Skipulagsauglýsing sem birtist 28. september 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

  1. Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting – 2306043

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. september 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á námusvæði í landi Haga 2, L166551. Með breytingunni verður skilgreint 1,5 ha efnistökusvæði þar sem heimilt er að vinna allt að 45 þús. m3 af efni. Markmið með breytingunni er að heimila meiri efnistöku en getur fallið undir að vera til eigin nota og því er skilgreint efnistökusvæði.

 GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Krækishólar; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2209025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Krækishóla. Í breytingunni felst breyting á landnotkun á um 10 ha svæði úr frístundasvæði í íbúðarsvæði. Samhliða hefur verið samþykkt breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsstofnun samþykkti að málið væri auglýst með afgreiðslubréfi dags. 18. september 2023 þar sem fram koma nokkrar athugasemdir. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er auglýst með gögnum málsins.

UPPDRÁTTUR

AFGREIÐSLA SKIPULAGSSTOFNUNAR

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

  1. Miðborgir í landi Miðengis; Byggingarmagn, breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2309006

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. september 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar vegna Miðborga í landi Miðengis. Í breytingunni felst aukning á byggingarheimildum innan svæðisins og niðurfelling hámarksstærðar gestahúsa.

SKILMÁLABREYTING

  1. Lækjarbakki 13 L205931; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2308051

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. september 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur breytinga á byggingarskilmálum innan frístundasvæðis í landi Búrfells 1, svæði 1. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni innan lóða sem taka til frístundahús og aukahúsa á lóð.

 SKILMÁLABREYTING

  1. Krækishólar; Frístundasvæði í íbúðarsvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2209023

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis við Krækishóla. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í íbúðarsvæði. Breytingin er í takt við sambærilega umsókn um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna Krækishóla sem er auglýst samhliða.

 UPPDRÁTTUR

Samkvæmt 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda: 

  1. Hvammsvirkjun; Vatnsaflsvirkjun í Þjórsá; Framkvæmdaleyfi – 2301011

Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2023 útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Hvammsvirkjunar, vatnsaflsvirkjunar í Þjórsá. Sveitarstjórn telur framkvæmdina í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð og álit Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, gildandi deiliskipulags, umhverfismats framkvæmdarinnar og með vísan til framlagðrar greinargerðar sem unnin er í sameiningu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing Ytra. Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir greinargerðina sem umsögn sína um umsóknina. Framkvæmdaleyfið verði gefið út með þeim skilyrðum sem fram koma í skipulagi, úrskurði og áliti Skipulagsstofnunar og annarra stofnanna og leyfisveitenda og gerð er nánar grein fyrir í framlagðri greinargerð, varðandi mótvægisaðgerðir, vöktun, frágang vegna framkvæmdarinnar o.fl. Jafnframt er gert ráð fyrir að skipuð verði eftirlitsnefnd í samráði við framkvæmdaaðila og aðra leyfisveitendur. Eftirlitsnefndin mun hafa eftirlit með því að öllum skilyrðum sem framkvæmdinni hafa verið sett sé framfylgt. Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúa, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við skipulag, leyfi og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum skv. 17. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin mun skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers áfanga framkvæmdarinnar. Sé settum skilyrðum ekki framfylgt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirlit framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi af henni hætta skal eftirlitsnefndin gera sveitarstjórnum grein fyrir frávikum og tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um frávik og kröfur til úrbóta.

Framkvæmdaleyfið var gefið út þann 28.9.2023. Útgáfa leyfisins er kæranleg til Úrskurðarnefndar Umhverfis-  og auðlindamála og er kærufrestur 4 vikur frá útgáfu leyfisins.

FRAMKVÆMDALEYFI

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna,  www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 28. september 2023 með athugasemdafrest til og með 20. október 2023.

Mál 2, 3, 4 og 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 28. september 2023 með athugasemdafrest til og með 10. nóvember 2023.

Mál 6 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU