Skipulagsnefnd fundur nr. 185 – 30.október 2019

185. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Laugarvatni, 30. október 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

ÁSAHREPPUR
1. Steinás L176490; Byggingarreitir skilgreindir; Deiliskipulag – 1905018
Nanna Maja Norðdahl leggur fram umsókn og tillögu að deiliskipulagi dags. 27. september 2019, fyrir jörðina Steinás í Ásahreppi. Um er ræða 4,2 ha spildu með tveimur byggingareitum. Á reit R1 verður heimilt að byggja íbúðarhús, skemmu, gróðurhús og gestahús, samtals allt að 700m2. Á reit R2 verður heimilt að byggja 4 gestahús allt að 45m2 að stærð hvert um sig. Aðkoma að svæðinu er um Ásveg (nr. 275)
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
2. Jarðstrengslögn í Ásahreppi, Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi Aðalskipulagsbreyting – 1805012
Lögð er fram, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Selfosslína 2, Lækjartúnslína 2 og tengivirki í landi Lækjartúns 2. Breytingin felur í sér að sett er inn allt að 3 ha iðnaðarsvæði fyrir tengivirki í landi Lækjartúns ásamt tengingu við Suðurlandsveg. Einnig er Selfosslína 2 felld út og gert ráð fyrir jarðstreng í hennar stað. Lagnaleið innan Ásahrepps er um 10 km löng.
Tillagan var auglýst frá 11. september til 23. október 2019 með athugasemdafresti til og með 23. október 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 29. mars 2019 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
BLÁSKÓGABYGGÐ
3. Sporðholt 4 (L202231); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909075
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 03. október 2019 er lögð fram umsókn Kristjáns Ketilssonar fyrir hönd Enginn ehf. dags. 25. september 2019 móttekin 27. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á sumarhúsalóðinni Sporðholt 4 (L202231) í Bláskógabyggð. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Óskað er eftir uppfærðri afstöðumynd með málsettum fjarlægðum gagnvart Einholtslæk.
4. Miðholt 24 og 37; Breyting úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1908020
Lögð fram í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykholti. Breytingartillaga Eflu dags. 8. ágúst 2019, tekur til lóðanna Miðholts 24 og 37, og er gert ráð fyrir að í stað byggingu einbýlishúsa (E3)á lóðunum, verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús (R) á hvorri lóð. Breytingin tekur til kafla 4.1.1 og kafla 4.1.2. Aðrir skilmálar halda sér í gildandi skipulagi sem öðlaðist gildi 24. maí 2019. Tillagan var grenndarkynnt 2. september 2019 og var gefinn frestur til athugasemda til 2. október 2019. Athugasemdir bárust frá aðilum í Kistuholti 14a,14b, 16a og 16b. Snéru þær að tveimur atriðum, annarsvegar skort á aðgengi fyrir smátæki að miðíbúðum vegna viðhalds og hinsvegar er bent á að huga skuli að algildri hönnun fyrir byggingarnar.
Gerð hefur verið lagfæring á gögnum þar sem tekið er tillit til athugasemda vegna aðgengis á mið-íbúðir svo sem vegna viðhalds. Þá verði skoðað á síðari stigum máls hvort unnt verði að uppfylla ákvæði um algilda hönnun fyrir ofangreindar íbúðir.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulags þéttbýlis í Reykholti vegna Miðholts 24 og 37 þar sem lóðum er breytt úr einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir þriggjaíbúða raðhús á hvorri lóð. Skipulagsfulltrúa er falið að svara aðilum sem gerðu athugsemdir og senda skipulagstillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda.
