Skipulagsnefnd fundur nr. 193 – 8.apríl 2020

Skipulagsnefnd – 193. fundur skipulagsnefndar haldinn 8. apríl 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu: Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

Dagskrá:

1. Ásahreppur:

Nýidalur L165352; Skálasvæði, salernishús, tjaldsvæði og hestagerði; Deiliskipulag – 1905071

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir skálasvæðið í Nýjadal á Sprengisandsleið, á Holtamannaafrétti, Ásahreppi. Deiliskipulagstillagan nær til um 6 ha svæðis er liggur við Sprengisandsleið, F26. Skálasvæðið tilheyrir í dag Vatnajökulsþjóðgarði og er við mynni Nýjadals á melbarði sunnan Nýjadalsár (Fjórðungakvíslar). Sprengisandsleið, F26, liggur um skálasvæðið, suðvestan við Tungnafellsjökul. Skálasvæðið er innan þjóðlendu. Ferðafélag Íslands hefur um árabil rekið gistiskála og tjaldsvæði á staðnum. Afmörkun deiliskipulags mun ná utan um skála svæðisins, auk salernishúss, tjaldstæðis, hestagerðis og vatnsverndarsvæðis.
Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 18. desember 2019 með athugasemdafresti til 31. janúar 2020.

Leitað var eftir umsögnum frá Forsætisráðuneyti, Vatnajökulsþjóðgarði, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Landgræðslunni. Nokkrar ábendingar bárust frá umsagnaraðilum og hefur verið brugðist við þeim.
Þá bárust athugasemdir frá Gunnari Njálssyni, Ingibjörgu Eiríksdóttur og Soffíu Sigurðardóttur og Sigurði Inga Andréssyni sem í svörum við þeim hafa verið greind í alls 40 liði.

Meðfylgjandi á minnisblaði eru svör skipulagsnefndar UTU við athugasemdum sem bárust vegna skipulagsins. Gerðar verða breytingar og lagfæringar til að koma til móts við athugasemdir eins og unnt verður.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og að hún verði send til yfirferðar skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Sporðöldulón á Holtamannaafrétti; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2003038
Lögð er fram beiðni frá Landsvirkjun þess efnis að skilgreind verði ný náma á aðalskipulagi Ásahrepps vestan Tungár um 300 m sunnan við stíflu Sporðöldulóns. Náman er á röskuðu svæði innan skilgreinds iðnaðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi Ásahrepps og innan deiliskipulagssvæðis fyrir Búðarhálsvirkjun. Náman verður um 2,0 ha og er ætlað að taka um 40 þús. m3 til viðhalds og viðgerða á stíflum á Þjórsár- og Tungnaársvæði. Óskað er efir því að farið verði með beiðnina sem óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki framlagða umsókn Landsvirkjunar dags. 23.3.2020, og tillögu dags. 25.2.2020 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er talin hafa lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsfulltrúa er falið senda tillöguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar/hreppsnefndar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.  Lindarbær 1C L176845; Austurtún; Íbúðar- og útihúsalóð; Deiliskipulag – 1505014
Lögð fram umsókn Finnboga Aðalsteinssonar dags.12.1.2020 og uppdráttur ásamt greinargerð af deilisskipulagi fyrir 6 ha svæði í landi Lindarbæjar 1C, L176845, í Ásahreppi. Deiliskipulagið tekur til tveggja reita Í1 og Ú1. Á reit Í1 verður heimilt að byggja íbúðarhús og bílgeymslu allt að 250m2, gestahús allt að 60m2 og vinnustofa allt að 60m2. Á reit Ú1 verður heimilt að byggja hesthús, vélageymslu og reiðskemmu samtals allt að 1200m2. Aðkoma er af Bugavegi (nr.273) og um land Lindarbæjar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist jafnframt til þess að málið verði sérstaklega kynnt eigendum aðliggjandi jarða við deiliskipulagið. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
4.  Lækjartún II L215415; Tengivirki, Færsla lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2004010
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Lækjartúni II – Tengivirki sem samþykkt var í hreppsnefnd Ásahrepps 19.2.2020. Umsækjandi breytingar er Landsnet. Skipulagið sem breytingin tekur til hefur ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þar sem tillagan er enn í yfirferð hjá Skipulagsstofnun. Breyting lögð fram með fyrirvara um samþykki skipulagsstofnunnar og gildistöku deiliskipulags með birtingu í B-deild stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða óverulega breytingu á deiliskipulagi og mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna á grundvelli 43. gr. skipulagslaga. Mælst er til þess að hún verði send skipulagsstofnun til yfirferðar að undangenginni grenndarkynningu. Samþykkt breytingartillögu er með fyrirvara um að upprunatillagan sem er til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun, hafi öðlast gildi í B-deild stjórnartíðinda.
 

