Skipulagsnefnd fundur nr. 178 – 12.júní 2019

Skipulagsnefnd – 178. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 12. júní 2019 og hófst hann kl. 09:20

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Sigurður Hreinsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi og Sigurður Hreinsson, aðstoðarmaður Skipulagsfulltrúa.

Dagskrá:

Ásahreppur:

 

1. Nýidalur (L165352); Skálasvæði, salernishús, tjaldsvæði og hestagerði; Deiliskipulag – 1905071
Lögð er fram umsókn Landform ehf. Co. Oddur Hermannsson, dags. 24. maí 2019, fyrir hönd Ferðafélags Íslands, um gerð nýs deiliskipulags Nýadals L165352. Umsókninni fylgir deiliskipulags- og matslýsing fyrir skálasvæði, salernishús, tjaldsvæði og hestagerði. Skálasvæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs við mynni Nýjadals sunnan Nýjadalsár. Þá er skálasvæðið innan þjóðlendu.
Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 21.5.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
2. Holtsbraut 15 (L193068); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1905058
Tekin var fyrir umsókn Grétars Böðvarssonar og Sigrúnar Hrefnu Sverrisdóttur, dags. 17. maí 2019, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. maí 2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 68 m2 á sumarhúsalóðinni Holtsbraut 15 (L193068) í Ásahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 92,9 m2. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Stofnaðar hafa verið um 20 lóðir á svæðinu.
Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki að fela byggingarfulltrúa UTU að gefa út byggingarleyfi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

 

Bláskógabyggð:

 

