Skipulagsnefnd fundur nr. 184 – 25.september 2019

Skipulagsnefnd – 184. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 25. september 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

Bláskógabyggð:
1. Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Í framhaldi af frestun skipulagsnefndar á fundi 16. janúar 2019 á máli Eyvindartungu ehf, vegna frístundabyggðar neðan Laugarvatnsvegar, er lögð fram uppfærð skipulagslýsing EFLU Verkfræðistofu dagsett 4. september 2018. Meginbreyting frá eldri útgáfu er að skipulagslýsingin nær nú einnig ofan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt.
Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður eftirfarandi: frístundasvæðið F23 verður stækkað um 6 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði, um 15 ha. Einnig verður um 40 ha frístundasvæðisins F22 breytt í svæði fyrir skógrækt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu EFLU dagsetta 4. september 2018, sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
2. Fremstaver; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903015
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Fremstavers, fjallaskála sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 3 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu, salernishús og hesthús. Gistipláss er fyrir 30 manns. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns og bæta aðstöðu reiðhópa. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
3. Heiðarbær lóð L170211; Borun vegna jarðvarmadælu; Framkvæmdaleyfi – 1908071
Lögð er fram umsókn Ernis Brynjólfssonar, verkfræðistofunni Ferli, dags. 22. ágúst 2019, fyrir hönd Kára Guðjóns Hallgrímssonar, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar borunar á 140mm víðri og allt að 150m djúpri holu vegna jarðvarmadælu á leigulóð sinni á jörðinni Heiðarbæ L170211 við Þingvallavatn. Umsækjandi hefur auk tækniblaða, skýringamynda og afstöðumyndar framsent skilyrta heimild til borunar frá landeiganda.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki framkvæmdina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi reglugerð nr. 772/2012 og fyrirliggjandi gögn umsækjanda.
4. Skálpanes; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903013
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Skálpaness, fjallaskála sem er við Langjökul, vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha. Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
5. Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Skálpaness, fjallaskála sem er við Langjökul, vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha. Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
6. Þingvellir; Bratti í Botnsúlum lnr 170796; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1804020
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Bratta í Súlnadal í Botnssúlum. Á staðnum var lítill skáli sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð fyrir allt að 30 manns í gistingu. Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn Forsætisráðuneytis.
7. Reykjavegur; Syðri-Reykir 2; Ný aðkoma að lóðum; Aðalskipulagsbreyting – 1909033
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar, leggur fram umsókn. dags. 11. september 2019, um breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin felur í sér að færð er inn ný aðkoma af Reykjavegi að lóðum/landi Syðri-Reykja 2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki framlagða tillögu Eflu dags. 20. ágúst 2019 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa er falið senda Skipulagsstofnun tillöguna til meðferðar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Svartárbotnar;(Gíslaskáli) Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903011
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili í Bláskógabyggð. Á staðnum er rekin þjónusta við ferðamenn þar er einnig gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum. Í Gíslaskála er gistipláss fyrir 45-50 manns. Til stendur að stækka skálann fyrir allt að 70 manns í gistingu.Einnig stendur til að bæta aðstöðu fyrir hesta. Aðkoma er af Kjalvegi. Á svæðinu er núverandi 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og 20 m2 starfsmannahús. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
9. Skálabrekka; Skálbrekkugata 1, 1B, 1C, 3 og 7, Heiðarás; Deiliskipulagsbreyting – 1908022
Lögð er fram umsókn Þórðar Sigurjónssonar, dags. 6. ágúst 2019, um breytingu á deiliskipulagi Skálabrekkugötu 3, L172580, í Bláskógabyggð. Tillagan nær til lóða við Skálabrekkugötu 1 L203318, 1a L203320, 1b L216815, 1c L219435, 3 L172580 og 7, sem ekki hefur enn verið stofnuð, þar sem um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum eftir innmælingu svæðisins og breyttrar legu lóða 3 og 7.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Árbúða fjallaskála ofl. sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili, og er aðkoma af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gisti- og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags. 25. september 2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“. Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.
11. Aphóll 10 L167657; Stækkun frístundahúss; Fyrirspurn – 1909050
Lögð er fram fyrirspurn Sigrúnar B. Ásmundsdóttur, dags. 16. september 2019, um hvort heimilað verði stækkun á eldra sumarhúsi á lóðinni Aphóll 10, L167657, í Bláskógabyggð. Á lóðinni sem er 2.500 m2 er fyrir sumarhús 44,4 m2 og 7,7 m2 geymsla. Óskað er eftir 50 m2 stækkun sumarhússins. Heildarnýtingarhlutfall myndi með stækkunaráformum verða 0,041. Vegna legu núverandi húss í landinu er óskað eftir sérstakri staðsetningu viðbyggingarinnar á lóð. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun húss, með fyrirvara um að viðbygging fari ekki nær Apá en núverandi hús. Þá er gerður fyrirvari um grenndarkynningu þegar gögn um viðbyggingu liggja fyrir.
12. Vatnsleysa land B L188581; Kriki; Breytt notkun í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 1909048
Hjörtur Bergstað, leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsleysu lands A,B og C,í Bláskógabyggð. Gildandi deiliskipulag í landi Vatnsleysu, öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild 21. apríl 2017 nr.13772. Gildandi deiliskipulag tekur til þriggja lóða úr landi Vatnsleysu þar sem gert er ráða fyrir frístundahúsi og 25 m2 geymslu eða gestahúsi á hverri lóð með nýtingarhlutfall allt að 0,03.
Í breytingu á gildandi deiliskipulagi fellst eftirfarandi:
Skipulagssvæði stækkar til vesturs og sameinast landi B. Í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í ferli breytist notkun Vatnsleysu land B
og verður svæðið landbúnaðarland að breytingu lokinni og fær nýtt staðfang – Kriki, og verður heimilt að byggja einbýlishús og stofna nýtt lögbýli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna og og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu máls.
Flóahreppur:
13. Laugardælur L166253; Stækkun íbúðasvæðis ÍB1; Aðalskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 1909049
Lögð er fram fyrirspurn Landforms ehf., dags. 18. september 2019, fyrir hönd Haraldar Þórarinssonar, um aðalskipulagsbreytingu vegna Laugardæla, l166253, þar sem óskað er eftir stækkun íbúðasvæðis ÍB1 sem nemur tveim lóðum fyrir íbúðarhús. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar hvort fallist verði á að um óverulega breytingu sé að ræða. Óskað er heimildar sveitarstjórnar til að láta vinna deiliskipulag fyrir þessar 2 lóðir.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að unnin verði aðalskipulagsbreyting og einnig unnið deiliskipulag fyrir umræddar lóðir. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 að ræða.
14. Ölvisholt 207869; Kúlutjöld og þjónustusvæði; Ný þjónustuhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting – 1810036
Lögð er fram umsókn Höllu Kjartansdóttur, dags. 16. október 2018, um breytingu á gildandi deiliskipulagi spildu úr landi Ölvisholts, L207869, fyrir kúlutjöld og þjónustubyggingar. Óskað er eftir að fjölga kúlutjöldum úr 6 í 15, fjölgun byggingareita fyrir þjónustuhús úr 2 í 5 og stofnun tveggja nýrra lóða innan spildunnar fyrir stærri þjónustubyggingar og bílastæði.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.
15. Egilsstaðir 1 L166331; Lynghæð neðan vegar; Stofnun lóðar – 1809063
Lögð fram umsókn Landforms, f.h. landeiganda, um stofnun 17.784 fm lands úr landi Egilsstaða 1 L166331. Óskað er eftir að landið fái heitið Lynghæð neðan vegar þar sem kaupandi á landið Lynghæð sem er fyrir ofan veg. Ekki er gert ráð fyrir að nein vegtenging verði gerð að landinu og liggja fyrir upplýsingar um ástæðu þess á lóðablaðinu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heitið Lynghæð neðan vegar. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
16. Ölvisholt 4 L207867; Ölvisholt 4A; Stofnun lóðar – 1909053
Lögð fram umsókn, Jóns E. Gunnlaugssonar dags. 4. september 2019, um stofnun 2.850 fm lóðar utan um brugghús úr landi Ölvisholts 4 L207867. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Ölvisholt 4A.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.
17. Skálmholtshraun L166381; Skálmholt land L186111; Stækkun og staðfesting á afmörkun lands – 1909052
Lögð fram umsókn Jóns Sveinssonar, f.h. Landsvirkjunar, um stækkun Skálmholtshrauns L166381 um 4 ha. Stækkunin kemur úr landi Skálmholts land 186111. Samhliða er sótt um staðfestingu á afmörkun Skálmholtshrauns sem skv. lóðablaði mælist 197 ha að bakka Þjórsár eftir sameiningu við viðbótarlandið.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun Skálmholtshrauns L166381 skv. fyrirliggjandi gögnum og gerir ekki athugasemd við afmörkun landsins eftir stækkun með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna. Ekki er gerð athugasemd við landskipti 4 ha landsins úr Skálmholti land L18611 skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
18. Kringla 4 L227914; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 1909031
Lögð er fram umsókn Más Jóhannssonar, dags. 9. maí 2019, móttekin 9. september 2019, um gerð nýs deiliskipulags frístundasvæðis á jörðinni Kringlu 4. Umsókninni fylgir lýsing og tillaga að skipulagsuppdrætti á skipulagsverkefninu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 14.8.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
19. Kerið 1 L172724; Gestastofa og bílastæði; Deiliskipulag – 1904009
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga fyrir Kerið, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan var auglýst 26. júní 2019, með athugasemdarfresti til 7. ágúst 2019. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Þá barst athugasemd frá Skógræktarfélagi Árnesinga.
Skipulagsnefnd telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila, og verður aðilum svarað hverjum fyrir sig, með ítarlegum hætti sbr. fylgigagn, minnisblað dags. 10. september 2019 „Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Kersins“

