Skipulagsauglýsing sem birtist 4. maí 2017

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.

Kynnt er lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirhugað er að stækka íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis, fella út leikskólalóð norðan Skólabrautar, stækka svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins) auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar.

(Lýsing breytingar)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að endurskoðun á eftirfarandi aðalskipulagi:

2. Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028. Heildarendurskoðun aðalskipulags.

Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Flóahrepps. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í Flóahrepp árið 2006, þ.e. Hraungerðishrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Villingaholtshrepp, en með nýju aðalskipulagi verða svæðin sameinuð í eitt skipulag sem nær yfir allt land sveitarfélagsins. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 22. febrúar sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við einstaka hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu.

(Forsendur og umhverfisskýrsla)

(Greinargerð)

(Skipulagsuppdráttur)

(Skýrsla um landbúnaðarland)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

3. Lýsing deiliskipulags fyrir frístundahúsalóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi.

Kynnt er lýsing deiliskipulags fyrir 3,2 ha lóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi þar sem fyrirhugað er að reisa frístundahús ásamt gestahúsi. Skipulagssvæðið er um 1,5 km austan við Gullfoss, framan við Hádegishæðir. Aðkoma að lóðinni verður um afréttarveg sem tekur við af Tungufellsvegi nr. 349.

(Lýsing deiliskipulags)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

4. Deiliskipulag fyrir íbúðarhús og aðstöðhús á 93,8 ha spildu úr landi Auðsholts 2 í Hrunamannahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulag fyrir íbúðarhús og aðstöðuhús á spildu sem heitir Auðsholt 2, Selholt 1 lnr. 217497. Landið er í heild 93,8 ha og eru afmarkaðir tveir byggingarreitir á holti í landinu. Landið er austan við bæjartorfu Auðsholts með aðkomu frá þjóðvegi nr. 340.

(Deiliskipulagstillaga)

5. Deiliskipulag fyrir smáhýsi til útleigu í land Eyvíkur í Grímsnes- og Grafningshreppi. 

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem felur í sér afmörkun 1 ha byggingarreits í landi Eyvíkur rétt sunnan við bæjartorfuna, þar sem heimilt verður að byggja allt að 5 smáhýsi til útleigu. Geta húsin verið á bilinu 20 – 60 fm að stærð.

(Deiliskipulagstillaga)

6. Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deliskipulagi sem nær til Minjastaðarins Stangar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og til svæðis við Gjána sem er aðeins austar. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að útbúa ramma yfir framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í til að bæta aðstöðu vegna aukins álags ferðamanna.

(Deiliskipulagstillaga)

7. Deiliskipulag fyrir Valhallarplan og Þingplan innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, Bláskógabyggð. Bílastæði og salerni.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja svæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, Valhallarplan og Þingplan. Á báðum svæðum er afmörkuð lóð þar sem afmörkuð er bílastæði auk byggingarreits fyrir allt að 150 fm salernisbyggingu.

(Skipulagsuppdráttur)

(Greinargerð)

8. Deiliskipulag fyrir Loftsstaði-Eystri (lnr. 165472) í Flóahreppi. Íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðir, endurauglýsing.

Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 10 ha svæðis úr jörðinni Loftsstaðir-Eystri í Flóahreppi, Sunnan Villingaholtsvegar. Í tillögunni eru afmarkaðar sex 1,27 ha lóðir og er á þremur þeirra gert ráð fyrir íbúðarhúsum auk minniháttar atvinnustarfsemi (hugsanlega lögbýli) og á þremur verður heimilt að reisa frístundahús og fjölnotahús. Ennfremur er gert ráð fyrir 2 ha sameiginlegu svæði. Tillagan var upphaflega auglýst þann 25. janúar 2015 með athugasemdafresti til 7. ágúst s.á. en hlaut ekki formlega gildi og er hún því auglýst að nýju með minniháttar breytingu á byggingarreitum auk þess sem bætt hefur verið við ákvæðum er varða fornminjar.

(Deiliskipulagstillaga)

9. Breyting á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Um er að ræða ýmsar breytingar víða um virkjanasvæðið sem varða m.a. stærðir lóða og afmörkun vinnubúðasvæða, legu jarðstrengs, afmörkun og efnismagni náma og efnislosunarsvæða, legu vega innan svæðis, stærð byggingarreita, legu og gerð frárennslisskurðar o.fl. Þá er einnig afmörkuð lóð fyrir þjónustuhús (salerni) við hjálparfoss.

(Yfirlitsuppdráttur 1:10.000)

(Skipulagsuppdráttur 1:5.000)

(Skipulagsuppdráttur 1:2.500)

(Greinargerð)

10. Breyting á deiliskipulagi við Hótel Geysi og Geysisstofu í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hótel Geysi og Geysisstofu. Í breytingunni felst að skipulagssvæðis stækkar til suðausturs yfir Beiná þar sem gert verður ráð fyrir 3 nýjum íbúðarhúsalóðum sem eru á bilinu 1,4 – 1,6 ha að stærð.

(Deiliskipulagsbreyting)

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

11. Deiliskipulag fyrir alifuglahús í landi Miklholtshellis í Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 12. apríl 2017 tillögu að deiliskipulagi alifuglahúss í landi Miklholtshellis. Tillagan var auglýst 12. janúar 2017, ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti til 24. febrúar. Athugasemd barst en að mati sveitarstjórnar gaf hún ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur 1 – 3 er í kynningu frá 4. til 17. maí 2017 en tillögur 4 – 10 frá 4. maí til 16. júní. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 1 – 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 17. maí en 16. júní fyrir tillögur 4 – 10. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is