3. Heiðarbær lóð (L170255); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli-bílskúr – 1905070
Tekin var fyrir umsókn Boga Hjálmtýssonar, dags. 17. maí 2019, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. maí 2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli/bílskúr 29,8 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (L170255)í Bláskógabyggð. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í samræmi við stefnu aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að unnið verði deiliskipulag af svæðinu og beinir því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að hlutast til um málið.
4. Heiðarbær lóð (L170264) og Heiðarbær lóð (L170187); Sameining lóða – 1906007
Lögð er fram umsókn Björns Sigurðssonar, dags. 01. júní 2019, fyrir hönd Skrautu ehf, leigutaka lóða L170264 og L170187 sem er í eigu Ríkissjóðs Íslands, um sameiningu lóðanna. Lóðirnar eru hvor um sig skráðar 3.750 m2 að stærð eða samtals 7.500 m2. Endanleg stærð L170264 verður 3.276 m2 og L170187 verður afskráð. Fyrir liggur samþykki ábúanda og landeiganda.
Skipulagsnefnd telur meðfylgjandi gögn ekki fullnægjandi. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5. Lindargata 7 (L186575); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun (sólskáli) – 1805031
Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Fyrir liggur ný umsókn frá Lind 7 sf. dags. 15.05.2019 móttekin 22.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 28,3 m2 við sumarhús á sumarhúsalóðinni Lindargata 7 (L186575) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 96,9 m2
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í samræmi við stefnu aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að unnið verði deiliskipulag af svæðinu og beinir því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að hlutast til um málið.
6. Stíflisdalur 2 (L170166); Lóð 13 og 14; Minnkun lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 1905069
Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka, dags. 05. febrúar 2019, móttekið 24. maí 2019, fyrir hönd fleiri lóðarhafa með umboði, Stíflisdalur 2 L170166, lóð 13 og 14, minnkun lóða og byggingarreita, deiliskipulagsbreyting.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
7. Árgil (L167054); Breyting úr verslun- og þjónustu í íbúðarhúsnæðislóð; Aðalskipulagsbreyting – 1906003
Lögð er fram umsókn Björns B. Jónssonar, fyrir hönd landeiganda (Neðri-Dalur ehf), dags. 25. maí 2019, Árgil, L167054, um breytingu á aðalskipulagi Bláskógarbyggðar. Umsækjandi hefur í samráði við sveitarstjórn Bláskógabyggðar komist að niðurstöðu um að óska eftir að skipulagi VÞ18 „verslun og þjónusta“ við Árgil þar sem gert var ráð fyrir uppbyggingu þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn verði skilgreint íbúðasvæði. Stærð svæðis er allt að 11 ha.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til afgreiðslu.
8. Kirkjuholt (L1673979; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 1906011
Birkir Kúld f.h. Benedikts Skúlasonar í Kirkjuholti í Laugarási, leggur fram fyrirspurn dags. 4. júní 2019, um hvort leyfi fáist til að stækka núverandi lóð Kirkjuholt L167397 til suðurs um 2067 m2 og heimild til að byggja annað íbúðarhús á sameinaðri lóð. Ný lóðamörk munu fylgja stefnu núverandi lóðarmarka við Kirkjuholtsveg annarsvegar og landamerkja Kvistholts og Kirkjuholts hinsvegar. Stækkun lóðar kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi í Laugarási. Meðfylgjandi er uppdráttur BK-Hönnunar dags. 23. maí 2019 með skýringum vegna fyrirspurnar.
Skipulagsnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til afgreiðslu.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
9. Leynir Laugardal 2. hluti; Giljalönd 1-3; 10 smáhýsi; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 1903021
Lögð er fram umsókn Guðmundar O. Ingimundarsonar, dags. 20. maí 2019, í framhaldi af fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér í stað nokkurra smærri byggingareita á lóð verði einn byggingareitur og innan hans megi reisa 5 stk 30 m2 smáhýsi og 1 stk þjónustuhús allt að 72 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Einnig verði tillagan kynnt lóðahöfum aðliggjandi lóða.
10. Skálabrekkugata 3 (172580); Breytt notkun lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1804029
Í framhaldi af athugsemd Skipulagsstofnunar vegna tillögu aðalskipulagsbreytinga að Skálabrekkugötu 3, L172580, er lögð fyrir að nýju leiðrétt gögn. Leiðréttingin felst í að frístundasvæðið sem áður var talið að stækkaði um 2 ha stækkar aðeins um 0,6 ha. Einnig hafa verið lagfærðar þekjur frístundasvæðisins á uppdrætti.
Skipulagsnefnd áréttar að um óverulega breytingu er að ræða og mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki leiðrétt gögn í framhaldi sbr. fyrri bókun sveitarstjórn Bláskógabyggðar á fundi sínum 3. maí 2018 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun leiðrétt gögn og svar við athugasemdum.
11. Torfastaðaheiði 1. og 2. áfangi; Torfastaðir (L167176); Sumarhúsa- og ferðaþjónustusvæði; Deiliskipulagsbreyting – 1808022
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. maí 2019.
Skipulagsfulltrúi UTU sendi Skipulagsstofnun erindi 4. apríl s.l. þar sem óskað var eftir að Skipulagsstofnun tæki til yfirferðar deiliskipulagsbreytingu 2. áfanga frístundabyggðar (F63)í landi Torfastaða í Bláskógabyggð. Breyting á gildandi deiliskipulagi fólst í að inn í skilmála var bætt við ákvæði/texta sem heimilar útleigu frístundahúsa á svæðinu í atvinnuskyni, fyrir allt að 10 manns á hverri lóð.
Skipulagsstofnun telur að með slíkri breytingu á deiliskipulagi og heimild fyrir allt svæðið til útleigu húsa í atvinnuskyni,eigi betur við að landnotkun sé skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Stofnunin leggst því gegn birtingu á breytingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingartillöguna í B-deild Stjórnartíðinda. Nefndin telur að þess sé getið í greinargerð Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að „komi fram ósk um atvinnurekstur,t.d. gistingu, þarf að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi er heimiluð þarf að liggja fyrir samþykki eigenda sumarhúsa á svæðinu.“
Fyrir liggur samþykkti allra lóðarhafa á svæðinu fyrir áformum um heimild til að leyfa gistingu í atvinnuskyni í frístundabyggðinni.
12. Fell (L167086) Ásahverfi Frístundabyggð Aðalskipulagsbreyting – 1809019
Selmúli ehf óskar eftir að gerð verði breyting á nýju aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, á þann veg að frístundasvæði merkt F65 verði stækkað og eldra deiliskipulag lagfært og uppfært á stafrænan kortagrunn. Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 15 lóðum og þar af eru 9 þeirra byggðar. Í nýju breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að lóðum fjölgi upp í 35. Lögð er fram skipulagslýsing dags.12.nóvember 2018 og er óskað eftir að hún verði tekið til málsmeðferðar í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsnefnd stendur við fyrri bókun og leggst gegn fyrirhugaðri stækkun frístundasvæðis í land Fells, þar sem áform stangast á við ákvæði aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Þar segir að nýir áfangar frístundabyggðar innan hverrar jarðar verða ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga hafa verið byggðir.