5.

Bláskógabyggð:

Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057

Guðmundur Valsson leggur fram umsókn dags. 27.1.2020 ásamt uppdrætti og greinargerð dags. 21.3.2020 af nýju deiliskipulagi fyrir 5 frístundahúsalóðir auk einnar lóðar sem er skilgreind sem landbúnaðarland í landi apavatns 2, Efra-Apavatns, í Bláskógabyggð.
Svæðið sem er um 13,9 ha að stærð er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem F20 (frístundabyggð)
Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg nr. (37) og Kolgrafarhólsveg.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og fer fram á ítarlegri gögn.
6.  Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Lögbýli; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2001001
Lögð var fram fyrirspurn frá eigendum Stekkjatún 1 L222637 og Stekkjatúns 5 L224218 á fundi skipulagsnefndar 3.1.2020 varðandi heimild til breytingar á landnotkun innan aðal- og deiliskipulagi á viðkomandi lóðum. Tekið var jákvætt í erindið af hálfu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar en þó með þeim fyrirvara að lögð væri áhersla á að samþykki hagsmunaaðila nærliggjandi lóða og eigendum upprunalands mundi liggja fyrir. Er nú beiðni tekin fyrir á nýjan leik þar sem skrifleg samþykki og fyrirvarar umræddra aðila liggja fyrir.
Lögð er fram beiðni frá Halldóri Sigþóri Harðarsyni og Sveini Sigurjónssyni um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem landnotkun lóða Stekkjatún 1 og Stekkjatún 5 breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði, og að gildandi deiliskipulagi svæðisins verð breytt til samræmis. Beiðni lögð fram til umræðu og samþykktar.
Skipulagsnefd samþykkir að unnin verði breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og einnig að unnin verði samsvarandi breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi samþykki eigenda aðliggjandi landeigna og í samræmi við óskir/fyrirspurnir umsækjenda.
7. Efri-Reykir L167080; Varmaorkuver; Deiliskipulag – 1911009
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna varmavers í landi Efri-Reykja L167080. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á lóð og byggingarheimildum innan hennar. Innan byggingarreits verður heimild fyrir byggingu sem hýsir varmaeiningar auk aðstöðu RARIK fyrir spenni. Auk þess er til staðar dæluhús. Heildarbyggingarmagn innan lóðar má vera allt að 500 m2. Borholan sem svæðið nær til er skilgreind sem borhola E23 í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Framkvæmdinni er ætlað að bæta nýtingu holunnar til raforkuframleiðslu en gert er ráð fyrir allt að 1200 kW raforkuframleiðslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki deiliskipulagstillögu og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
8.  Hrútárvegur 1B L226236 (Miðhús); Byggingarreitur lóðar A2; Deiliskipulagsbreyting – 2002035
Lögð er fram umsókn frá Landslag ehf. f.h. Ríkharðs Sigurðssonar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi við Hrútárveg með síðari breytingum nr.7770. Um er að ræða stækkun á lóð og byggingarreit á lóð Hrútárvegar 1B L226236 í samræmi við framlagðan uppdrátt. Lóðin stækkar úr 8.505 m2 í 8.931 m2 og byggingarreitur stækkar úr 5.215 m2 í 5.561 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem hagsmunaaðili á næstu lóð er upplýstur um málið og breytingin ekki talin hafa áhrif á aðra.
9. Leynir lóð (L167906); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2003039
Fyrir liggur umsókn Haraldar Ásgeirssonar, móttekin 27.03.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja geymslu sem fyrir er 19,4 m2, byggingaár 1989 og byggja nýja 40 m2 á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (L167906) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nebbi ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 178,3 með opnu bílskýli 70,3 m2 á lóðinni Kjarnholti 5 (L228409) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
11.  V-Gata 36 (L170755); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður – viðbygging – 2002015
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnarsfell eignir ehf. móttekin 03.02.2020 sem fyrirspurn um hvort megi byggja við núverandi sumarbústað 35 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 36 (L170755) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 85 m2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.  Skálabrekka-Eystri L224848; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn dags. 25.2.2020 og lýsingu dagsetta í febrúar 2020, vegna ósk um breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Breytingin felur í sér að óskað er eftir að 24,8 ha svæði innan landsins verði skilgreint sem frístundasvæði. Hluti svæðisins er í núgildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreint sem frístundasvæði F(10).
