Skipulagsnefnd fundur nr. 186 – 13. nóvember 2019

Skipulagsnefnd – 186. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 13. nóvember 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason, Formaður, Helgi Kjartansson, Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir, Varaformaður, Guðmundur J. Gíslason, Aðalmaður, Björn Kristinn Pálmarsson, Varamaður, Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson, Byggingarfulltrúi .

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

                         Ásahreppur:

1.   Hellatún lóð C L201666; Sandás; Breytt heiti lóðar – 1911005
Hugrún Fjóla Hannesdóttir leggur fram umsókn um breytingu á heiti lóðar. Lóðin er skráð í Þjóðskrá sem Hellatún lóð C L201666.
Óskað er eftir að lóðin fái heitið Sandás, og er vísað til þess, að á svæðinu er kennileitið Sandhóll og sandsteinn er þekktur á svæðinu.
Þá er Laufás heiti á lóð við hlið umræddrar lóðar.
Skipulagnefnd UTU bendir á að samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi „Hellatúns 1 Landnr. 165286, íbúðar- og landbúnaðarlóðir“ hefur lóðin Hellatún lóð C L201666 heitið Laufásvegur 3. Skipulagnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps synji beiðni um nafnið Sandás, þar sem það er í ósamræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Bláskógabyggð:
2.   Skeiða- og Hrunamannavegur nr. 30-08; Endurbætur, breytingar og efnistaka úr námum; Framkvæmdaleyfi – 1910107
Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 29. október 2019, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta og breytinga á Skeiða- og Hrunamannavegi ásamt efnistöku úr tveimur námum. Umsókninni fylgir greinargerð Vegagerðarinnar sem inniheldur nánari skýringar á framkvæmdinni ásamt teikningum. Fram kemur að til verksins þurfi allt að 60.000 m3 og reiknað er með efnistöku úr tveimur námum E71 og E72 í landi Gýgjarhólskots.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
3.   Suðurbraut 13 (170354); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1911008
Fyrir liggur umsókn Guðmundar K. Kjartanssonar og Sigurlaugar Jóhannsdóttur móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,4 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 13 (L170354) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir nýju gestahúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
4.   Iða 2 lóðir 1,2,3,4,6,7; Gunnubrekka 1-12; Breyting á afmörkun, stærð og staðföngum lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910072
Lögð er fram umsókn Ólínu Valgerðar Hansdóttur, dags. 18. október 2019, um breytingu á deiliskipulagi hluta frístundahverfis í landi Iðu II í Bláskógabyggð, ásamt hnitsettum grunni skv. mælingum EFLU og hnitsetningu eftir loftmynd Loftmynda ehf. Þá er einnig óskað eftir að gata innan svæðisins fái nafnið Gunnubrekka.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýtt götuheit „Gunnubrekka“. Þá verði breytingatillagan kynnt sérstaklega öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.
5.   Efri-Reykir L167080; Varmaorkuver; Deiliskipulag – 1911009
Lögð er fram umsókn Ragnars Sæs Ragnarssonar, dags. 5. nóvember 2019, fyrir hönd Reykjaorku ehf. um deiliskipulag stakrar framkvæmdar á jörðinni Efri – Reykjum. Umsókninni fylgir lýsing á fyrirhugðu deiliskipulagi til kynningar. Einnig fylgir umsókninni skýringablað á staðsetningu. Um er að ræða nýtt varmaorkuver til rafmagnsframleiðslu í tengslum við núverandi borholu á jörðinni þar sem áætluð framleiðsla er um 1200 kW. Í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, undir kaflanum 2.4.8. „Stakar framkvæmdir“ er þess sérstaklega getið að: „hitaveita í byggð og á hálendi er heimilt að virkja heitt vatn (borholur), allt að 2.500 kW.“
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 05.11.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
6.   Hrísbraut 2 L218845; Breytt byggingarmagn lóða 4 og 5; Fyrirspurn – 1910011
Lögð er fram fyrirspurn Ragnheiðar Sveinsdóttur, dags. 26. september 2019, um hvort heimilað verði að sameina skilgreint byggingarmagn tveggja óbyggðra byggingareita nr. 4, Hrísteigur, og nr. 5, Hríslundur, á byggingareit nr. 5, Hríslund. Á hvorum byggingareitnum er skilgreint leyfilegt byggingarmagn 80 fermetrar. Á byggingareit nr. 6, Ráðagerði, er 51,8 m2 bústaður byggður 1985. Óskað er eftir að byggingareitur nr. 5 verði stækkaður og heimilað verði að byggja 144 m2 sumarhúss og allt að 40 m2 aukahús sem ætlað er sem gestahús. Byggingamagn á byggingareit nr. 4 fellur út. Lóðir, alls 5 stk. og eru um 6,1 ha., er syðsti hluti af alls 21 ha. frístundasvæði Drumboddsstaða merkt F86 á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið og mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar falist eftir að unnin verði breytingartillaga að deiliskipulagi lóðarinnar.