 

Flóahreppur:

 

13. Stóra-Ármót (L166274); Rannsóknarboranir; Framkvæmdaleyfi – 1905046
Lögð er fram umsókn Sigurðar Þórs Haraldssonar, dags. 20. maí 2019, fyrir hönd Selfossveitna um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborunar í landi Stóra Ármóts, Flóahreppi. Borholan er framhaldsrannsóknarhola við þær tvær sem boraðar voru 2018. Útbúið verður borplan í nágrenni hinna tveggja.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag svæðisins leggur skipulagsnefndin til að leitað verði umsagna skv. gr. 5.11.2 skipulagreglugerðar hjá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Fiskistofu. Komi ekki fram neikvæðar umsagnir mælist skipulagsnefnd til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdarleyfi fyrir borholu.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur:

 

14. Nesjar (L170882) og Nesjar Klumbunes (L194990); Klumba; Sameining og breytt skráning lóðar – 1905064
Lögð er fram umsókn Péturs J. Jónassonar, dags. 17. maí 2019, um að sameina lóðirnar Nesjar Klumbunes L199490 og lóðina Nesjar L170882 í eina lóð sem verður eftir mælingu 54.000 m2. Gunnar Jónasson eigandi lóðarinnar Nesjar Klumbunes L199490 hefur afsalað lóðinni til Péturs. Umsækjandi óskar eftir að hin nýja sameinaða lóð fái heitið Klumba og landnúmer verði L 170882. Fyrir liggur samþykki lóðahafa aðliggjandi lóða.
Skipulagsnefnd telur meðfylgjandi gögn ekki fullnægjandi. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
15. Grafningsvegur efri (nr. 360-02); Frá Úlfljótsvatni og austan Hagavíkur; Endurbygging og lagning slitlags; Framkvæmdaleyfi – 1905072
Lögð er fram umsókn Erlings Jónssonar dags. 27. maí 2019, f.h. Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna enduruppbyggingar vegakafla Grafningsvegar (nr. 360-02) frá Úlfljótsvatni að Hagavík.
Framkvæmdin er framhald af fyrri framkvæmd frá Nesjavöllum að Hagavík. Einnig er sótt um leyfi til efnistöku úr Króksnámu fyrir allt að 15.000 m3. Fyrir liggur afstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri vegaframkvæmd. Þá þurfa að liggja fyrir umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
16. Úlfljótsvatn (L170830); Slóðagerð og TTS flekjun; Framkvæmdaleyfi – 1905077
Lögð er fram umsókn Brynjólfs Jónssonar dags. 27. maí 2019 fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vinnuslóða og TTS flekjunar vegna gróðursetningar á Loftlagsskógi Kolviðar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri framkvæmd, með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin falli undir mat á umhverfisáhrifum. Þá þurfa að liggja fyrir umsagnir frá umsagnaraðilum.
17. Neðra-Apavatn (L168269); Neðra-Apavatn 1; Stofnun lóðar – 1905050
Magnús Grímsson, Magnús H.Jónsson og Sigurlín Grímsdóttir leggja fram umsókn um stofnun lóðar utan um íbúðarhús og útihús að Neðra-Apavatni L168269 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að lögbýlisréttur fylgi stofnun lóðarinnar.
Stærð spildunnar verður 86.633m2
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar utan um íbúðarhús og útihús.
Umsögn um lögbýli er vísað til sveitastjórnar.
18. Krókur (L170822); Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 1905055
Bæring B. Jónsson, f.h. Suðurdals ehf, sækir um breytingu á gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og leggur fram uppdrátt Glámu Kím vegna málsins. Breytingin felur í sér afmörkun fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði V10 í landi Króks. Um verður að ræða svæði til afþreyingar fyrir ferðamenn í tengslum við nýtingu á heitu vatni úr borholu í landinu. Þá mun núverandi afmörkun frístundasvæðis F5 verða minnkað.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í umsóknina og mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps taki málið til áframhaldandi vinnslu við endurskoðun aðalskipulags.
19. Kóngsvegur 16A (L169544); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902005
Lögð er fram að nýju umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur dags. 04.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 287,3 m2 á sumarhúsalóðinni Kóngsvegur 16A í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningar.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki byggingaráform umsækjanda þar sem athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningar teljast ekki vera þess eðlis að þær rýri gæði nágranna. Fyrirvari skal þó gerður um að öll lýsing utanhúss skal vera óbein og jarðlæg. Þá er byggingarfulltrúa veitt heimild til að gefa út byggingarleyfi.

