Skipulagsnefnd fundur nr. 194 – 29.apríl 2020

Skipulagsnefnd – 194. fundur skipulagsnefndar haldinn að Laugarvatni, 29. apríl 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Ás 3 III-2 land L204647; Úr íbúðarsvæði í frístundasvæði og landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 1912016

Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps. Í breytingunni felst að hluti íbúðarsvæðis Í4 er breytt í annars vegar frístundahúsasvæði og hins vegar landbúnaðarsvæði. Að auki er viðkomandi svæði hliðrað til innan innan landskikans. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu nefndarinnar sem óveruleg breyting á aðalskipulagi. Skipulagsstofnun lagðist gegn samþykkt skipulagsnefndar og sveitarstjórnar og taldi málið ekki vera óverulega breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps og er því málið lagt fram að nýju í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en tillagan verður auglýst.
2. Ás 3 III-2land (L204647); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1911051
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Gísla Sveinssonar og Ástu Berghildar Ólafsdóttur, móttekin 25.11.2019, um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 88,7 m2 á lóðinni Ás 3 III-2 land (L204647) í Ásahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að hreppsnefnd Ásahrepps geri ekki athugasemd við útgáfu byggingarleyfis fyrir íbúðarhúsi á svæðinu að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

3.

Bláskógabyggð:

Stakksárhlíð 1 L217504, 2 L217505, 7 L217510 og 8 L217511; Stækkun útihúss á lóðum; Deiliskipulagsbreyting – 2004035

Lögð er fram umsókn Egils Geirssonar þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar við Stakksárhlíð sem staðsett er í Múla í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarheimild fyrir útihús er stækkuð úr 25 m2 í 40 m2. Samkvæmt umsókn tekur breytingin til lóða Stakksárhlíðar 1, 2, 7 og 8.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins. Nefndin mælist jafnframt til þess að breytingin verði almenn og nái til deiliskipulagsins í heild fremur en til stakra lóða.
4. Hrísbraut 2 L218845; Breytt byggingarmagn lóða 4 og 5; Fyrirspurn – 1910011
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drumboddstaða 1, frístundabyggð í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitum er fækkað úr þremur í tvo. Heildar byggingarmagn lóðar eykst við breytinguna þar sem í gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 80 m2 innan hvers byggingarreits, alls 240 m2. Við breytingu er gert ráð fyrir að heimild verði fyrir 172,6 m2 frístundahúsi á reit 1 auk 40 m2 bílskúr/gestahúsi og á reit 2 verði gert ráð fyrir frístundahúsi allt að 210 m2 og 40 m2 bílskúr/gestahúsi. Heildar byggingarheimildir innar lóðarinnar að breytingu lokinni verði því 462,6 m2 og nýtingarhlutfall 0,03.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hafna framlagðri breytingu á deiliskipulagi þar sem í henni felst umtalsverð aukning á byggingarheimildum á stakri lóð innan deiliskipulagsins umfram núverandi byggingarheimildir. Nefndin mælist til þess að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í heild sinni.
5. Syðri-Reykir lóð 31A (L167467); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004001
Fyrir liggur umsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar fyrir hönd Iðinn ehf., móttekin 31.03.2020, um byggingarleyfi til að byggja við 35,1 m2 sumarhús á sumarhúsalóðinni Syðri-Reykir lóð 31A (L167467) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 80,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerðar athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við sumarhús að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Syðri-Reykir lóð (L167465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004028