7.   Apavatn 2 L167621; Presthólar; Malarnámur; Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Lögð er fram, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, breytt landnotkun. í tillögunni fellst að færð verði inn í aðalskipulag Bláskógabyggðar 4.91 ha merking í landi Apavatns 2, fyrir malarnámu sem væri allt að 50.000 m3 að stærð. Náman fær heitið E129. Tillagan var auglýst frá 26. júní til 7. ágúst 2019 með athugasemdafresti til og með 7. ágúst 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, dagsetta 15.11.2018 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.   Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til skálasvæðis í Geldingafelli á Kili vestan við Bláfell. Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul.Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns. Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul. Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.
Tillagan var auglýst 24. júlí, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneyti, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands og Vegagerðinni.  Athugasemdir bárust frá Landvernd dags. 4.9.2019.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
9.   Efri-Apavatn 1B L226188; Efra-Apavatn Rollholt; Stofnun lóðar – 1910079
Lögð fram umsókn Guðmundar H. Baldurssonar f.h. eigenda, dags. 27.10.19, um stofnun 23,7 ha spildu úr landi Efra-Apavatns 1B L226188. Aðkoma að landinu er frá Efra-Apavatni 1G vegsvæði. Óskað er eftir að nýja landeignin fái heitið Efra-Apavatn Rollholt og vísar nafngiftin í hól sem er á svæðinu sem kallast Rollholt.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
10.   Skálabrekka lóð L170784; Skálabrekka land L201769; Stækkun lóðar – 1808051
Lögð fram að nýju umsókn Tófarfjalls ehf, dags. 24. ágúst 2018, um stækkun lóðarinnar Skálabrekka lóð L170784 úr 5.000 fm í 9.107 fm. Stækkunin kemur úr landinu Skálabrekka land L201769. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á afmörkun lóðarinnar. Skipulagsnefnd UTU frestaði málinu á 181. fundi og óskaði eftir ítarlegri gögnum sem nú liggja fyrir.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun og afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
Flóahreppur:
11.   Langholt 2 lóð L166321; Gestahús; Fyrirspurn – 1911010
Hjördís Þorgeirsdóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir og Stefanía Þorgeirsdóttir leggja fram fyrirspurn til Skipulagsnefndar UTU, þar sem óskað er eftir svari við því hvort leyfi fáist til að byggja 32,61m2 gestahús á sumarhúsalóða þeirra L166321 í land Langsholts2 í Flóahreppi. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu, en fyrir er á lóðinni 48,8m2 sumarhús. Fyrir liggur samþykki Auðar Ingólfsdóttur, sem einnig er skráður eigandi núverandi sumarhúss.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu. Umsækjandi skal skila in fullunnum gögnum samhliða umsókn um byggingarleyfi.
12.   Ásgarður L211849, Fækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 1911014
Guðjón Helgi Ólafson leggur fram umsókn og tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi í Ásgarði L211849, í Flóahreppi.
Breytingin fellst í að þremur byggingarreitum í núgildandi deiliskipulagi er breytt í einn byggingarreit. Að öðru leyti halda sér gildandi skilmálar núverandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
13.   Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909057
Fyrir liggur umsókn Stefáns D. Ingólfssonar dags. 19.09.2019 móttekin 20.09.2019 fyrir hönd Páls Enos um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl. 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl. 02, 31,1 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir 122m2 sumarhúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
14.   Mýrarkot; Sumarbústaðarhverfi; Breyting á skilmálum; Deiliskipulagsbreyting – 1911006
Lögð er fram umsókn Erlends Salómonssonar, dags. 3. nóvember 2019, fyrir hönd Félags lóða- og sumarhúsaeigenda við Héðinslæk í landi Mýrarkots, um breytingu á skipulagsskilmálum er varða byggingarefni og byggingarlag. Tillaga að skilmálabreytingu varðar stærð, fjölda og staðsetningu húsa á lóð, nýtingarhlutfall og hæðir húsa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
15.   Neðra-Apavatn lóð (L169296); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902037
Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7 m2 á sumarhúsalóðinni Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi.