Samhliða breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027,verði unnið deiliskipulag frístundabyggðar á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að umsótt breyting verði skoðuð í samhengi við skilmála aðalskipulags er varðar uppbyggingu frístundasvæða og verndarsjónamiða innan svæðisins.
13. Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn dags. 25.2.2020 og lýsingu dagsetta í febrúar 2020, fyrir deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku-Eystri L224848, Bláskógabyggð. Svæði sem um ræðir er tæplega 25 ha að stærð. Reiknað er með að frístundalóðir verði á mill 0,5 til 1,0 ha að stærð. Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1, og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð F(10)Aðkoma að svæðinu eru um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að umsótt breyting verði skoðuð í samhengi við skilmála aðalskipulags er varðar uppbyggingu frístundasvæða og verndarsjónamiða innan svæðisins.
14.  Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til svæðis ofan og neðan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt en samtímis frístundasvæðið F23 verður stækkað um 16 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði neðan Laugarvatnsvegar, um 15 ha að stærð. Lýsing verkefnisins hefur verið kynnt og einnig tillagan sjálf.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrátt að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
15.  Snorrastaðir (L168101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003003
Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Félag Skipstjórnamanna, móttekin 03.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 108 m2 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir (L168101) í Bláskógabyggð
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir stöku húsi. Grenndarkynning á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur farið fram. Fyrir liggur skýrsla frá Ísor varðandi vatnsból svæðisins sem viðbragð við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi vatnsból. Tekið skal fram að verði um frekari byggingaráform að ræða, skal svæðið deiliskipulagt.
16.  Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2003002
Guðmundur H. Baldursson leggur fram lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir frístundarsvæði á Efra-Apavatni 1A L226187, Efra-Apavatni 1 L167652 og Efra- Apavatni 1, L167651.
Deiliskipulagssvæðið tekur til um 8,1 ha svæðis og eru afmarkaðar 11 frístundahúsalóðir, auk einnar lóðar fyrir bátaskýli. Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg (37) og um aðkomuveg að svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar
samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 20.2.2020. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
17.  Syðri-Reykir 2 land L176919; Syðri-Reykir 4 vegsvæði; Stofnun vegsvæðis – 2004007
Lögð er fram umsókn Sigríðar Önnu Ellerup hjá Direktu, f.h. landeiganda og Vegagerðarinnar, dags. 4. febrúar 2020, um stofnun 2.100 fm vegsvæðis úr landi Syðri-Reykja 2 lands L176919 sem verður 3.900 fm eftir lóðastofnun skv. skráningu í fasteignaskrá. Fyrir liggur umsókn landeiganda um stofnun vegsvæðisins. Vegsvæðið tengist veglagningu Reykjavegar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
18.  Gýgjarhólskot 1 L167094 og Gýgjarhólskot 2 L167095; Gýgjarhólskot 3 vegsvæði; Skeiða- og Hrunamannavegur; Stofnun vegsvæða – 2004008
Lagðar eru fram umsóknir Sigríðar Önnu Ellerup hjá Direktu, f.h. Vegagerðarinnar og eiganda, dags. 24. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að stofna þrjár landeignir undir vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 1 L167094 og Gýgjarhólskots 2 L167095 sem og óskiptu landi jarðanna vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar. Óskað er eftir að stofna 20.191 fm vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 1, 9.591 fm vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 2 og 9.545 fm vegsvæði úr óskiptu landi Gýgjarhólskots 1 og 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
19.  Vörðuás 7 L175223 og 9 L175191; Breyting á lóðamörkum og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2004013
Lögð er fram umsókn vegna breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis að Úthlíð í Bláskógabyggð nr. 2858 frá 1993 með síðari breyingum. Í breytingunni felst að lóðarmörkum á milli lóðar Vörðuás 7 og Vörðuás 9 er breytt. Byggingareitur lóðar Vörðuás 9 stækkar og byggingarheimild lóðar eykst um sem nemur 100 m2. Óskað er eftir því að málið fá málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki deiliskipulagsbreytingu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist jafnframt til þess við sveitarstjórn að landnotkun viðkomandi lóða verði breytt í aðalskipulagi Bláskógabyggðar í takt við núverandi notkun þeirra og að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði í stað frístundasvæðis.
 