Vegna athugasemda Skógræktarfélags Árnesinga eru svör skipulagsnefndar eftirfarandi:
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga bendir á að mörk deiliskipulagssvæðis séu ónákvæm og ekki gerð grein fyrir landamerkjahnitum, og er gerð krafa um að landamerkjapunktur K, sem getið er um í dómi aukadómsþings Árnessýslu í landamerkjamáli milli Miðengis og Snæfoksstaða frá 24. apríl 1983, verði sýndur og Kerfélagið sanni tilveru og staðsetningu landamerkjapunts K. („þúfa á vestari Vatnskersbrún“)
Þá er bent á að á deiliskipulagsuppdrætti sé gönguleið við kerið sýnd, og fari sú gönguleið inn á landasvæði Snæfoksstaða, og að Skógræktarfélagið sætti sig ekki við að Kerfélagið láti skipuleggja inn á land Snæfoksstaða.

Rökstuðningur skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til að landamerki verði ekki sýnd á uppdrætti, einungis hnit fyrir afmörkun deiliskipulagsins. Varðandi göngustíg, þá er hann sýndur á uppdrætti í samræmi við núverandi legu hans við Kerið. Á uppdrætti er tekið fram að lega göngustíga sé til skýringar og því ekki um bindandi ákvæði að ræða. Skipulagsnefnd vill árétta að með samþykkt á deiliskipulagstillögu er ekki tekin afstaða til landamerkja eða afmörkunar lands.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 106 – 1909002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. september 2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40