 

Hrunamannahreppur:

 

20. Hofatún; Flúðir; Breyting úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1906008
Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Hrunamannahrepps leggur fram umsókn dags. 5. júní 2019 og tillögu Landform dags. 7. júní 2019 að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hofatún og á Flúðum í Hrunamannahreppi. Breytingin fellst í að einni lóð innan deiliskipulagsins, Suðurhof 2, er breytt úr einbýlishúsalóð, í þriggja íbúða raðhúsalóð.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. sömu laga. Að loknu ferli grenndarkynningar er skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagsstofnun breytinguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
21. Smiðjustígur 13A; Flúðir; Raðhúsalóð; Stækkun byggingarreits og færsla lóðamarka; Deiliskipulagsbreyting – 1906009
Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Hrunamannahrepps leggur fram umsókn dags. 5. júní 2019 og tillögu Landform dags. 6. júní 2019 að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarlóða við Smiðjustíg á Flúðum. Breytingin fellst í að einni lóð innan deiliskipulagsins, Smiðjustígur 13a, er breytt úr einbýlishúsalóð í þriggja íbúða raðhúsalóð.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. sömu laga. Að loknu ferli grenndarkynningar er skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagsstofnun breytinguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
22. Berghylur (L166724); Breytt stærð íbúðarhúsalóðar; Deiliskipulagsbreyting – 1905063
Lögð er fram umsókn Jóns G. Eiríkssonar, dags. 17. maí 2019, L166724, fyrir hönd Berghyls ehf. um óverulega breytingu á deiliskipulagi. Umsóknin felur í sér leiðréttingu á rangri stærð lóðar úr 1.050 m2 í 1.000 m2.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki umsóknina sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagsstofnun breytinguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

 

23. Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós – 1905059
Fyrir liggur umsókn Hagignúpur ehf. dags. 20. maí 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirhuguð byggingaráform og feli byggingarfulltrúa UTU að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
24. Stóra-Hof L 1 (L166601); Stækkun byggingarreits við Þ1; Deiliskipulagsbreyting – 1906002
Byggiðn, Félag byggingarmanna leggur fram umsókn dags. 31. maí 2019, og uppdrátt Landform dags 28. maí 2019, þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Stóra-Hofs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felur í sér að stækka núverandi byggingarreit fyrir þjónustuhús Þ1 við tjaldstæði og auka þar rými fyrir bílastæði.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
25. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 101 – 1905004F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. maí 2019.