5. Mosaskyggnir 18 – 22; Breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910067
Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Upprunalegt deiliskipulag öðlaðist gildi 1993 og var gerð breyting á þessum hluta 2006 „svæði vestan Skarðsvegar“ Breytingin tekur til vegstæðis í við lóðirnar Mosaskyggnir 18, 20 og 22. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mosaskyggnis 20 breytast vegna breyttrar legu vegar fram hjá lóðinni. Samhliða breyttri legu Mosaskyggnis 20 breytast mörk aðliggjandi lóða Mosaskyggnis 18 og Mosaskyggnis 22 auk þess sem mörk á milli Mosaskyggnis 18 og 20 breytast.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
6. Laugargerði, L167146 (Garðyrkjustöðin); Breytt nýting lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1708069
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Laugargerðis í Laugarási, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í breyttri landnotkun, að lóðin Laugargerði L167146 verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Á lóðinni verði heimilt að vera með garðyrkjustöð auk veitingareksturs og veitingasölu. Lóðin er í gildandi aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst 24.júlí 2019 með athugasemdafresti til
4.september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 5. júlí 2019 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Útsýnispallur við Hrafnagjá; Framkvæmdaleyfi – 1910043
Lögð er fram umsókn Ómars Ívarssonar, dags. 16. október 2019, fyrir hönd Þingvallanefndar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu útsýnispalls og stíga að honum á austurbarmi Hrafnagjár við nýtt bílastæði. Fyrirhugaður pallur og stígar að honum er timburgólf sem flýtur yfir landinu. Stígarnir eru tiltölulega flatir og því hjólastólafærir út á útsýnispallinn. Pallurinn er byggður á timburburðargrind á undirstöðum sem ýmist boltast í klöpp eða í steypu í hólkum. Stígar að pallinum eru afmarkaðir með kaðlagirðingum og við pallinn verður byggður setkantur. Á pallbrún að gjánni er þétt stálhandrið úr svörtu flatstáli sem mun ryðga. Pallurinn tekur mið af öðrum pöllum sem smíðaðir hafa verið í Þingvallaþjóðgarði eins og á Haki, við Öxará og við Langastíg. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
8. Árgil L167054; Breyting úr verslun- og þjónustu í íbúðarhúsalóð; Aðalskipulagsbreyting – 1906003
Lögð er fram lýsing Eflu dags. 13. september 2019, fyrir Árgil L167054 í Bláskógabyggð, vegna breytinga á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin fellst í að hluti verslunar- og þjónustusvæðis VÞ18 sem er um 11 ha að stærð, verði minnkað um 2 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 13. september 2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
9. Kóngsvegur 5, L167566; Breyting á stærð lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 1910073
Lögð er fram umsókn Geirs Goða ehf., dags. 18. október 2019, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Kóngsvegur 5, L167566, í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Umsókninni fylgir tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem lóðin stækkar til suðurs og verður alls 4626,4 m2 að stærð eftir breytinguna. Afmörkun byggingareits breytist ekki né eru gerðar breytingar á byggingarskilmálum. Kvöð er á lóðinni um óskertan umferðarétt um Kóngsveg sem liggur um syðri hluta lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.
10. Launrétt 1, L167386, Laugarás Breytt notkun í verslunar- og þjónustulóð Aðalskipulagsbreyting – 1803055
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Launréttar L167386 Laugarási, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í breyttri landnotkun. Lóðinni Launrétt L167386 er breytt úr reit sem merktur er í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samfélagsreitur, í verslunar- og þjónustureit, þannig að heimilt verði að gera út rekstraleyfi í fl. II á lóðinni vegna sölu á gistingu. Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 5. júlí 2019 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Kárastaðir L170159; Spennistöð; Stofnun lóðar – 1910077
Lögð fram umsókn Marvins Ívarssonar f.h. Ríkiseigna, dags. 3. október 2019, um stofnun 56 fm lóðar fyrir spennistöð úr landi Kárastaða L170159. Gert er ráð fyrir að lóðin fái heitið Kárastaðir spennistöð.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun né heiti lóðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn.
