Skipulagsauglýsing UTU birt. 24. júlí 2025

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð og Flóahreppur

 

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðal- og deiliskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Laugarvatn L224243; Nýtt iðnaðarsvæði vegna jarðhita; Aðalskipulagsbreyting – 2505072

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2025 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðis norðvestan við Menntaskólann að Laugarvatni þar sem borað hefur verið eftir heitu vatni sem sveitarfélagið hyggst nýta. Í breyttu aðalskipulagi er skilgreint nýtt iðnaðarsvæðið fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting hans. Heimild verður fyrir allt að þremur holum og þeim mannvirkjum sem til þarf fyrir nýtingu jarðhitans. Vanda skal frágang mannvirkja og alls svæðisins. Útlit bygginga og litaval skal taka mið af aðalbyggingu Menntaskólans að Laugarvatni. Hámarks byggingarmagn er allt að 300 m2. Stærð svæðis er 0,2 ha. Samhliða er kynnt tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til samsvarandi breytingar.

AÐALSKIPULAG

GREINARGERÐ

  1. Laugarvatn L224243; Ný iðnaðarlóð vegna jarðhita; Deiliskipulagsbreyting – 2506031

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2025 að kynna breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar úr landi L224243 vegna skilgreiningar á nýju iðnaðarsvæði. Í breyttu deiliskipulagi er afmörkuð lóð til nýtingar jarðhita og settar heimildir fyrir nýtingu hans. Stærð deiliskipulagssvæðis er tæpir 1300 m2. Útlit bygginga og litaval skal taka mið af aðalbyggingu Menntaskólans að Laugarvatni. Mænishæð getur verið allt að 5,0 m. Hámarks byggingarmagn er 300 m2. Bílastæði eru innan lóðar.

DEILISKIPULAG

GREINARGERÐ

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:

  1. Mosató 3 hótel L225133; Aukið byggingarmagn og stækkun reits VÞ11; Aðalskipulagsbreyting – 2505087

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum dags. 3. júní 2025 að tillagan væri óveruleg og að auglýsa niðurstöðu sveitarfélagsins. Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps að Mosató 3. Í breytingunni felst fjölgun gistirýma um 2 og hámarksbyggingarmagn er aukið úr 3.000 fm í 4.150 fm. Gert er ráð fyrir að aukning á byggingarmagni verði að mestu neðanjarðar í formi bílageymslu.

UPPDRÁTTUR MEÐ GREINARGERÐ

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 – 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 24. júlí 2025 með athugasemdarfresti til og með 14. ágúst 2025.

Mál 3 er mál er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita