Skipulagsnefnd fundur nr. 190 – 22.janúar 2020

 

Skipulagsnefnd – 190. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 22. janúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Lækjartún Ásahreppur Tengivirki vegna jarðstrengs Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi Deiliskipulag – 1805013

Lögð eru fram í samræmi við 41.gr. skipulagslaga. nr.123/2010, eftir að auglýsingartíma lauk, breytt gögn, greinargerð og uppdráttur, vegna tillögu að deiliskipulagi Lækjartúns II í Ásahreppi. Tillagan var auglýst frá 11.9.2019-23.10.2019.
Tillagan tekur til um 1 ha landspildu í landi Lækjartúns II L215415 í Ásahreppi skammt austan Þjórsár. Í deiliskipulagstillögu er afmörkuð lóð, byggingarreitur og aðkomuvegur að fyrirhuguðu tengivirki.
Breytingin eftir auglýsingu felst í að aðkomuvegi/vegtengingu inn að tengivirki og spenni hefur verið færð um 230 m austar, til að bæta vegsýn og auka umferðaröryggi, skv. kröfu Vegagerðarinnar. Einnig hefur verið gerð leiðrétting á heiti jarðarinnar Lækjartún 2, sem er Lækjartún II.
Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki deiliskipulagstillöguna og fyrrgreinda breytingu þ.e. færslu á aðkomuvegi eftir að auglýsingartíma lauk, auk lagfæringar á heiti Lækjartúns II, og telur skipulagsnefnd um óverulega breytingu að ræða á tillögunni.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.  Miðmundarholt 1-6; Ásahreppur; Breytt notkun lóða vegna rekstrarleyfis; Aðalskipulagsbreyting – 1804005
Lögð er fram, að lokinni auglýsingu (samkvæmt 1. mgr. 31. gr.) í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Gerðar voru breytingar á gögnum áður en tillagan var auglýst, til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar dags. 30. október 2019. Tillagan var auglýst frá 27. nóvember 2019 til 10. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Breyting á gildandi aðalskipulagi fellst í að landnotkun svæðisins breytist úr íbúðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing vegna verkefnisins var kynnt með auglýsingu 27. mars 2019. Þá var breytingartillagan kynnt almenningi með auglýsingu 30. apríl 2019. Samhliða ofangreindri breytingu var auglýst samsvarandi deiliskipulagsbreyting fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og feli
skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt tilheyrandi gögnum til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
 

3.

Bláskógabyggð:

Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Lögbýli; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2001001

Lögð er fram fyrirspurn Halldórs Sigþórs Harðarsonar og Sveins Sigurjónssonar, dags. 27. desember 2019, hvort heimilað verði að breyta gildandi deiliskipulagi og þá einnig gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, vegna landareignanna Stekkatún 1 L222637, skráð stærð 4,3 ha, og Stekkatún 5 L224218, skráð stærð 6,6 ha, í Bláskógabyggð. Breytingin mun fela í sér að landnotkun Stekkatúns 1 og 5, breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Landsvæðin eru samhliða meðfram Laugarvatnsvegi og á milli þeirra er vegur inn á frístundasvæði fyrir lóðir 2, 3 og 4.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að fyrir liggi samþykki hagsmunaaðila á nærliggjandi lóðum og eigendum upprunalands.
4.  Brekkuskógur L189173; Nónhóll; Brekkuskógur lóð A L216001; Nónhóll 1; Brekkuskógur lóð B L216002; Nónhóll 2; Breytt heiti lóða – 2001023
Lögð fram umsókn Heklu H. Pálsdóttur, dags. 1. desember 2019, um breytingu á staðföngum þriggja lóða í landi Brekkuskógar. Óskað er eftir að Brekkuskógur L189173 fái heitið Nónhóll, að Brekkuskógur lóð A L216001 fái heitið Nónhóll 1 og að Brekkuskógur lóð B L216002 fái heitið Nónhóll 2. Í rökstuðningi kemur fram að örnefnið Nónhóll sé vestan við lóðirnar og að með þessari umsókn sé m.a. verið að reyna að koma í veg fyrir rugling á staðsetningu þessara lóða og sumarbústaðalóða sem eru í Brekkuskógi.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á staðföngum lóðanna skv. umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
5.  Brekka lóð L167216 (Miðbraut 7) og Miðbraut 8 L186097; Breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1912026
Lögð er fram umsókn Helga Kjartanssonar, dags. 10. desember 2019, fyrir hönd Brekkuheiði ehf. co. Helgu Maríu Jónsdóttur, um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Miðbrautar í landi Brekku í Bláskógabyggð. Breytingin felst í að lóðarstærð Miðbrautar 8 stækkar á kostnað Miðbrautar 7. Einnig færist göngustígur á milli lóðanna tilsvarandi og lega hans breytist.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Kjarnholt III spilda L212298; Kjarnholt 7; breytt heiti lóðar – 1912030
Lögð fram umsókn Bjarna G. Sigurðssonar, dags. 11. desember 2019, um breytingu á staðfangi landeignarinnar Kjarnholt III spilda L212298. Óskað er eftir að landið fái heitið Kjarnholt 7.
Skipulagsnefnd UTU vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til frekari úrvinnslu.
7. Einiholt 1 land 2 L222396; Ás; Breytt heiti lóðar – 1912041
Lögð fram umsókn Valdimars Kristjánssonar, dags. 17. desember 2019, um breytingu á staðfangi landeignarinnar Einiholt 1 land 2 L222396. Óskað er eftir að landið fái heitið Ás. Nafnið er fengið af örnefninu Moldás sem er innan landeignarinnar og íbúðarhúsið stendur upp á ás.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi landeignarinnar skv. umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
 