12. Leynir Rimatjörn L207855; Landbúnaðarsvæði; Breytt notkun; Aðalskipulagsbreyting – 1803062
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Leynir Rimatjörn L207855, Bláskógabyggð. Aðalskipulagsbreytingin fellst í að svæði frístundabyggðar (F42) er minnkað um 9 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland. Þá falla út 12 frístundalóðir við breytingu deiliskipulagssvæðisins. Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 11. mars .2019 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. Gullfoss 1-2, L167192; Reitur M3; Neðra útsýnissvæði; Deiliskipulagsbreyting – 1910082
Eyrún Margrét Stefánsdóttir leggur fram f.h. Umhverfisstofnunar breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæði M3 (neðra útsýnissvæði)við Gullfoss, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að ítarlegri grein er gerð fyrir bílastæðum, svæðisins, þar með talið rafhleðslustöðvum. Settur verður út byggingarreitur fyrir sand og verkfærageymslu við aðkomuplan. Þá verða gerð breytingar á göngustígum á efrasvæði M3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
14. Vatnsleysa land B L188581; Breytt notkun lands innan frístundasvæðis F67; Aðalskipulagsbreyting – 1901019
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Vatnsleysa land B, L188581, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að lóðin Vatnsleysa land B, sem nú er skilgreind sem frístundalóð, verður breytt í landbúnaðarland og fyrirhugað er að stofna lögbýli. Lóðin er innan frístundasvæðis F67. Lóðin er rétt rúmir tveir hektarar að stærð en áætlað er að hún verði sameinuð aðliggjandi fjögurra hektara landbúnaðarspildu. Tillagan var auglýst 11. september 2019 með athugasemdafresti til 23. október 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 11. mars 2019 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu máls.
FLÓAHREPPUR
15. Arnarstaðakot (L166219); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1909061
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 03. október 2019 er lögð fram umsókn Gunnars Karls Ársælssonar dags. 23. september 2019 móttekin 24. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 149,9 m2 á jörðinni Arnarstaðarkot (L166219) í Flóahreppi. Fyrir liggur samþykki Ríkisjóðs Íslands (ríkiseignir).  Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU telur að forsenda fyrir byggingu íbúðarhúss í Arnarstaðakoti sé að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
16. Bitra þjónustumiðstöð, L223928; Hótelstarfsemi; Aukið byggingarmagn; Aðalskipulagsbreyting – 1811047
Lögð er fram, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að byggingarmagn á lóðinni fyrir verslunar- og þjónustureit Bitru (VÞ8) verði aukið úr 5.000 m2 í 8.500 m2 og gististarfsemi verði heimiluð á lóðinni. Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsstofnun gerði í bréfi dags. 12.7.2019 nokkrar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim verið svarað í lagfærðri tillögu sem var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. Skógsnes L165502; Skógsnes 2, 3 og 5; Stofnun lóða – 1909010
Lögð fram umsókn Tómasar Þóroddssonar, dags. 29. ágúst 2019, ásamt lóðablöðum sem sýna afmörkun og skiptingu jarðarinnar Skógsnes, L165502, sem er 297,2 ha skv. uppmælingu. Gert er ráð fyrir þremur nýjum landeignum út úr jörðinni; Skógsnes 2 (60 ha), Skógsnes 3 (39,5 ha) og Skógsnes 5 (18 ha). Skógsnes verður 179.7 ha eftir skiptin. Aðkoma að nýju landeignunum er um Hamarsveg nr. 308.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar né skiptingu hennar skv. fyrirliggjandi gögnum með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á landamerkjum jarðarinnar þar sem ekki liggja fyrir þegar samþykktar afmarkanir. Einnig er gerður fyrirvari um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingum að nýjum landeignum. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
18. Ölvisholt 207869; Kúlutjöld og þjónustusvæði; Ný þjónustuhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting – 1810036