20.

Flóahreppur:

Miklaholtshellir lóð L221775; Hellislundur; Breytt heiti lóðar – 2004006

Lögð er fram umsókn Guðmundar Einarssonar, dags. 25. mars 2020, þar sem óskað er eftir að breyta staðfangi sumarbústaðalóðarinnar Miklaholtshellir lóð (L221775) í Flóahreppi. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Hellislundur. Í rökstuðningi fyrir heitinu kemur fram að á lóðinni myndast trjálundur og að hellir sé í næsta nágrenni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn samþykki breytt staðfang lóðarinnar Miklaholtshellir lóð L221775. Staðfang lóðarinnar verði Hellislundur að breytingu lokinni. Nefndin mælist jafnframt til þess að staðfang aðliggjandi lóðar Miklaholtshellir lóð L189762 verði uppfært í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr.577/2017 með fyrirvara um samþykki lóðarhafa. Að breytingu lokinni verði staðföng lóðanna: Hellislundur 1 – L221775 og Hellislundur 2 – L189762.
21.  Miklaholtshellir 2 L223302, Stækkun alifuglabús; Endurskoðað deiliskipulag – 1901042
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna stækkunar á alifuglabúi að Miklholtshelli 2, L223302, í Flóahreppi. Með fyrirhuguðu deiliskipulagi er áætlað að heimiluð verði bygging tveggja 1.500 m² húsa sem gætu hýst allt að 18.000 fugla. Heildarfjöldi alifugla á svæðinu yrði þá samtals 49.000 fuglar. Með stækkuninni er verið að efla og styðja við núverandi framleiðslu á lífrænum eggjum að Miklaholtshelli 2 á vegum Nesbúeggja ehf. Lýsing tillögunnar hefur verið kynnt og liggja fyrir umsagnir frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun. Tillagan var kynnt með auglýsingu 11. september skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá var tillagan auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga, þann 27. nóvember 2019, með athugasemdafresti til 10. janúar 2020.
Athugsemdir bárust frá Guðmundi Einarssyni, sem snéru að dreifingu á lyktarmengun og dreifingu skíts á vissum árstímum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki framkona tillögu vegna stækkunar alifuglabúsins í Miklaholtshelli í samræmi við 43.gr. og 3.mgr.41.gr skipulagslaga nr. 123/2020. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust frá Guðmundi Einarssyni innan greinargerðar skipulagsins. Vigfús Þór Hróbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
22.  Hrafnaklettar L166387; Súluholt; Breyting landnotkunar úr frístundabyggð í íbúðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 1903053
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin felst í að landspildan Hrafnaklettar, L166387, 2 ha að stærð, verður breytt úr frístundasvæði(F44) í landbúnaðarland. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst deiliskipulagstillaga fyrir svæðið. Tillögurnar auglýstar þann 15.janúar 2020 með athugasemdarfresti til 28.febrúar 2020.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki breytingartillöguna í samræmi við 36. gr. skipulagslaga, og er skipulagsfulltrúa UTU falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt tilheyrandi gögnum til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
23.  Arnarstaðakot L166219; Skilgreining byggingarheimilda; Deiliskipulag – 2001058
Lögð er fram umsókn frá Gunnar Karli Ársælssyni er varðar deiliskipulag að Arnarstaðarkoti. Málið var tekið fyrir á 192. fundi skipulagsnefndar þar sem því var frestað og óskað frekari gagna. Málið er nú lagt fyrir aftur með ítarlegri afstöðumynd af mörkum aðliggjandi jarða auk þess sem byggingarreitur B2 er færður austur fjær landmerkjum aðliggjandi jarðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, og Minjastofnun Íslands. Vigfús Þór Hróbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 24.  Hnaus 1 L166346; Hnausklettar og Hnausstekkur; Stofnun lóða – 2004002
Lögð er fram umsókn Sturlu M. Jónassonar, mótt. 31. mars 2020, þar sem óskað er eftir að stofna 2 landeignir úr jörðinni Hnaus L166346. Óskað er eftir að stofna annars vegar 13.84 ha land sem fengi staðfangið Hnausklettar og hins vegar 43 ha land sem fengi staðfangið Hnausstekkur. Jörðin Hnaus verður 1,93 ha eftir skiptin. Kvöð er um að aðkoma að Hnausstekk verði um vegslóða sem liggur um land Hnaus og Hnauskletta og er sýnd á uppdrætti til skýringar en endanleg lega liggur ekki fyrir. Sambærileg kvöð er um aðkomu og umferðarrétt að Hnausklettum um land Hnauss. Matshluti 03 sem er skráð sem hlaða skiptist á milli lands Hnauss og Hnauskletta miðað við afmörkun landeignanna og yrði því skipt í tvo matshluta.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki landskiptin með fyrirvara um uppfærð gögn og að skiptingu á matshluta 03 á milli Hnaus og Hnauskletta verði kláruð samhliða landskiptum. Vigfús Þór vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
25.  Hnaus 2 L192333; Stækkun hótellóðar og afmörkun nýrra lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1906019
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi (17.3.2017) í Hnausi 2 L192333, í Flóahreppi. Tillagan var auglýst 23.10.2019 með athugasemdafresti til 4.12.2019. Engar athugasemdir bárust. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór fram á í umsögn dags. 18.11.2019, að gerð yrði grein fyrir vatnsverndarsvæði á uppdrætti og einnig starfmannahúsum á reit við hótel.
Skipulagsnefnd UTU telur að gerð hafi verið grein fyrir vatnsverndarmálum á uppdrætti og í greinargerð. Hótelið hefur nú tengst vatnsveitu Flóahrepps og hefur því tiltekið vatnsból minna vægi en áður. Varðandi starfmannahús þá kemur fram á uppdrætti og í greinargerð hvert hlutverk þeirra verður.
Skipulagsnefnd UTU samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