Fyrir liggur umsókn Aðalsteins Snorrasonar fyrir hönd Páls Gunnars Pálssonar, móttekin 16.04.2020, um byggingarleyfi til að byggja við 52,3 m2 sumarhús á sumarhúsalóðinni Syðri-Reykir lóð (L167465) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 122,1 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfu byggingarleyfis verði samþykkt að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
7. Suðurhlið Langjökuls; Íshellar; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og tveggja deiliskipulaga fyrir íshella. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreind verða afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langjökli. Í nýju deiliskipulagi verður m.a. gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, lóðir, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Áformað er að gera íshelli í suðurhlið Langjökuls nálægt innstu Jarlhettum annars vegar, og hins vegar neðarlega á Suðurjökli, til að tryggja viðkomustaði fyrir ferðamenn í vélsleðaferðum á jöklinum. Innan skipulagslýsingar er jafnfram lögð fram matslýsing til samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skipulags-og matslýsing verkefnisins verði kynnt á grundvelli 30. og 40. gr. skipulagslaga og gr. 4.2.2 og gr. 5.2.2. skipulagsreglugerðar. Samhliða kynningu skal leitað umsagna helstu umsagnaraðila auk þess sem leitað skal samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfismati skipulagsverkefnisins, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
8. Útey 1 lóð 40 L191733; Stærð húss og þakhalli; Fyrirspurn – 2004044
Bjarki Már Sveinsson fh. lóðarhafa Úteyjar 1 nr. 40 L191733 leggur fram fyrirspurn er varðar byggingarheimild innan lóðar í samræmi við meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu skipulagsfulltrúa.
9. Skálabrekka lóð L170768; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar – 2004057
Lögð er fram umsókn Jóns Benediktssonar, dags. 8. apríl 2020, þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar Skálabrekka lóð L170768 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðablaði. Lóðin er skráð 3.000 fm í fasteignaskrá en er 4.430 fm skv. hnitsetningu sem áður hefur ekki legið fyrir. Fyrir liggur rafrænt samþykki lóðareigenda aðliggjandi lóðar L201323 á meðfylgjandi lóðablaði og áður liggur fyrir samþykkt lóðablað fyrir L224848.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun né breytingu á skráningu lóðarinnar skv. umsókn og mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
10. Lækjarhvammur lóð L167917 og L216467; Starfræksla ferðaþjónustu; Deiliskipulagsbreyting – 2004059
Lögð er fram beiðni um skilmálabreytingu fyrir deiliskipulag að Lækjarhvammi. Í breytingunni felst að heimiluð er atvinnustarfsemi innan deiliskipulagsins í formi sölu á gistiþjónustu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á deiliskipulagi að Lækjarhvammi með fyrirvara um samþykki allra sumarhúseigenda innan frístundasvæðis F20 auk landeigenda upprunalands. Innan svæðisins hafa 12 lóðir verið byggðar og tekur umsótt deiliskipulagsbreyting til tveggja lóða innan svæðisins. Eftir að samþykki allra lóðarhafa liggur fyrir skal breytingin unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samkvæmt heimildum innan kafla 2.3.2 innan aðalskipulags Bláskógayggðar 2015-2027 er útleiga sumarhúsa heimild á grundvelli reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með þeim takmörkunum að samþykki eigenda sumarhúsa á svæðinu þurfi að liggja fyrir komi fram ósk um atvinnurekstur.
 