Í framhaldi af frestun máls umsækjanda á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 1. október 2019 er nú lögð fram að nýju umsókn Höllu Kjartansdóttur, dags. 16. október 2019, um breytingu á gildandi deiliskipulagi spildu úr landi Ölvisholts, L207869, fyrir kúlutjöld og þjónustubyggingar. Umsækjandi hefur framsent leiðréttan uppdrátt. Óskað er eftir að fjölga kúlutjöldum úr 6 í 15, fjölgun byggingarreita fyrir þjónustuhús úr 2 í 5 og stofnun tveggja nýrra lóða innan spildunnar fyrir stærri þjónustubyggingar og bílastæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
19. Kelduland (L228225); umsókn um byggingarleyfi; tvö aðstöðuhús – 1909056
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 03. október 2019 er lögð fram umsókn Sigríðar Jónsdóttur dags. 19. september 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja tvö aðstöðuhús, 11,3 m2 og 13,9 m2 á lóðinni Kelduland (L228225) í Flóahreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir tveimur aðstöðuhúsum með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Forsenda frekari uppbyggingar á svæðinu er að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
20. Miklaholtshellir 2 L223302, Stækkun alifuglabús; Endurskoðað deiliskipulag – 1901042
Stefán Már Símonarson f.h. Nesbúegg ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi, uppdrátt og greinargerð Eflu dags. 24. apríl 2019 vegna stækkunar á alifuglabúi að Miklaholtshelli 2, L223302. Með fyrirhuguðu deiliskipulagi er áætlað að heimiluð verði bygging tveggja 1.500 m² húsa sem gætu hýst allt að 18.000 fugla. Heildarfjöldi alifugla á svæðinu yrði þá samtals 49.000 fuglar. Með stækkuninni er verið að efla og styðja við núverandi framleiðslu á lífrænum eggjum að Miklaholtshelli 2 á vegum Nesbúeggja ehf.  Lýsing tillögunnar hefur verið kynnt og liggja fyrir umsagnir frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun. Tillagan var kynnt með auglýsingu 11. september skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.
21. Ölvisholt 4 L207867; Ölvisholt 4A; Stofnun lóðar – 1909053
Lögð fram að nýju umsókn, Jóns E. Gunnlaugssonar dags. 4. september 2019, ásamt uppfærðu lóðablaði um stofnun 2.850 fm lóðar utan um núverandi brugghús úr landi Ölvisholts 4 L207867. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Ölvisholt 4A. Aðkoma að lóðinni er um núverandi veg um Ölvisholt 4.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
22. Hrafnaklettar, L166387; Súluholt; Breyting landnotkunar úr frístundabyggð í íbúðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 1903053
Lögð er fram tillaga dags. 22. ágúst 2019, að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 til samþykktar og auglýsingar. Breyting á gilandi aðalskipulagi felur í sér að landspildan Hrafnaklettar, L166387, 2 ha að stærð, verður breytt úr frístundasvæði(F44) í landbúnaðarland. Fyrir eru 2 sumarhús á spildunni. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag, þar sem gert verður ráð fyrir að núverandi hús verði annars vegar gestahús og hins vegar íbúðarhús. Möguleiki er á stækkun beggja húsa. Einnig verður gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu norðar á lóðinni, í heildina allt að 500m2. Alls á spildunni verður því gert ráð fyrir heildar byggingarmagni allt að 700 m2 . Aðkoma að spildunni er um Önundarholtsveg (nr.311) nokkru austan við Súluholt. Lýsing vegna breytingar á gildandi aðalskipulagi var kynnt með auglýsingu 26. júní 2019. Þá var breytingartillagan kynnt almenningi með auglýsingu 11. september 2019. Samhliða ofangreindri breytingu er unnin samsvarandi deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna greinargerð og uppdrátt dags. 22. ágúst 2019, að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
23. Laugardælur, L166253; Stækkun íbúðasvæðis ÍB1; Aðalskipulagsbreyting – 1910078
Oddur Hermannsson f.h. Haralds Þórarinssonar og Ólafs Þórarinssonar í Laugardælum,Flóahreppi leggur fram umsókn um óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, ásamt uppdrætti og greinargerð. Breytingin fellst í að stækka reit ÍB1 um 0,5 ha sem verður eftir breytingu 8,5 ha að stærð, og að heimilt verði að byggja tvö íbúðarhús til viðbótar við þau 8 sem eru tilgreind í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki framlagða tillögu dags. 18. október 2019, að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er talin hafa lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa er falið senda Skipulagstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv.sömu grein laga.
