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst lagning ganstétta og malbikun þeirra innan þéttbýlisins á Borg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis.
22. Borg í Grímsnesi; Yndisskógur; Aðalstígar; Framkvæmdaleyfi – 2005085
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafninghrepp um lagningu stígs um áætlað útvistarsvæði norðan Borgar í Grímsnesi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunnar í samræmi við 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er varðar meðmæli skipulagsstofnunnar með framkvæmd. Skipulagsfulltrúa falið að senda erindi á Skipulagsstofnun.
23. Björk 1 L211337 ; 1-3 vinnsluholur; Framkvæmdaleyfi – 2005086
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes-og Grafningshrepp um gerð 1-3 vinnslu borhola allt að 70 metra djúpra við núverandi borplan að Björk í samræmi við framlagðan uppdrátt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis.
 

24.

Hrunamannahreppur:

Jaðar 1 L166785; Skógrækt; Fyrirspurn – 1909025

Fyrirspurn til skipulagsnefndar vegna skógræktar á jörð Jaðars L166785 var tekin fyrir á 183.fundi skipulagsnefndar þar sem málinu var frestað og óskað var ítarlegri gagna. Frekari gögn hafa nú borist og er því fyrirspurn tekin fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið. Viðkomandi skógræktaráætlun tekur til landsvæðis á náttúruminjaskrá, nr. 735 Austurbakka Hvítárgljúfurs og fellur því undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt tölulið 1.06 í 1. viðauka laganna er nýræktun skóga á verndarsvæðum sem breytir fyrri landnotkun tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matskyldu. Framkvæmdin telst því tilkynningaskyld framkvæmd í flokki B að mati nefndarinnar. Framkvæmdaraðili skal annast gerð tilkynningargagna til Skipulagsstofnunnar og skulu þau vera í samræmi við kröfur 11. og 12. gr. regugerðar um mat á umhverfisáhrifum er varðar tilkynningu framkvæmda í flokki B og C.
25.  Birtingaholt 1B land L176025; Birtingaholt 1D; Stofnun lóðar; Deiliskipulag – 2002027
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Birtingaholt 1B og 1D í Hrunamannahrepp eftir auglýsingu. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Skipulagsstofnun. Athugasemd var gerðar að hálfu skipulagsstofnunnar er varðar fjarlægð byggingarreits frá stofn- og tengivegum. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingartíma deiliskipulags.
Athugasemd skipulagsstofnunar hefur verið svarað á uppdrætti deiliskipulags þar sem byggingarreitur hefur verið færður í 100 metra fjarlægð frá miðlínu vegar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að uppfært deiliskipulag verið samþykkt eftir auglýsingu að það taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun skal send uppfærð tillaga til varðveislu.
 

26.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; geymsla mhl 07 – breyting á notkun – 1501091

Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa og óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt 23.07.2015. Sigrún Margrét Einarsdóttir sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun á geymslu mhl 07 í yoga- og gistiaðstöðu á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja endurnýjun byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur þörf á að grenndarkynna málið að nýju þar sem að eigendaskipti hafa átt sér stað á aðliggjandi lóð svæðisins.
27. Skáldabúðir L166594; Hrútmúlavirkjun; Vindorka; Aðalskipulagsbreyting – 2004012
Lögð er fram skipulagslýsing unnin af EFLU verkfræðistofu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst skilgreiningar á mögulegum vindorku virkjanakosti í landi Skáldabúða undir heitinu Hrútmúlavirkjun. Framlögð skipulagslýsing tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, deiliskipulagi fyrir svæðið auk matslýsingu til samráðs um umfang og nákvæmni upplýsingar í umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að skipulagslýsingu verði samþykkt til kynningar á grundvelli 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað skal umsagnar hjá Skipulagsstofnun og helstu umsagnaraðilum samhliða kynningu fyrir almenningi.
28. Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting – 2005080
Lögð er fram umsókn dags.20.05.2020 frá Skeiða-og Gnúpverjahrepp er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði F27 á Flötum í landi Réttarholts. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða á svæðinu. Leiksvæði og boltavöllur eru felld út og í stað þess er bætt við opnu svæði og gönguleið á milli lóða 31 og 32. Lóð nr. 17 er tekin út fyrir deiliskipulagsmörki þar sem hún fellur ekki lengur undir frístundabyggð samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Skilmálar skipulagsins eru uppfærðir í heild sinni eftir breytingu þar sem m.a. er skilgreint nýtingarhlutfall lóða, kvaðir og byggingarheimildir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29. Stóra Hof L208877 og L203207; Markagilsflöt og Brúnir; Deiliskipulag – 1903002
Lagt er fram til afgreiðslu eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Stór Hof. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun sem hefur verið brugðist við innan deiliskipulags. Óverulegar breytingar eru gerðar á gögnum eftir auglýsingu þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsi á lóð merkt Brúnir 2 en Markagilsflöt 2 verði verslun og þjónusta.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki skipulagið eftir auglýsingu og að það taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda, eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar, og með fyrirvara um að orðalag innan greinargerðar skipulagsins verði uppfært til samræmis við skilmála aðalskipulags. Frístundahús innan verslunar- og þjónustureita verði gestahús.
30. Löngudælaholt 20 L194604 og Löngudælaholt 21 L166670; Sameining lóða – 2005088
Lögð er fram umsókn Kristófers A. Tómassonar f.h. sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 29. apríl 2020, um sameiningu tveggja lóða við Kálfá. Óskað er eftir að sameina Löngudælaholt 20 L194604 og 21 L166670 í eina lóð í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar á fundi sem haldinn var 19. september 2018. Báðar lóðirnar eru skráðar 5.000 fm í fasteignaskrá. Inn á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag frá 1995. Rökstuðningur fyrir sameiningunni er að önnur lóðin er óbyggileg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna byggt á þeim forsendum að önnur lóðin sé óbyggileg. Forsenda fyrir sameiningu lóðanna er að gerð verði breyting á deiliskipulagi og að byggingarreitur nái ekki yfir óbyggilegt svæði. Nefndin mælist til þess að farið verði í heildar endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
31.  Minna-Hof L166581 og Réttarholt L166586; Búðafossvegur; Stofnun vegsvæða – 2005087
Lögð er fram umsókn Landsvirkjunar um stofnun tveggja vegsvæða vegna lagningu Búðafossvegar (23). Málið var áður tekið fyrir hjá skipulagsnefnd þ. 23. apríl 2012 sem gerði ekki athugasemd við stofnun vegsvæðanna en var frestað hjá sveitarstjórn á sínum tíma. Málið var tekið fyrir aftur á fundi sveitarstjórnar þ. 5. febrúar sl. og vísað að nýju til skipulagsnefndar þar sem langt er um liðið síðan málið var til umfjöllunar. Búðafossvegur er, skv. aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, nýr tengivegur sem lagður verður frá Þjórsárdalsvegi (32) við Árnes til suðurs um nýja brú yfir Þjórsá. Annars vegar er óskað eftir að stofna 5,7 ha, Árnes vegsvæði, út úr jörðinni Réttarholt L166586 og hins vegar 3,15 ha, Minna-Hof vegsvæði, út úr jörðinni Minna-Hof L166581. Árnes vegsvæði er innan deiliskipulags fyrir Réttarholt og Árnes.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðanna skv. fyrirliggjandi umsókn og mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja erindið með fyrirvara um lagfæringu gagna í samráði við skipulagsfulltrúa.
32. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 121 – 2005003F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20.05.2020 lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30