11.

Flóahreppur:

Hurðarbak L166350; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lands – 1911041

Lögð er fram umsókn Ólafs Einarssonar, dags. 16. apríl 2019, um staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Hurðarbak L166350 skv. uppfærðu lóðablaði dags. 17. apríl 2020. Jörðin er skráð 0,0 fm í fasteignaskrá en skv. afmörkun þá er hún 447,7 ha að teknu tilliti til þriggja þegar stofnaðra lóða úr jörðinni. Samhliða er óskað eftir að staðfesta breytt hnit fyrir Hurðarbak fjarskiptalóð L219437 þar sem í ljós kom að hnit á áður samþykktu lóðablaði voru röng og ekki í samræmi við þinglýst gögn. Einungis er um að ræða tilfærslu á hnitum, stærð lóðarinnar breytist ekki.
Á lóðablaði og greinagerð dags. 18.12.2018 liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi landeigna, annarra en Þingdals L209949 og L166405, á landamerkjum jarðarinnar en fyrir liggur þinglýst landskiptakort frá 2004 sem og landskiptagjörð dags. 7. júlí 2005 fyrir Þingdal og Vælugerðiskot sem er samþykkt af eigendum aðliggjandi landeigna. Á uppfærðu lóðablaði kemur m.a. fram að hnitpunktur nr. 20 hefur breyst á þann veg að hann færist um 1 m til suðvesturs. Komið hefur í ljós að mælingar skv. landskiptakortinu frá 2004 voru ekki nákvæmar og óvitað um skekkjumörk en skv. nákvæmari mælingum er nú verið að leiðrétta staðsetningu hnitanna og áfram miðað við landamerkjalýsingu milli Hurðarbaks og Þingdals L209949 og Þingdals L166405 sem miðar við beina línu úr Klofsteini í Bógsagsavörðu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við hnitsetningu fjarskiptalóðarinnar né hnitsetta afmörkun jarðarinnar. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki eigenda Þingdals L209949 og L166405 og feli skipulagsfulltrúa að senda eigendunum tilkynningu um fyrirhugaða leiðréttingu hnita.
12. Dalsmynni L166326; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lands – 1911042
Lögð er fram umsókn Ólafs Einarssonar, dags. 24. apríl 2020, um staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Dalsmynni L166326 skv. uppfærðu lóðablaði dags. 17. apríl 2020. Jörðin er skráð 0,0 fm í fasteignaskrá en skv. afmörkun þá er hún 182,3 ha.
Á lóðablaði og greinagerð dags. 18.12.2018 liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi landeigna, annarra en Vælugerðiskots, á landamerkjum jarðarinnar en fyrir liggur þinglýst landskiptakort frá 2004 sem og landskiptagjörð dags. 7. júlí 2005 fyrir Þingdal og Vælugerðiskot sem er samþykkt af eigendum aðliggjandi landeigna. Á uppfærðu lóðablaði kemur fram að hnitpunktur nr. 20 hefur breyst á þann veg að hann færist um 1 m til suðvesturs og 7,7 m til norðvesturs. Komið hefur í ljós að mælingar skv. landskiptakortinu frá 2004 voru ekki nákvæmar og óvitað um skekkjumörk en skv. nákvæmari mælingum er nú verið að leiðrétta staðsetningu hnitanna og áfram miðað við landamerkjalýsingu milli Hurðarbaks og Vælugerðiskots L166404 sem miðar við beina línu úr Klofsteini í Bógsagsavörðu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við hnitsetta afmörkun jarðarinnar. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki eiganda Vælugerðiskots L166404 og feli skipulagsfulltrúa að senda eigandanum tilkynningu um fyrirhugaða leiðréttingu hnita.
13. Merkurlaut 5 (áður 4) L166424; Merkurlaut 4; Stofnun lóðar – 2004056
Lögð er fram umsókn landeigenda, dags. 13. nóvember 2019, um skiptingu lóðarinnar Merkurlaut 4 L166424 í tvær lóðir skv. meðfylgjandi uppdrætti. Óskað er eftir að stofna 66.947 fm lóð sem fengi staðfangið Merkurlaut 4 og samhliða er óskað eftir að upprunalandið fái í staðinn staðfangið Merkurlaut 5. Eftir skiptin verður upprunalandið 25.965 fm að stærð. Aðkoma að lóðunum er um núverandi veg frá Skeiðavegi nr. 30.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við skiptinguna né staðföng lóðanna með fyrirvara um lagfæringu á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
 

 

14. Ósbakki L165463; Breyting úr frístundasvæði F36 í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 1905037
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að landnotkun frístundasvæðis F36 er breytt í landbúnaðarland. Tillagan hefur nú þegar verið kynnt samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að tillaga aðalskipulagsbreytingar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunnar.
15. Ósbakki L165463; Íbúðarhús, reiðskemma, hesthús, vélarskemma; Deiliskipulag – 1905038
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Ósbakka í Flóahreppi. Innan deiliskipulagsins eru afmarkaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og hesthús/skemmu auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulag verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu deiliskipulags fyrir svæðið hefur verið unnin breyting á aðalskipulagi Flóahrepps sem er auglýst samhliða deiliskipulagi.
 

16.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Hamrar 3 (224192); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004032

Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Gyðuborga ehf. um byggingarleyfi til að byggja 54,1 m2 gestahús á lóðinni Hamrar 3 (L224192) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að byggingarleyfi verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem um enga aðra hagsmunaaðila er að ræða en landeigendur.
17. Hestur lóð 90 L168596; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2004038
Lögð er fram umsókn frá lóðarhafa Hests lóð 90 L168596 um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar byggingarefni og hámarks grunnflöt bygginga er breytt. Tekin er út kvöð er varðar skilmála um að hús skuli vera út timbri eða öðru léttu byggingarefni en steinsteypa sé leyfileg til að laga hús að landslagi. Gerð byggingarefnis húsa er því gefin frjáls en kvöð um litaval er óbreytt. Skilmálar er varða hámarks grunnflöt húsa breytist úr 150 m2 í 200 m2. Skilmálar deiliskipulagsins breytast ekki að öðru leyti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
18. Villingavatn (L170963); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2004023
Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar fyrir hönd Krystian Jerzy Sadowski og Alicja Brygida Sadowski, móttekin 07.04.2020 um niðurrif á 46 m2 sumarhúsi, byggingarár 1973, og byggja nýtt 140 m2 sumarhús með 6,6 m mænishæð og svefnlofti. Húsið er staðsett innan sumarhúsalandsins Villingavatn (L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkt verði niðurrif á núverandi sumarhúsi innan lóðarinnar. Nefndin leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkt verði byggingarleyfi fyrir allt að 140 m2 sumarhúsi á viðkomandi lóð L170963 í samræmi við framlagða umsókn með fyrirvara um málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið skal grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
19. Brúnavegur 4 L168343; Sameining lóða ; Deiliskipulagsbreyting – 2004042
Lögð er fram umsókn frá Heimi Björgvinssyni þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Ásgarðs í Grímsnesi. Í breytingunni felst að lóð Brúnavegar 4 verður ein lóð í stað tveggja. Breytingin er í takt við núverandi skráningu lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi þar sem önnur lóðin er talin óbyggileg og mælist til þess við sveitarsjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreyting verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
20. Kiðjaberg Hlíð 27 L227823; Tilfærsla lóðar; Fyrirspurn – 2004058
Lögð er fram fyrirspurn Péturs Jónssonar f.h. eigenda, dags. 15. apríl 2020, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að lóðin Kiðjaberg Hlíð 27 L227823 verði hliðruð um 60 m til austurs sem verður þá við hlið lóðar nr. 28 skv. núgildandi deiliskipulagi. Eftir að farið var á staðinn og landið mælt upp og aðstæður skoðaðar kom í ljós að lega lóðar nr. 27, eins og hún er skv. skipulagi, liggur lágt í landi og því hætta á flóði á því svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninghrepps að tekið verði jákvætt í að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við framlagða fyrirspurn og að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
21. Gámasvæði Seyðishólar; Stækkun svæðis og tilfærsla aðkomu; Deiliskipulagsbreyting – 2004060
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi gámasvæðis við Seyðishóla, Grímsnes- og Grafningshreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn 7. maí 2009. Svæðið er staðsett við Búrfellsveg (351) rétt norðan við Biskupstungnabraut. Í breytingunni felst m.a. stækkun skipulagssvæðis og breyting byggingarreita.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

22.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Kálfhóll 2 (L166477); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004037

Fyrir liggur umsókn Gests Þórðarsonar fyrir hönd Kálfhóls ehf. móttekin 22.04.2020 um byggingarleyfi til að flytja fimm 46 fm hús frá Brekkuskógi á jörðina Kálfhól 2 (L166477) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps að útgáfa byggingarleyfis verði samþykkt með fyrirvara um málsmeðferð í samræmi 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Nefndin mælist jafnframt til þess að unnið verði heildar deiliskipulag fyrir svæðið þar sem framtíðar byggingarheimildir og kvaðir verða skilgreindar.
23. Húsatóftir 2 lóð 2 (Húsatóftir 4A) L222395; Húsatóftir 4B-4D; Stofnun lóða – 1604035
Lögð fram, að nýju, umsókn Gylfa Guðmundssonar um skiptingu landeignarinnar Húsatóftir 2 lóð 2 L222395 í 4 lóðir. Málið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þ. 28. nóvember 2018 og var frestað sem snéri m.a. að staðföngum og aðkomu lóðanna en málið hafði áður verið tekið fyrir og var þá óskað eftir að aðkoma að lóðunum yrði sýnd á uppdrætti. Uppfærð lóðablöð dags. 05.03.2020 hafa nú borist þar sem aðkoman er sýnd á nýjum stað og með kvöð um aðkomu í gegnum lóðirnar og óskað er eftir að nýju lóðirnar fái staðföngin Húsatóftir 4B til 4D og að upprunalandið fái staðfangið Húsatóftir 4A í stað Húsatófta 2 lóð 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna né staðföng þeirra. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
24. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 119 – 2004002F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 22.04.2020 lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15