24. Laugardælur L166253; Laugardælur 4 og 5; Tvær íbúðarlóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1910081
Oddur Hermannsson f.h. Haralds Þórarinssonar og Ólafs Þórarinssonar í Laugardælum,Flóahreppi leggur fram umsókn um skipulagsmál, og leggur einnig fram tillögu að deiliskipulagi greinargerð og uppdrátt dags. 18.október 2019, sem tekur til tveggja lóða fyrir íbúðarhús í landi Laugardæla í Flóahreppi. Þær munu fá heitið Laugardælur 4. stærð 1345m2, og Laugardælur 5. stærð 1997m2. Heimilt verður að byggja allt að 300m2 á hvorri lóð og á lóð 5 heimild til að byggja auk íbúðarhúss, véla- og útihús. Aðkoma að lóðunum er um Laugardælaveg nr. 3020.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, og Minjastofnun Íslands.
GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPUR
25. Ljósafossstöð L168926; Stækkun bílaplans og uppsetning rafhleðslustöðvar; Framkvæmdaleyfi – 1909070
Lögð er fram umsókn Jóhanns Snorra Bjarnasonar, dags. 20. september 2019, fyrir hönd Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á bílaplani og uppsetningu á rafhleðslustöð fyrir bifreiðar. Þá er samtímis gert ráð fyrir uppfærslu rotþróar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við gögn umsóknarinnar og mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki framkvæmdina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á rotþró skv. ákvæðum byggingarreglugerðar.
26. Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 1909068
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar dags. 13. september 2019 móttekin 25. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.
27. Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909057
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 03. október 2019 er lögð fram umsókn Stefáns D. Ingólfssonar dags. 19. september 2019 móttekin 20. september 2019 fyrir hönd Páls Enos um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd mælist til að hús verði fært fjær vatni.
28. Ásabraut 23 L193300 og 25 L204666; Sameining lóða – 1910075
Lögð fram umsókn Rögnvalds Einarssonar, dags. 21. október 2019, þar sem sótt er um að sameina lóðirnar Ásabraut 23, L193300, og Ásabraut 25, L204666, í eina lóð.
Til samræmis við fyrri afgreiðslur sambærilegra mála mælir skipulagsnefnd UTU ekki með að sveitarstjórnin samþykki að lóðirnar verði sameinaðar þar sem ekki er talið æskilegt að breyta fjölda frístundahúsalóða innan þegar samþykktra hverfa.
29. Nesjar L170916; Meyjarvík; Breytt stærð og heiti lóðar – 1910058
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 16. október 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170916. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Meyjarvík. Stærð lóðar breytist úr 85.000 fm í 68.600 fm skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda aðliggjandi landa á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktu hnitsettu lóðablaði fyrir Nesjar Stapavík. Jafnframt liggur fyrir rökstuðningur um heiti landsins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytingu á skráningu lóðar skv. fyrirliggjandi umsókn og einnig nafngiftina Meyjarvík. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
30. Hamrar 3 L224192; Stofnun þriggja lóða; Deiliskipulag – 1906056
Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps 3. júlí 2019 þar sem afgreiðslu stofnun þriggja lóða í landi Hamra 3, L224192, er frestað er nú lögð fram fyrirspurn Þorsteins Garðarssonar um hvort heimilað verði að staðsetja fyrirhugað sumarhús á einni af fyrirhugaðri lóð í 50 m fjarlægð frá Hvítá miðað við lágflæði árinnar. Umsækjandi leggur fram greinargerð þar sem m.a. er vitnað í Vatnalög. Þá tekur fyrirspurnin einnig til um hvort heimilað verði að leggja veg að fyrirhugðu húsi. Í aðalskipulagi er landið skilgreint landbúnaðarland.
