Skipulagsnefnd fundur nr. 181 – 14. ágúst 2019

Skipulagsnefnd – 181. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 14. ágúst 2019 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason og Rúnar Guðmundsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.

Ásahreppur:

Lækjartún Ásahreppur Tengivirki vegna jarðstrengs Svæðiskerfi raforku á Suðurlandi Deiliskipulag – 1805013

Lögð er fram f.h. Landsnets, deiliskipulagstillaga Eflu, uppdráttur og greinargerð dags.9.8.2019, vegna tengivirkis í landi Lækjartúns í Ásahreppi. Fyrirhuguð er bygging tengivirkishúss, norðan Suðurlandsvegar. Afmörkuð verður lóð fyrir tengivirkið og settir byggingarskilmálar fyrir það. Aðkoma að tengivirkinu verður af Suðurlandsvegi, austan Kálfholtsvegar ( nr. 288 ) og um nýjan aðkomuveg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirtliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
Bláskógabyggð:
2. Einiholt 3 L192608; Skógarholt; Lögbýli og skógræktarbýli; Deiliskipulag – 1903040
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Einiholt 3, í Bláskógabyggð (landnr. 192608), sem tekur til byggingar íbúðarhúss, skemmu og gestahúsa. Landeigandi hyggst byggja jörðina upp og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Einholtsvegi nr. 358, og um veg að Kaplaholti og Markholti og nýjan veg af honum.
Tillagan var kynnt með auglýsingu skv.4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, 26. júní til 10. júli s.l. Fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. V-Gata 18 (L170746); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli – 1907035
Fyrir liggur umsókn Margrétar Sigurðardóttur dags. 21.12.2018 móttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli 30,1 m2 á sumarhúsalóðinni V-Gata 18. (L170746) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir bátaskýli, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
4. Miðholt 24 og 37; Breyting úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1908020
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlisins í Reykholti í Bláskógabyggð.
Breytingartillaga Eflu dags. 8.8.2019, tekur til lóðanna Miðholts 24 og 37, og er gert ráð fyrir að í stað byggingu einbýlishúsa (E3)á lóðunum, verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús (R)á hvorri lóð. Breytingin tekur til kafla 4.1.1 og kafla 4.1.2. Aðrir skilmálar halda sér í gildandi skipulagi sem öðlaðist gildi 24. maí 2019.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
5. Árbrún (L167219); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1907037
Fyrir liggur umsókn Þuríðar Erlu Sigurgeirsdóttur og Ágústar Eiríkssonar dags. 05.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja 75,2 m2 sumarhús, með svefnlofti að hluta, á sumarhúsalóðinni Árbrún (L167219) í Bláskógabyggð. Á lóðinni er fyrir eldra sumarhús, skráð 29,6 m2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
6. Snorrastaðir lóð L168107; Geymsla og baðhús á lóð; Fyrirspurn – 1906062
Fyrirspurn frá Höskuldi Ólafssyni vegna byggingar aukahúss á lóðinni Snorrastaðir L168107 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU synjar beiðni fyrirspyrjanda um byggingarmagn yfir nýtingarhlutfalli 0.03.
7. Skálabrekka lóð L170784; Skálabrekka land L201769; Stækkun lóðar – 1808051
Lögð fram umsókn Tófarfjalls ehf, dags. 24. ágúst 2018, um stækkun lóðarinnar Skálabrekka lóð L170784 úr 5.000 fm í 9.107 fm. Stækkunin kemur úr landinu Skálabrekka land L201769. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU óskar eftir ítarlegri gögnum.
8. Drumboddsstaðir lóð 21 (L192486); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1906026
Tekin var fyrir umsókn Birkis Arnar Hreinssonar dags. 29. maí 2019, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20. júní 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús, 214,1 m2 á lóðinni Drumboddsstaðir lóð 21 (L192486). Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Afgreiðsla sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 4.7.2019, synjar erindinu þar sem nýtingarhlutfall lóðarinnar fer yfir skilgreint nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Umsækjandi leggur fram ný gögn og óskar eftir endurskoðun á málinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, þar sem ný gögn sýna fram á að byggingarmagn er komið niður fyrir nýtingarhlutfallið 0.03. Þá er gerður fyrirvari um niðurstöðu grennndarkynningar.