Við grenndarkynningu umsóknar, bæði upphaflegrar umsóknar sem og kynningar á breyttum aðaluppdráttum, bárust athugasemdir frá Margréti Kristínu Sigurðardóttur, eiganda lands nr. 7 (landeignanúmer 169321), þar sem mótmælt var legu vegar að lóð umsækjenda. Ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform, eingöngu legu vegarins. Í gögnum málsins liggur fyrir undirrituð yfirlýsing, dags. 24. og 26. nóvember 2019, frá eigendum lands nr. 7 og lands nr. 8 (landeignanúmer 169296), þar sem þeir lýsa sig samþykka því vegarstæði sem merkt hefur verið á mörkum landareigna þeirra og liggur að landareign umsækjenda. Þá liggur líka fyrir undirrituð yfirlýsing eiganda lands nr. 7, dags. 22. maí 2019, þar sem samþykkt er merking vegar samkvæmt afstöðuuppdrætti og er yfirlýsingin rituð á afstöðuuppdráttinn sjálfan sem sýnir vegarstæðið og legu þess að lóð umsækjenda. Athugasemdir eiganda lands nr. 7 lúta fyrst og fremst að því að vegurinn, sem sýndur er á afstöðuuppdrætti og hún áður áritað um samþykki, sé ekki á réttum stað og hún hafi verið blekkt til að skrifa undir uppdráttinn. Samkvæmt því liggur fyrir að ekki er talinn vera ágreiningur um að umsækjendur eiga umferðarrétt að landareign sinni. Því samþykkir skipulagsnefnd umsókn umsækjenda. Það er ekki hlutverk nefndarinnar að taka afstöðu til ásakana um að beitt hafi verið blekkingum við að afla samþykkis vegna lagningar umrædds vegar. Úr slíkum ágreiningi verður einvörðungu leyst fyrir dómstólum.
16.   Klausturhólar sumarhúsalóðir; Breyting á mænishæð; Deiliskipulagsbreyting – 1909071
Lögð er fram umsókn Jóns G Magnússonar, dags. 19. september 2019, fyrir hönd Fagraþings um tillögu að breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags sumarhúsalóða í landi Klausturhóla. Umsókninni fylgir breytingartillaga unnin af Pétri H. Jónssyni þar sem breyting er gerð á mænishæð húsa úr 5m í 6m frá jörðu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Hrunamannahreppur:
17.   Efra-Langholt; Stækkun frístundasvæðisins F16; Aðalskipulagsbreyting – 1810011
Lögð var fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags. 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan tekur til spildu úr landi Efra-Langholts, austan Langholtsvegar, við frístundasvæðið F16.Aðkoma að svæðinu er frá Langholtsvegi nr. 341. Svæðið sem um ræðir í landi Efra-Langholts er 10 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Spilda þessi liggur að þegar skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingunni verður skilgreining á landnotkun svæðisins breytt í frístundasvæði. Þar með myndast samfella með frístundasvæðinu F16 úr landi Efra-Langholts. Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdir sem bárust og einnig hefur verið tekið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki greinargerð dagsetta 15.2.2019 og uppdrátt dagsettan 15.2.2019 sem skýra breytingu á gildandi aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt tilheyrandi gögnum til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
18.   Hraunvellir L203194; Aukið byggingarmagn og frístundasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 1911012
Trix ehf leggur fram umsókn og tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi að Hraunvöllum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð er fellt niður í samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem er enn í vinnslu. Svæði til landbúnaðarnota stækkar með því í 28.3 ha. Núverandi byggingareitur 1.6 ha fyrir verslun- og þjónustu verður óbreyttur. Breyting er einnig gerð á ákvæði skipulagsskimála nr. 2.3 um húsagerðir og húsastærðir og ákvæði 2.11 um verslunar og þjónustusvæði fellt þar inn. Ákvæði um frístundabyggð gilda ekki eftir breytingu. Byggingarmagn á reit bæjartorfunnar er aukið úr 1300 m² í 1520 m².
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagfulltrúa falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu. Ekki er talin ástæða til grenndarkynningar.
19.   Ásólfsstaðir 2 L166539; Ásólfsstaðir 2 lóð 1 L218810; Deiliskipulagsbreyting – 1909032
Lögð er fram umsókn Ómars Ívarssonar, dags. 10. september 2019, fyrir hönd Skallakots ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að gildandi deiliskipulagi fyrir Ásólfsstaði II verði breytt á þann hátt að áður skipulögð lóð nr. 1 er færð innan skipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til varðveislu. Ekki er talið þörf á grenndarkynningu þar sem fyrir liggur samþykki stjórnar Skallakots ehf (félags sumarhúsaeigenda á svæðinu)og hefur tillagan verið kynnt hlutaðeigandi á svæðinu.
20.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 108. (frá 6. nóvember 2019) – 1910001F

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00