Skipulagsauglýsing sem birtist 9. mars 2017

Aðalskipulag Hrunamannahrepps 2016-2032. Heildarendurskoðun.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur samþykkt að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Hrunamannahrepps skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2016-2032 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2003-2015.

Tillaga að endurskoðun aðalskipulagsins var auglýst til kynningar 26. janúar sl. en vegna mistaka birtist auglýsingin ekki í héraðsblaði heldur eingöngu í Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Í ljósi þessa er hér birt ný auglýsing og frestur til að gera athugasemdir framlengdur til 21. apríl 2017.

Tillagan verður áfram til sýnis á skrifstofu Hrunamannahrepps Akurgerði 6 á Flúðum, hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Dalbraut 12 á Laugarvatni og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Hrunamannahrepps www.fludir.is og á heimasíðu skipulags- og byggingarfulltrúa www.sbf.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. apríl 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið petur@sudurland.is.

 

Forsendur og umhverfisskýrsla

Greinargerð

Landbúnaðarland

Skipulagsuppdráttur – Byggð

Skipulagsuppdráttur – Afréttur

 

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is