Skipulagsauglýsing sem birtist 23. mars 2017

1Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulag:

1. Endurskoðun Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og hafa þegar verið haldnir fjölmargir fundir með ýmsum hagsmunaaðila á svæðinu undanfarna mánuði auk opins íbúafundar sem haldinn var í maí 2016. Lýsing skipulagsverkefnisins hefur þó ekki verið formlega kynnt fyrr en með þessari auglýsingu. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins og áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um ferli vinnunnar. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2017 og mun íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.

(Lýsing aðalskipulags)

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Hvammsvirkjunar. Afmörkun lónstæðis.

Árið 2011 var staðfest breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gert var ráð fyrir Hvammsvirkjun. Fólst breytingin m.a. í afmörkun Hagalóns auk breyttrar legu Þjórsárdalsvegar. Á skipulagsuppdrættinum láðist þó að gera ráð fyrir færslu austasta hluta Gnúpverjavegar og afmörkun um 10 ha totu Hagalóns sem liggur ofan Þjórsárdalsvegar. Er hér kynnt breyting á aðalskipulagi þar sem þetta er lagfært, þ.e. veginum breytt og lónið afmarkað ofan Þjórsárdalsvegar.

(Aðalskipulagsbreyting) 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

3. Deiliskipulag 6 smábýlalóða úr landi Litla-Fljóts í Bláskógabyggð. 

Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir 6 lögbýlislóðir úr landi Litla-Fljóts lnr. 167148. Skipulagssvæðið er 15,5 ha að stærð og liggur upp að landi Brautarhóls, norðan þéttbýlisins í Reykholti. Gert er ráð fyrir að lóðirnar tengist þjóðvegi um nýja vegtengingu austan núverandi tengingar að Litla-Fljóti.

(Skipulagslýsing)

4. Deiliskipulag fyrir þéttbýlið Reykholt í Bláskógabyggð.

Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir þéttbýlið Reykholt í Bláskógabyggð. Helstu markmið deiliskipulagsvinnunar er:

  • að skipulagðar verði fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast til uppbyggingar næstu árin.
  • að gert verði ráð fyrir fjölbreyttum stærðum íbúða og að íbúðarsvæði séu í góðum tengslum við skóla, íþróttasvæði og verslun- og þjónustu.
  • að skapa möguleika á þróun og vexti núverandi og nýrrar landbúnaðar-, þjónustu-, iðnaðar- og athafnastarfsemi.
  • að tryggja gott aðgengi gangandi og hjólandi að skólasvæðinu og almenna útivistarmöguleika fyrir íbúa og gesti.
  • að bæta öryggi vegfarenda með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum.
  • að allar lóðir verði hnitsettar og settir skilmálar fyrir þær.

Til að kynna deiliskipulagsvinnuna verður haldinn kynningarfundur í félagsheimilinu Aratungu mánudaginn 3. apríl frá kl. 16 til 19. Eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér þá vinnu sem er í gangi og koma á framfæri athugasemdum og ábendingum.

(Skipulagslýsing)

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

5. Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lögð fram til kynningar tillaga að deliskipulagi sem nær til Minjastaðarins Stangar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og til svæðis við Gjána sem er aðeins austar. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að útbúa ramma yfir framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í til að bæta aðstöðu vegna aukins álags ferðamanna.

(Deiliskipulagstillaga)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

6. Breyting á deiliskipulagi Hraunhóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ný 4 ha lóð fyrir íbúðarhús.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunhóla sem felst í að skipulagssvæði er stækkað til austurs og gert ráð fyrir nýrri 4 ha lóð þar sem byggja má allt að 400 fm einbýlishús sem hýsa mun starfsfólk Skaftholts.

(Deiliskipulagsbreyting)

7. Deiliskipulag hótellóðar á Nesjavöllum í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðar ION hótels á Nesjavöllum með lnr. 209139. Fyrirhugað er að byggja við núverandi hótel og bæta við um 22 herbergjum þannig að þau verði um 64 talsins. Núverandi hótel er um 2.300 fm að stærð en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 3.830 fm.

(Deiliskipulagstillaga)

8. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Minni-Mástungu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Minni-Mástungu. Í breytingunni felst að lóð núverandi hótels er breytt til samræmis við raunverulega afmörkun og stærð auk þess sem tvær frístundshúsalóðir falla út og í staðinn gert ráð fyrri einni íbúðarhúsalóð.

(Deiliskipulagsbreyting)

9. Deiliskipulag frístundabyggðar á spildu úr landi Efri-Reykja sem liggur upp að Brúará.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 13 ha spildu úr landi Efri-Reykja austan Brúarár en vestan við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar úr landi jarðarinnar. Í deiliskipulaginu felst að afmarkaðar eru þrjár frístundahúsalóðir merktar A1, B1 og C sem eru á bilinu 0,5 ha til um 2 ha að stærð.

(Deiliskipulagstillaga)

10. Deiliskipulag frístundabyggðar á spildu úr landi Kálfhóls í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi 5 frístundahúsalóða á um 7,1 ha spildu úr landi Kálfhóls vestan við bæjartorfu jarðarinnar. Lóðirnar eru á bilinu 6.571 til 28.855 fm að stærð og er gert ráð fyrir að byggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03. Á hverri lóð er gert ráð fyrir einu frístundahúsi og tveimur aukahúsum, sem geta verið allt að 40 fm að stærð.

(Deiliskipulagstillaga)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1-5 eru í kynningu frá 23. mars til 3. apríl en tillögur nr. 6-10 frá 23. mars til 5. maí 2017. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1-5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. apríl en 5. naí 2017 fyrir tillögur nr. 6-10. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is