Skipulagsauglýsing sem birtist 29. júní 2017

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Lögð fram lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps sem nær til lóðarinnar Langholt 1 land 2A (lnr. 218349) úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Svæðið sem um ræðir er nokkuð austan Langholtsvegar, norðaustan sumarhúsasvæðis úr landi Hallanda. Gert er ráð fyrir að á landinu verði byggð allt að 10 heilsárshús til útleigu.

(Lýsing aðalskipulagsbreytingar)

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Sandlæks.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 7. júní 2017 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á svæði sem nær til landsins Sandlækur 1 land 2. Svæðið sem er um 57 ha er í dag skilgreint sem blönduð byggð frístundabyggðar og opins svæðis til sérstakra nota en óskað er eftir að því verði breytt að hluta í íbúðarsvæði auk þess sem ekki verður lengur gert ráð fyrir frístundabyggð. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg þar sem ekki sé um verulega breytingu á landnotkun að ræða og að hún sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Hefur breytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Deiliskipulag hluta svæðisins er auglýst samhliða.

(Aðalskipulagsbreyting)

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

3. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli sem kallast Sæholt úr landi Dalbæjar í Flóahreppi.

Kynnt er lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli á 25,4 ha svæði úr landi Dalbæjar í Flóahreppi sem gert er ráð fyrir að fái heitið Sæholt. Landið liggur að Gaulverjabæjarvegi nr. 33 norðan við bæjartorfur Vestri- og Eystri-Hellna. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss auk landbúnaðarbygginga.

(Lýsing deiliskipulags)

4. Deiliskipulag fyrir tvö lögbýli úr landi Lækjarbakka í Flóahreppi.

Kynnt er lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir tvö ný lögbýli úr landi Lækjarbakka land 1 lnr. 210365. Skipulagssvæðið nær til um 11,5 ha svæðis sem liggur að Villingaholtsvegi nr. 305 en heildarstærð lögbýlana tveggja er um 67 ha. Gert er ráð fyrir að á hvoru lögbýli fyrir sig verði heimilt að byggja íbúðarhús, hesthús, skemmu og reiðhöll.

(Lýsing deiliskipulags)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

5. Deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóðir á spildu úr landi Sandlæks 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 17,5 ha svæðis úr landinu Sandlækur I land 2 þar sem gert er ráð fyrir 6 um 1,5 ha íbúðarhúsalóðum á holti sem kallast Sandholt og draga lóðirnar heiti sitt af því. Svæðið liggur að Skeiða- og Hrunamannavegi nr. 30 suðvestan við bæjartorfu Gunnbjarnarholts. Breyting á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

(Deiliskipulagstillaga)

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur 1, 3 og 4 eru í kynningu frá 29. júní til 5. júlí 2017 en tillaga 5 frá 29. júní til 11. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 1, 3 og 4 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 5. júlí 2017 en 11. ágúst við tillögu 5. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is