Skipulagsnefnd UTU fellst ekki á sjónarmið í greinargerð fyrirspyrjanda um árbakka og mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafni beiðni um fjarlægð byggingareits frá árbakkanum skv. fyrirspurn. Fallist er á að miða árbakkann við „græna línu“ í greinargerð fyrirspyrjanda enda sýna eldri loftmyndir þá afstöðu árbakkans einnig.
31. Vaðlækjarvegur 8 L169070 (Miðengi L168261); Stækkun lóðar og tilfærsla slóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910063
Lögð er fram umsókn Jóns Ármanns Guðjónssonar, dags. 15. október 2019, um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Miðengi, vegna lóðarinnar Vaðlækjarvegur 8, L169070. Umsóknin felst í tilfærslu spildu sem á er götuslóði sem liggur á milli lóða 6 og 10 við Vaðlækjarveg upp að lóð 8. Spildan sem um ræðir er hluti af landareign Miðengis, L168261, en bætist við lóðina Vaðlækjarveg 8 sem stækkar úr núverandi skráningu 7.700 m2 í 8.352 m2. Með stækkuninni er tryggt aðgengi að lóðinni til framtíðar. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum breytingu frá gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
32. Nesjar; Nesjaskógur; Endurskoðun deiliskipulags – 1910074
Gunnar Jónasson leggur fram umsókn um endurskoðun á gildandi deiliskipulagi og skipulagslýsingu dags. 10.október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar F1, Nesjar-Nesjaskógur, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ástæða breytingar er að fá allar fyrri breytingar skipulags inn á sama uppdrátt ásamt skilmálum auk eftirfarandi áhersluþátta:
a) Deiliskipulagssvæðið stækkað úr 45 ha í 48 ha.
b) Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br.
Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur.
c) Lóðir hnita- og málsettar.
e) Flóttaleiðir skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs.
Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 10. október 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
33. Þóroddsstaðir L168295; Langirimi; Stækkun frístundasvæðis og samræming götu- og númerakerfis; Deiliskipulagsbreyting – 1910064
Lögð er fram umsókn Bjarna Bjarnasonar, dags. 17. október 2019, um breytingu á neðra svæði á gildandi deiliskipulagi sumarhúsahverfis í landi Þóroddsstaða, L168295. Þá er lögð fram skipulagslýsing dags. 15. október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar F44 í landi Þóroddsstaða. Deiliskipulagsbreytingin tekur til um 50 ha svæðis og mun meginmarkið með breytingunni vera að uppfæra fyrri breytingar til samræmis við nútíma kröfur. Þá verður horft til eftirfarandi þátta:
Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br. Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur. Lóðir hnita- og málsettar. Að lóðir í nýju deiliskipulagi hafi eitt samræmt götu og númerakerfi. Að svæðið fái heitið Langirimi. Flóttaleiðir skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs. Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 15. október 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
34. Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag – 1910010
Lögð er fram umsókn Böðvars Guðmundssonar, dags. 2. október 2019, fyrir hönd Skógræktarfélags Árnesinga um deiliskipulag Tjarnhóls í landi Snæfoksstaða, L168278, Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá er lögð fram skipulagslýsing dags. 1. október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu deiliskipulagi við Tjarnhól og Kerhól (Kerið). Í fyrirhuguðu deiliskipulagi sem tekur til um 35 ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 1. október 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
35. Úlfljótsvatn L170830; Slóðagerð og TTS flekjun; Framkvæmdaleyfi – 1905077
Lögð er fram umsókn Brynjólfs Jónssonar dags. 27. maí 2019 og tilkynning um mat á umhverfisáhrifum i fl. C, fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vinnuslóða og TTS flekjunar vegna gróðursetningar á Loftlagsskógi Kolviðar. Umsóknin flokkast sem framkvæmd í flokki C og er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og reglugerðar 660/2015, um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Svæðið sem um ræðir er um 110 ha að stærð, og er áætlað að gróðursetja um 250 þúsund plöntur af ýmsum tegundum, svo sem birki, sitkagreni og lerki, víði og reynivið og verður almennt miðað við 2500 plöntur á hvern hektara. Svæðið afmarkast að austan af Úlfljótsvatni, frá Hvammsvík að Borgarvík í suðri. Landið liggur að mörkum Villingavatns í vestri.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki þess eðlis að umfangi að hún skapi neikvæð umhverfisáhrif og telur að umhverfisáhrif verið góð fyrir svæðið í heild.  Það er því mat nefndarinnar að framkvæmdin sé ekki þess eðlis að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum.