Flóahreppur:
 9. Mörk 9 L173379 og Mörk 10 L175592; Breyting úr sumarhúsabyggð í íbúðarbyggð; Lögheimili; Fyrirspurn – 1908030
Ásdís Finnsdóttir og Bergur Ingi Ólafsson leggja fram fyrirspurn til skipulagsnefndar. Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta sumarhúsalóðum Mörk 9 (L173379) og Mörk 10 (L175592) í landi Markar í Flóahreppi, úr frístundabyggð, í íbúðarbyggð/lóðir.
Skipulagsnefnd UTU leggur til að sveitarstjórn Flóahrepps hafni beiðni um breytta landnotkun.
10. Hnaus L166346; Frístundahús; Fyrirspurn – 1907052
Sturla Már Jónsson leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, um hvort leyfi fáist til að flytja 44m2 frístundahús á bæjartorfuna að Hnausi L166346. Engin önnur frístundahús eru á jörðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi í landi Hnauss L166346. Þá er gerður fyrirvari um niðurstöðu grennndarkynningar.
11.  Ósbakki L165463; Íbúðarhús, reiðskemma, hesthús, vélarskemma; Deiliskipulag – 1905038
Guðrún Lára Sveinsdóttir Eflu, f.h.Guðrúnar Sch. Thorsteinsson, leggur fram skipulags- og matslýsingu dags. 6.8.2019, vegna væntanlegrar tillögu að deiliskipulagi fyrir Ósbakka, L165463, 2 ha spildu í Flóahreppi. Deiliskipulagstillagan mun gera ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 200m2 íbúðarhús og allt að 350m2 hesthús/skemmu. Fyrir er á landspildunni 70 m2 frístundahús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og einnig send Skipulagsstofnun til umsagnar.
12. Ósbakki L165463; Breyting úr frístundasvæði F36 í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 1905037
Guðrún Lára Sveinsdóttir Eflu, f.h.Guðrúnar Sch. Thorsteinsson, leggur fram skipulags- og matslýsingu dags. 6.8.2019, vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting tekur til 2ha lands Ósbakka (L165463) sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundabyggð (F36) og er áætlað að breyta landnokun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu Eflu dags.6.8.2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
13. Neðra-Apavatn lóð L169299, L169301-303; 2, 4, 6 og 8; Lækjarbyggð; Breytt heiti lóða – 1908021
Lögð fram umsókn Agnesar Þ. Guðmundsdóttur, dags. 19. júlí 2019, um breytingu á heiti fjögurra lóða, Neðra-Apavatn lóð L169299 og L169301-303 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að aðkomuvegurinn fái nýtt heiti, Lækjarbyggð, og að númer lóðanna verði 2, 4, 6 og 8. Nafnið vísar í læk sem rennur um lóðirnar (Hrossalækur) og seinni hluta götuheitisins Öldubyggð sem er á frístundasvæði í landi Svínavatns sem liggur í suðurátt frá Neðra-Apavatni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við heitið (staðvísinn) Lækjarbyggð og númeringu lóðanna og mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki nafnabreytinguna. Senda skal tilkynningu um breytt heiti til allra lóðahafa.
14. Bjarkarbraut 3 (L169153); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 1907036
Fyrir liggur umsókn BJBR3 ehf. dags. 04.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarhúsalóðinni Bjarkarbraut 3 (L169153) í Grímsnes- og Grafningshreppi
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir gestahúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
15.  Öndverðarnes; Kambsbraut og Stangarbraut; Breytt stærð húsa; deiliskipulagsbreyting – 1907060
Sigurður H. Sigurðsson f.h. Öndverðarness ehf, leggur fram umsókn um breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags frístundabyggðar í Öndverðarnesi. Breytingin fellst í að færðir eru inn eldri skilmálar fyrir Kambsbraut og Stangarbraut, þar sem leyfð verður hámarksstærð húsa allt að 250 m2, eins og var í gildandi skilmálum deiliskipulags svæðisins frá árinu 2005. Einungis er beyting á Kambsbraut og Stangarbraut, en annars skal gilda fyrir annað á svæðinu hámarksnýtingarhlutfallið 0.03.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
16. Stærri-Bær 1; Umsókn um byggingarleyfi; fjós – viðbygging – 1906072
Fyrir liggur umsókn Ágústs Gunnarssonar og Önnu Margrétar Gunnarsdóttur dags. 13.06.2019 móttekin 18.06.2019 um byggingarleyfi til að byggja við fjós 638.5 m2 á jörðinni Stærri-Bær I (L168283) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu fjóss, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
17. Lyngborgir 43; Breytt stærð aukahúss; Deiliskipulagsbreyting – 1908018
Ástríður Thorarensen leggur fram umsókn um breytingu á gildandi skilmálum frístundabyggðar í Lyngborgum. (Oddsholti), Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að gerð verði breyting á hámarksstærð aukahúsa, úr 25m í 40 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
Hrunamannahreppur:
18. Hvítárdalur (L 166775); Umsókn um byggingarleyfi; Ferðaþjónustuhús – 1906071
Fyrir liggur umsókn Jóns Bjarnasonar dags. 14.06.2019 móttekin 18.06.2019 um byggingarleyfi til að flytja tilbúið hús 56,6 m2 á jörðina Hvítárdalur (L166775) í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi í landi Hvítárdals.
