Skipulagsauglýsing sem birtist 24. maí 2017

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

1.Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Hvammsvirkjunar. Afmörkun lónstæðis

Árið 2011 var staðfest breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gert var ráð fyrir Hvammsvirkjun. Fólst breytingin m.a. í afmörkun Hagalóns auk breyttrar legu Þjórsárdalsvegar. Á skipulagsuppdrættinum láðist þó að gera ráð fyrir færslu austasta hluta Gnúpverjavegar og afmörkun um 10 ha totu Hagalóns sem liggur ofan Þjórsárdalsvegar. Er hér auglýst breyting á aðalskipulagi þar sem þetta er lagfært, þ.e. veginum breytt og lónið afmarkað ofan Þjórsárdalsvegar. Deiliskipulag Hvammsvirkjunar og frummatsskýrsla skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er kynnt samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

(Aðalskipulagsbreyting)

2. Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Golfvöllur í stað íbúðarsvæðis.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Svæðið er í dag skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Er breytingin gerð vegna fyrirhugaðrar stækkun golfvallar, Svarfhólsvallar, og breytist íbúðarsvæði Í4 og að hluta íbúðarsvæði Í5 í opið svæði til sérstakra nota. Þa breytist um 4 ha landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota.

(Aðalskipulagsbreyting)

3. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 á svæði austan við Árnes. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í staði landbúnaðarsvæðis.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem liggur upp að þéttbýlinu Árnes. Er fyrirhugað að byggja þar upp þjónustu í tengslum við hestaferðir og er m.a. er gert ráð fyrir byggingu gistiaðstöðu og þjónustuhúss. Landið er rúmlega 9 ha að stærð og er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að um 4 ha svæðisins breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Deiliskipulag fyrir svæðið er auglýst samhliða.

(Aðalskipulagsbreyting)

4. Breyting á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit 2004-2016. Ákvæði um deiliskipulag.

Árið 2006 var staðfest aðalskipulag fyrir Bláskógabyggð fyrir svæði sem var áður innan fyrrum Þingvallasveitar. Í greinargerð aðalskipulagsins var sett sú stefna að unnið yrði að gerð deiliskipulags fyrir öll svæði sem ekki voru með lögformlegt deiliskipulag og að fjórum árum eftir staðfestingu yrði ekki heimilt að gefa út byggingarleyfi nema á grundvelli deiliskipulags. Frá þvi að aðalskipulagið tók gildi hefur reynst erfitt að koma í gegn deiliskipuagsáætlunum fyrir eldri frístundabyggðarsvæði og er því talið nauðsynlegt að heimila útgáfu byggingarleyfa á grundvelli grenndarkynningar eins og heimilt er á öðrum svæðum innan sveitarfélagsins. Í breytingunni felst því að fella út ákvæði um að deiliskipulag verði ávallt að vera forsenda útgáfu byggingarleyfis.

(Aðalskipulagsbreyting) 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

5. Deiliskipulag 6 smábýlalóða úr landi Litla-Fljóts í Bláskógabyggð. 

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 6 lögbýlislóðir úr landi Litla-Fljóts lnr. 167148. Skipulagssvæðið er 15,5 ha að stærð og liggur upp að landi Brautarhóls, norðan þéttbýlisins í Reykholti. Gert er ráð fyrir að lóðirnar tengist þjóðvegi um nýja vegtengingu austan núverandi tengingar að Litla-Fljóti.

(Deiliskipulagstillaga)

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

6. Deiliskipulag svæðis fyrir smáhýsi á spildu austan við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Réttarholt A lnr. 166587 sem er um 9 ha spilda austan við þéttbýlið Árnes. A svæðinu er afmarkaður einn 11.500 fm byggingarreitur þar sem gert er ráð fyrir að byggð verði allt að 30 smáhýsi á bilinu 12-30 fm. Innan reitsins er þegar 117 fm hús sem gert er ráð fyrir að nýta sem þjónustuhús. Breyting á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

(Deiliskipulag)

7. Breyting á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Sturluholts í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á landi Sturluholts. Í breytingunni felst að lóð sem kallast Sturluholt færist til vesturs og breytist heiti hennar í Fögrubrekku.

(Deiliskipulagsbreyting)

8. Deiliskipulag fyrir þjónustuhús og baðaðstöðu á jörðinni Hæðarendi í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir baðaðstöðu á svæði umhverfis núverandi fjárhús og hlöðu á jörðinni Hæðarendi, sunnan frístundabyggðar við Selhól.Gert er ráð fyrir að breyta núverandi húsum í þjónustubyggingu í tengslum við starfsemina auk þess sem heimilt verður að byggja allt að 900 fm til viðbótar. Aðgengi að svæðinu verður um núverandi veg frá Búrfellsvegi.

(Deiliskipulag)

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

9. Deiliskipulag fyrir alifuglabú á jörðinni Vatnsenda í Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 10. maí 2017 tillögu að deiliskipulagi fyrir alifuglabú á jörðinni Vatnsenda. Tillagan var auglýst 16. febrúar 2017, ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti til 31. mars. Athugasemdir bárust en að mati sveitarstjórnar gáfu þær ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur 1-4 og 6-8 eru í kynningu frá 24. maí til 6. júlí 2017 en tillaga 5 frá 24. maí til 5. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 1-4 og 6-8 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 6. júlí 2017 en 5. júní fyrir tillögu 5. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is