8.

Flóahreppur:

Stóra-Ármót L166274; Rannsóknarhola HT-31; Framkvæmdaleyfi – 2001002

Lögð er fram umsókn Sigurðar Þórs Haraldssonar, dags. 3. janúar 2020, fyrir hönd Selfossveitna um framkvæmdaleyfi fyrir borun rannsóknarholu HT-31. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir fyrr en eftir frekari rannsóknir. Rannsóknarhola mun verða á sama svæði og rannsóknarholur sem voru boraðar 2018 og 2019.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við gögn umsóknarinnar og mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að fela skipulagsfulltrúa UTU að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.
Skipulagsnefnd UTU beinir því til forsvarsmanna Selfossveitna að tímabært sé að hugað verði að heildar deiliskipulagi fyrir svæðið.
9. Skúfslækur L166383; Skúfslækur III og IV; stofnun lóða – 1912031
Lögð fram umsókn Huldu R. Rúriksdóttur og Lárusar Finnbogasonar, dags. 15. nóvember 2019, um stofnun tveggja landeigna út úr jörðinni Skúfslækur L166383. Óskað er eftir að stofna annars vegar 34,5 ha land, Skúfslækur III, og hins vegar 30,4 ha land, Skúfslækur IV, út úr jörðinni. Aðkoma að landeignunum er frá Hamarsvegi (308). Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsettri afmörkun.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignanna skv. umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
 

10.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Bjarkarbraut 34 (L169180); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1912037

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. janúar er lögð fram umsókn Sigurðar Sigurðssonar og Hjördísar U. Rósantsdóttur móttekin 16.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 30,8 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 34 (L169180) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 86 m2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps
geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Bjarkarbraut 34, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
11. Litli-Háls L170823; Breyting á byggingarmagni og mænishæð; Deiliskipulagsbreyting – 2001033
Lögð er fram umsókn Hannesar Ingólfssonar, dags. 16. janúar 2020, hvort heimiluð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Litla-Háls, L170823, í Grafningi. Skipulagssvæðið stækkar úr 16 ha í 17 ha eða um 1 ha, byggingarreitur merktur 4 færist austar og stækkar einnig til suðurs, úr 1.350 fm í 3.200 fm. Skilmálar fyrir reitinn breytast og þar er gert ráð fyrir útihúsi (skemmu) sem má vera allt að 750 fm í stað 150 fm fjárhúss í gildandi deiliskipulagi. Mænishæð útihúss skal ekki vera meiri en 8 m frá botnplötu og þakhalli má vera á bilinu 0 – 45 gráður. Drög að breyttu skipulagi fylgja umsókninni. Umsóknin er lögð fram í stað áður innlagðrar fyrirspurnar dags. 10. janúar 2020.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki eru neinir nálægir hagsmunaaðilar.
12. Rimamói 7 (L169866); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001009
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. janúar er lögð fram umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Kolbrúnar Jónsdóttur móttekin 03.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti 85,4 m2 í stað sumarhúss sem var fyrir á sumarbústaðalandinu Rimamói 7 (L169866) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps
geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir nýju sumarhúsi að Rimamóa 7, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
 

13.

Hrunamannahreppur:

Reykjaból lóð 15 (L167013); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2001021

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. janúar er lögð fram umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Guðrúnar Björnsdóttur, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 29,6 m2 og byggja geymslu 12,8 m2 á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 15 (L167013) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 84,4 m2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Raykjabóli 15.
14.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 113 – 2001002F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 113. dags. 15.1.2020.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30