36. Nesjar, L170917; Austurnes; Breytt stærð og heiti lóðar – 1910059
Lögð fram umsókn Ástu Einarsdóttur, dags. 16. október 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170917. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Austurnes. Stærð lóðar breytist úr 27.500 fm í 28.700 fm skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda aðliggjandi landa á hnitsettri afmörkun. Jafnframt liggur fyrir rökstuðningur um heiti landsins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytingu á skráningu lóðar skv. fyrirliggjandi umsókn og einnig nafngiftina Austurnes. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
37. Syðri – Brú lóð (L179186); umsókn um byggingarleyfi, vélageymsla – 1909028
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 03. október 2019 er lögð fram umsókn Jónínu Loftsdóttur dags. 29. ágúst 2019 móttekin 30. ágúst 2019 um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 75 m2 á sumarhúsalóðinni Syðri-Brú (L179186) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps synji umsókn um byggingu geymslu á Syðri-Brú L179186. Lóðin er skráð sem sumarhúsalóð og í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki getið um heimildir til annars á lóðum, sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag, neitt annað en sumarhús og gestahús allt að 40m2 að stærð.
38. Bjarkarlækur L224049; Íbúðarhús, gestahús og skemma; Lögbýli; Deiliskipulag – 1906057
Efla f.h. Halls Símonarsonar leggur fram deiliskipulagstillögu dags.15. ágúst 2019, greinagerð/skipulagsuppdrátt, á nýju deiliskipulagi fyrir spilduna Bjarkarlæk í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagssvæðið tekur til alls lands Bjarkalækjar sem er um 9,5 ha að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum undir íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk skemmu og hesthúss með aðkomu af Biskupstungnabraut um Bjarkarveg. Skipulagslýsing var kynnt 24. júlí 2019, og var tillagan einnig kynnt almenningi með auglýsingu þann 11. september 2019.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, og Minjastofnun Íslands.
SKEIÐA OG GNÚPVERJAHREPPUR
39. Laxárdalur 2 (L166575); umsókn um byggingarleyfi; svínahús – viðbygging mhl 31 – 1910018
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 16. október 2019 er lögð fram umsókn Harðar Harðarsonar og Maríu Guðnýju Guðnadóttur dags. 08. október 2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við mhl 24, svínahús mhl 31, 558,4 m2 á jörðinni Laxárdalur 2 (L166575) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir svínahúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
40. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 – breyting á notkun – 1910041
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 16. október 2019 er lögð fram umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15. október 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottahús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir breytingu á hlutverki véla/verkfærageymslu í 2 starfsmannaíbúðir ásamt þvottahúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða/lands.
41. Skeiðháholt 2 L166520; Skipting landsspildu; Lögheimili og bygging frístundahúss; Fyrirspurn – 1910062
Lögð er fram fyrirspurn Auðar Hörpu Ólafsdóttur, dags. 9. október 2019, um hvort heimilað verði að deila landsspildunni Grasbýlinu Tögl, 3,7 ha., í 2 ójafna hluta og á öðrum hluta spildunnar, 1,6 ha., fáist heimild til byggingar íbúðarhúss til fastrar búsetu. Á hinum hluta lóðarinnar, 2,1 ha., sem áfram verði frístundalóð fáist heimild til að byggja sumarbústað.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepp synji hugmyndum um uppskiptingu lóðarinnar enda samræmist hugmyndin ekki gildandi aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps né endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, sem er á lokametrum í skipulagsferli. Þar er svæðið skilgreint sem frístundabyggð.
