Skipulagsnefnd fundur nr. 189 – 8.janúar 2020

Skipulagsnefnd – 189. fundur skipulagsnefndar haldinn að Laugarvatni, 8. janúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason boðað forföll, Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Bláskógabyggð:

Leynir lóð L167906: Geymsla: Fyrirspurn – 1801009

Haraldur Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn ásamt uppdrætti til skipulagsnefndar UTU, um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 40m2 geymslu á lóðinni Leynir lóð L167906. Núverandi geymsla á lóðinni verur rifin og fjarlægð.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið.
2. Flóahreppur:

Ósbakki L165463; Breyting úr frístundasvæði F36 í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 1905037

Lögð er fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Fram komu nokkrar ábendingar frá umsagnaraðilum og hefur verið brugðist við þeim í uppfærðri tillögu. Fyrirhuguð breyting tekur til 2 ha. lands Ósbakka (L165463) sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundabyggð (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið með deiliskipulag fyrir svæðið. Umsagnir hafa borist frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrátt að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
3. Grímsnes- og Grafningshreppur:

Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909057

Í framhaldi af grenndarkynningu 2. desember 2019 með athugasemdafresti til 6. janúar 2020 er lögð fram umsókn Stefáns D. Ingólfssonar dags. 19. september 2019 móttekin 20. september 2019 fyrir hönd Páls Enos um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps afturkalli fyrri bókun frá 20.11.2019, og mælist til að byggingarmagn/nýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0.05 á lóðinni.
4. Snæfoksstaðir frístundabyggð; Breyting deiliskipulags svæði D – 1906060
Lögð er fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða, sem nær yfir svæði frístundabyggðar, merkt F20c í greinargerð aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. Svæðið sem breytingin nær yfir er um 70 ha að stærð og er merkt sem svæði D í deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að fjölga frístundalóðum úr 47 lóðum í 53 lóðir. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og 4 óbyggðar. Enn fremur er innan svæðisins gert ráð fyrir einni landbúnaðarlóð (Nautavakavegi nr. 2) sem tengist starfsemi skógræktarinnar á Snæfoksstöðum. Lóðirnar eru frá 6.980 m2 til 17.678 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
5. Hvítárbraut 31C L197193; Skilmálabreyting; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting – 1912048
Lögð er fram umsókn Sigríðar Ólafsdóttur, dags. 19. desember 2019, umsókn um skilmálabreytingu Hvítárbrautar 31C, L197193, fyrir hönd Magnúsar D. Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur. Breytingin fellst í að leyfilegur halli á þaki verði frá 0-45 gráðum, flatt þak, í stað 14-45 gráður. Skipulagshönnuður upprunaskipulags hefur skilað inn áliti og gerir ekki athugasemd við breytinguna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til umsókn um breytingu nái til gildandi heildarskipulags svæðisins. Málinu frestað þar til fyrir liggur samþykki lóðarhafa á svæðinu.
6. Hrunamannahreppur:

Reykjaból lóð 20 (L167018); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – stækkun og geymsla – 1911020

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. desember er lögð fram umsókn Gunnars Arnar Harðarsonar dags. 07.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað og gera breytingar á innra fyrirkomulagi ásamt byggingu skúrs á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 20 (L167018) í Hrunamannahreppi. Málinu vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Kerlingafjöll Hrunamannaafrétti; Hesthús í hálendismiðstöð; Deiliskipulagsbreyting – 1907005
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa UTU um að lýsing að deiliskipulagsbreytingu sem legið hefur fyrir vegna lóðar í kringum Hesthús í Kerlingafjöllum verði dregin til baka og málið fái skilgreiningu sem „Stofnun lóðar“ á svæðinu, til samræmis við umræður sem forsvarsmenn Hrunamannahrepps og skipulagsfulltrúi áttu með lögfræðingi Forsætisráðuneytis 26. nóvember 2019.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki að ofangreind deiliskipulagsbreyting verði felld niður og málið fái skilgreiningu sem „stofnun nýrrar lóðar“
8. Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Skeiðháholt, Borgarkot, Kílhraun, Kálfhóll; Endurnýjun hitaveitulagna; Áfangi 2 og 3; Framkvæmdaleyfi – 1912043

Lögð er fram umsókn Bjarna H. Ásbjörnssonar dags. 12. desember 2019, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagna, áfanga 2 og 3, fyrir hönd Hitaveitu Suður Skeiða. Gert er ráð fyrir uþb. 1.600m nýrri stofnlögn, tengd við núverandi lögn í landi Blesastaða í átt að Borgarkoti og Hraunbrún. Þá er gert ráð fyrir heimtaugum frá stofnlögn að Borgarkoti, 580m, Hraunbrún, 670m og Kálfholti, 960m.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki framkvæmdina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 og fyrirliggjandi gögn umsækjanda. Forsenda fyrir leyfisveitingunni er að samkomulag hafi verið gert við alla þá landeigendur sem hugsanlega hafa aðkomu eða hagsmuni vegna lagnaleiða hitaveitulagna.
9. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 – breyting á notkun – 1910041
Í framhaldi af grenndarkynningu dags. 18. nóvember 2019 með athugasemdafrest til 18. desember 2019. Fyrir liggur umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15. október 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottarhús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU telur rétt að vísa málinu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til nánari umræðu.
10. Holtabraut 1-3; Endurskoðun bílastæðalausnar; Deiliskipulagsbreyting – 1904011
Tekin til umræðu ný tillaga hönnuða Landform f.h. Landstólpa ehf, vegna útfærslu á aðkomu og fyrirkomulagi bílastæða við Holtabraut 1-3 í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillagan er lögð fram sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi Brautarholts á Skeiðum.
Skilmálar áður gildandi skipulags haldast að öðru leyti óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga.
11. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 112 – 1912003F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19-112. dags 18.12.2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00