26.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Vaðlækjarvegur 8 L169070 (Miðengi L168261); Stækkun lóðar og tilfærsla slóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910063

Lagt fram að lokinni kynningu á lýsingu fyrir deiliskipulagsbreytingu. Deiliskipulagsbreytingin felst í tilfærslu spildu sem á er götuslóði sem liggur á milli lóða 6 og 10 við Vaðlækjarveg upp að lóð 8. Spildan sem um ræðir er hluti af landareign Miðengis L168261 en bætist við lóðina Vaðlækjarveg 8 sem stækkar úr núverandi skráningu 7.700 m2 í 8.352 m2. Með stækkuninni er tryggt aðgengi að lóðinni til framtíðar. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum breytingu frá gildandi deiliskipulagi.
Lýsing fyrir deiliskipulagsbreytingu var auglýst/kynnt 27. nóvember 2019 og var athugasemdafrestur til 18. desember 2019.
Athugasemdir bárust frá Hauki Þór Harldssyni, Kolbeini Gíslasyni og Katrínu Haraldsdóttur.
Skipulagsnefnd UTU telur að athugsemdir séu það alvarlegar að fresti beri frekari afgreiðslu máls, þar til fyrir liggur sátt um afmörkun lóða og göngustíga á svæðinu nærri Vaðlækjarvegi lóð 8.
 27. Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag – 1910010
Lagt fram að lokinni kynningu á lýsingu fyrir deiliskipulag í Tjarnarhólum. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi sem tekur til um 35 ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut.
Lýsing á verkefninu/deiliskipulagi var auglýst/kynnt 27. nóvember 2019 og var athugasemdafrestur til 18. desember 2019.
Athugasemdir bárust frá Kerfélaginu ehf og ábending frá Valborgu Snævarr. Þá lágu fyrir umsagnir frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps taki ekki tillit til þeirra ágreiningsefna sem fram koma í athugasemdum Kerfélagsins ehf, þar sem eðli þeirra sé þannig að um sé að ræða einkaréttarlegan ágreining um landamerki, sem aðilar verða að leysa sín á milli, eða fyrir dómstólum. Að öðru leyti verði tekið tillit til ábendinga frá umsagnaraðilum og að deiliskipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.  Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Breyting úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2001029
Lögð er fram umsókn Ingibjargar G. Geirsdóttur, dags. 13. janúar 2020, um breytingu á þrem lóðum á jörðinni Kringla II í Grímsnesi, nánar tiltekið Vaðstígur 1, 3 og 5. Óskað er eftir að lóðirnar breytast úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Stærðir lóðanna eru óbreyttar en lega þeirra sem og byggingareitir breytast vegna nákvæmari mælinga. Gert er ráð fyrir að íbúðarhúsin megi vera allt að 350 m2 og auk þess verði heimilt að reisa allt að 60 m2 aukahús á lóð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að skipulagið verði samþykkt í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á deiliskipulagi verði auglýst samhliða gildistöku nýs aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú er í vinnslu.
29.  Nesjavellir L209139; Stækkun á byggingarreit B1 og nýr byggingarreitur B2; Deiliskipulagsbreyting – 2002029