42. Sultartangavirkjun L191624; Deiliskipulag – 1907031
Lögð er fram umsókn Axels Vals Bjarnasonar, dag. 3. júlí 2019, fyrir hönd Landsvirkjunar, vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Sultartangavirkjun.
Þá er og lögð fram skipulagslýsing dags. 25. september 2019, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir deiliskipulagi Sultartangavirkjunar L191624 og svæði tengd henni. Deiliskipulagið mun ná til þriggja sveitarfélaga, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra.
Deiliskipulagið tekur til Sultartangastöðvar og mannvirkja hennar. Stöðin var tekin í notkun árið 1999 og nýtir vatn Tungnaár og Þjórsár sem sameinast í Sultartangalóni, sem er miðlunarlón stöðvarinnar.
Sultartangalón var myndað með 6,1 km langri stíflu skammt ofan ármóta Þjórsár og Tungnaár. Mesta hæð stíflunnar er 22 m. Úr Sultartangalóni er vatni veitt um 3,4 km löng aðrennslisgöng í gegnum Sandafell, að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frá Sultartangastöð liggur um sjö km langur frárennslisskurður sem veitir vatninu aftur í farveg Þjórsár, skammt fyrir ofan Ísakot. Yfirfall Sultartangalóns er austast í stíflunni og fer í farveg Tungnaár. Núverandi virkjunarleyfi er fyrir virkjun með uppsettu afli 125 MW. Landsvirkjun vinnur að umsókn um breytingu á virkjunarleyfi til Orkustofnunar þannig að virkjunarleyfið verði fyrir uppsett afl allt að 133 MW. Umsóknin byggir á úrskurði Skipulagsstofnunar frá apríl 2019 um að aflaukning Sultartangastöðvar um allt að 8 MW væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tengivirki Landsnets er vestan stöðvarhússins. Þangað liggja nokkrar háspennulínur frá Hrauneyjafoss og Sigöldustöðvum. Frá tengivirkinu liggja háspennulínur í Búrfellsstöð og tengivirki við Brennimel.
Aðkoma að Sultartangastöð er af Þjórsárdalsvegi nr. 32 og um núverandi aðkomuveg af honum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 25. september 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Tillagan verður einnig send sveitarstjórn Rangárþings ytra til kynningar.
43. Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós – 1905059
Fyrir liggur umsókn Hagagnúps ehf. dags. 20. maí 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti 19. júní 2019, fyrirhuguð áform um byggingu fjóss 954,2 m2 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Tillagan var grenndarkynnt með útsendum gögnum 4. júlí og var athugasemdafestur gefinn til 4. ágúst 2019. Athugasemdir bárust. Helstu athugasemdir snúa að skerðingu útsýnis vegna staðsetningar bygginga, mikilli umferð og lyktarmengun, skortur á ítarlegri gögnum á afstöðumynd, hugsanlega auknum vindstrengjum, snjósöfnun og álits Skipulagsstofnunar með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tók málið fyrir að nýju 21. ágúst og frestaði afgreiðslu máls og óskaði eftir viðbrögðum umsækjanda. Viðbrögð umsækjanda liggja nú fyrir og óskar hann eftir að málið verði tekið til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu umsækjanda. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarland, og sé því ekki óeðlilegt að ábúendur vilji byggja upp starfsemi sína. Skipulagsnefnd telur umsækjanda hafa með ítarlegum hætti rökstutt mál sitt, þannig að veita beri byggingarleyfi fyrir umræddu fjósi. Byggingin muni verða færð til suðurs um 9 m og þar með komið til móts við athugasemdir sem bárust frá eigendum Melhaga.
44. Afgreiðslur byggingarfulltrúa:
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19-107. (3.10.2019)

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19-108. (16.10.2019)

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30