19.  Efra-Langholt; Stækkun frístundasvæðisins F16; Aðalskipulagsbreyting – 1810011
Lögð var fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags. 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan tekur til spildu úr landi Efra-Langholts, austan Langholtsvegar, við frístundasvæðið F16. Aðkoma að svæðinu er frá Langholtsvegi nr. 341. Svæðið sem um ræðir í landi Efra-Langholts er 10 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Spilda þessi liggur að þegar skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingunni verður skilgreining á landnotkun svæðisins breytt í frístundasvæði. Þar með myndast samfella með frístundasvæðinu F16 úr landi Efra-Langholts. Tillagan var auglýst frá 26. júní til 7 ágúst 2019. Athugasemdir bárust.
Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Vegagerðainni og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsnefnd UTU tekur undir athugasemdir sem bárust og leggur til við sveitarstjórn Hrunamannhrepps að svæði það sem tilheyrir Lindarseli verði tekið út af uppdrætti og gögn lagfærð til samræmis við athugasemdir. Þá leggur skipulagsnefnd til að lagfærð tillaga verði send aðilum sem gerðu athugasemdir til skoðunar.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
20. Sandlækur 1 land 2 L201307; Úr frístundabyggð í íbúðarbyggð; Deiliskipulagsbreyting – 1907051
Lögð er fram umsókn Vigfúsar Þórs Hróbjartssonar hjá EFLU verkfræðistofu um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Sandlækjar 1, lands 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, L201307, fyrir hönd Fjölskyldubúsins ehf. Í breytingartillögunni felst að svæðinu í heild verði breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð fyrir 6 lóðir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna, í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga. Tillagan er í samræmi við nýja tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð.
Við gildistöku deiliskipulags íbúðarbyggðar fellur úr gildi deiliskipulag frístundarbyggðar fyrir sama svæði sem öðlaðist gildi 14.3.2018.
21.  Stóra Hof L208877 og L203207; Markagilsflöt og Brúnir; Deiliskipulag – 1903002
Lögð er fram umsókn Ólafs Hlyns Guðmarssonar, dags. 28. febrúar 2019, um nýtt deiliskipulag fyrir lóðir úr landi Stóra-Hofs, L208877 og L203207. Deiliskipulagstillagan er unnin með hliðsjón af endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem er í vinnslu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á skipulagssvæðinu, sem er um 12,4 ha, verði stofnaðar 6 lóðir fyrir verslun og þjónustu og 1 lóð fyrir íbúðarhús og geymslu. Þá er einnig sótt um ný heiti í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017. Við samþykkt á þessa nýja endurskoðaða deiliskipulagi mun eldra gildandi deiliskipulag svæðisins sem var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 28.4.2015 falla úr gildi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal eftir umsögn Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Þá er skipulagfulltrúa falið að kynna tillöguna sérstaklega eigendum aðliggjandi lóða.
22. Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós – 1905059
Fyrir liggur umsókn Hagagnúps ehf. dags. 20. maí 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti 19.6.2019, fyrirhuguð áform um byggingu fjóss 954,2 m2 með fyrirvara um niðurstöðu grennndarkynningar. Tillagan var grenndarkynnt með útsendum gögnum 4.júlí og var athugasemdafestur gefinn til 4. ágúst 2019.
Athugasemdir bárust. Helstu athugasemdir snúa að skerðingu útsýnis vegna staðsetningar bygginga, mikilli umferð og lyktarmengun, skortur á ítarlegri gögnum á afstöðumynd, hugsanlega auknum vindstrengjum, snjósöfnun og álits Skipulagsstofnunar með tilliti til mats á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd UTU frestar afreiðslu máls og óskar eftir viðbrögðum umsækjanda við innsendum athugasemdum.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45