Lögð er fram umsókn Falk Krueger, dags. 4. febrúar 2020, fyrir hönd Hengils Fasteigna ehf. vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hótellóðar á Nesjavöllum L209139. Tillagan nær utan um stækkun á núverandi byggingarreit B-1 og nýjum byggingarreit B-2. Á reit B-2 er áætlað að koma fyrir útigeymslu á einni hæð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki umsóknina sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem landeigandi hefur þegar gefið samþykki fyrir fyrirhugðum bílastæðum og breytingin ekki talin hafa áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
 30. Borg í Grímsnesi; Miðsvæði og útivistarsvæði; Deiliskipulag – 2003029
Lögð er fram umsókn er varðar skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir miðsvæði og útvistarsvæði að Borg í Grímsnesi. Umsóknaraðili er sveitarféalgið Grímsnes- og Grafningshreppur. Í skipulaginu felst skilgreining tveggja reita innan þéttbýlismarka Borg í Grímsnesi. Annarsvegar 3 ha miðsvæði meðfram Biskupstungnabraut, og hinsvegar 18 ha útivistarsvæði norðar byggðarinnar
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki framlagða skipulagslýsingu til kynningar og að leitað verði umsagnar hjá viðeigandi umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lið 1.9 innan skipulagslýsingar.
31. Sogsvegur 6 L186004; Norðurkot;Staðfesting á afmörkun lóðar – 2004003
Lögð er fram umsókn Guðjóns P. Stefánssonar, dags. 3. mars 2020, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Sogsvegur 6 L186004 í landi Norðurkots. Lóðin er skráð 31.200 fm í Þjóðskrá og skv. hnitsettu lóðablaði er hún 31.250 fm. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
 

32.

Hrunamannahreppur:

Syðra-Sel (L166822); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílgeymslu – 2003033

Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Guðmundar Böðvarssonar, móttekin 24.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu 269,2 m2 á jörðinni Syðra-Sel (L166822) í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Hrunamannahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi með bílgeymslu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
33.  Efra-Langholt; Stækkun frístundasvæðisins F16; Aðalskipulagsbreyting – 1810011
Lögð fram að nýju í kjölfar auglýsingar tillaga að breytingu á gildandi aðslskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, vegna Efra-Langholts.
Tillagan tekur til spildu úr landi Efra-Langholts, austan Langholtsvegar, við frístundasvæðið F16. Aðkoma að svæðinu er frá Langholtsvegi nr. 341. Svæðið sem um ræðir í landi Efra-Langholts er 10 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Spilda þessi liggur að þegar skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingunni verður skilgreining á landnotkun svæðisins breytt í frístundasvæði. Þar með myndast samfella með frístundasvæðinu F16 úr landi Efra-Langholts. Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdir sem bárust og einnig hefur verið tekið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar.
Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar, dags. 25. okt. 2019 um drög að deiliskipulagi sem sýnir vegtengingu að nýju frístundasvæði, sem er í samræmi við tillögu að breyttu aðalskipulagi. Skipulagsnefnd telur því ekki þörf á að færa vegtengingu, líkt og Vegagerðin hafði mælt með í umsögn sinni þann 25. sept. 2019.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki breytinguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

34.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Kálfhóll 2 L166477; Kálfhóll 2B; Stofnun lóðar – 2003044

Lögð er fram umsókn Gests Þórðarsonar, dags. 21. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir að stofna 64.571 fm landeign, Kálfhóll 2B, úr landi Kálfhóls 2 L166477 sem verður 97,5 ha eftir skiptin skv. skráningu í Þjóðskrá. Íbúðarhús er innan nýju landeignarinnar. Aðkoman er um núverandi veg frá Kálfhólsvegi og er kvöð um aðkomu að Kálfhóli 2A um Kálfhól 2B.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né staðfangið Kálfhóll 2B skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að fram komi kvöð um aðkomu að jörðinni Kálfhóli 2 um Kálfhól 2A og lagfæringu lóðablaðs þar sem aðkoman er sýnd með skýrari hætti. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. Vigfús Þór Hróbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
35. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal Deiliskipulag – 1511004
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð dags. 25.3.2020 og uppdráttur dags, fyrir minjastað og ferðamannastaðinn Stöng og Gjáin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis Stangar og Gjárinnar í Þjórsárdal. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annarsvegar Stöng og nágrenni og hinsvegar Gjáin. Þá er á skýringaruppdrætti gerð grein fyrir stígum á milli svæðna tveggja. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið. Skipulagssvæðið er um 8 ha að stærð. Stöng hefur landnúmerið 178333 og er lóðin skráð 1 ha í
Þjóðskrá. Í Gjánni eru göngustígar og brýr en svæðið hefur látið talsvert á sjá vegna ágangs ferðamanna sem ekki fylgja stígum. Deiliskipulag fyrir Gjána gerir ráð fyrir stíg fyrir hreyfihamlaða frá Stöng að Gjánni. Gerð verður hringleið um Gjána með brúm yfir ár og læki og útsýnispöllum/áningarstöðum. Einnig tröppustíg
niður í Gjána að austanverðu. Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð. Aðkoma að Stöng er af Þjórsárdalsvegi (nr. 32) og um Stangarveg (nr. 327). Í dag er vegurinn ógreiðfær en gert er ráð fyrir að hann verði endurbættur og gerður greiðfær fyrir alla bíla. Aðkoma að Gjánni er um göngustíga frá Stöng, beggja vegna Rauðár. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði AF13 og AF14.
Gjáin og Stöng eru friðlýst skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, eins og nánar er greint frá í kafla 2.4. Svæðið er jafnframt undir hverfisvernd skv. aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Forsætisráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands,Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
36.  Árnes; Skólabraut 5 og Bugðugerði 5a; 5 íbúða raðhús og bílskúrsreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2004009
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Árnes á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Umsækjandi er sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum lóðanna Skólabrautar 5 og Bugðugerðis 5a. Byggingarreitur Skólabrautar 5 er stækkaður lítillega til austurs og vestur og er gert ráða fyrir 5 íbúða raðhúsi á lóðinni. Bætt er við 54 m2 byggingarreit fyrir bílskúr á lóð Bugðugerðis 5a, steyptur sökkull er til staðar innan reitisins nú þegar. Lóðarmörk og nýtingarhlutfall haldast óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 3. mgr. 41. gr. sömu laga.
37.  Skáldabúðir L166594; Hrútmúlavirkjun; Vindorka; Aðalskipulagsbreyting – 2004012
Lögð er fram umsókn frá Gunnbirni ehf. þar sem óskað er heimildar til að hefja vinnslu við gerð skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst skilgreining á hugsanlegum vindorku virkjanakosti í landi Skáldabúða undir heitinu Hrútmúlavirkjun.
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
38. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 116 – 2002004F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. mars 2020
39. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 117 – 2003001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. mars 2020
40. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 118 – 2003002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2020

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00