Skipulagsauglýsing sem birtist 19. maí 2016

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti. Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt. Drög að deiliskipulagi virkjunarinnar er hluti af kynningargögnum.

(Skipulagsuppdráttur)

(Greinargerð)

(Drög að deiliskipulagi)

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða. Nýtt lögbýli í stað frístundabyggðar.

Lögð fram tilllaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur í sér að hluti svæðis fyrir frístundabyggð, merkt F8, úr landi Egilsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er um 10 ha að stærð og er fyrirhugað að stofna nýtt lögbýli á spildunni. Deiliskipulag svæðisins er auglýst samhliða.

(Skipulagsuppdráttur)

 

3. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Laugarás. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis á lóð Iðufells.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að reisa nýtt hótel á svæðinu þar sem í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum. Deiliskipulag svæðisins er auglýst samhliða.

(Skipulagsuppdráttur)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

4. Deiliskipulag fyrir alifugla hús í landi Miklaholtshellis.

Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir nýtt alifuglahús í landi Miklaholtshelli á svæði vestan Ölvisholtsvegar, rétt sunnan bæjartorfu jarðarinnar. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 1.800 fm húss fyrir allt að 17.400 fugla.

 (Skipulagslýsing)

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

5. Deiliskipulag fyrir 9,8 ha nýbýli (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1 í Flóahreppi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýbýlis á 9,8 ha spildu (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1 á svæði sem liggur upp að landi Urriðfoss, vestan Villingaholtsvegar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, útihúss og skemmu. Breyting á aðalskipulagi svæðsins sem felst í að landnotkun breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði er auglýst samhliða.

(Deiliskipulagstillaga)

 

6. Endurskoðun deiliskipulags sem nær til lóðarinnar Iðufells í Laugarási, Bláskógabyggð, og næsta nágrennis. Hótel og íbúðarsvæði.

Lögð fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags 6,3 ha svæði í Laugarási sem nær til lóðarinnar Iðufell og aðliggjandi svæðis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að núverandi húsnæði (Hótel Hvíta/gamla sláturhúsið) verði áfram nýtt sem gisti- og veitingahús auk þess sem gert var ráð fyrir 48 íbúðum í 5 einbýlishúsum, 18 parhúsum og 8 raðhúsalengjum. Í breyttri tillögu er gert ráð fyrir að rífa núverandi gisti- og veitingahús en í staðinn byggja nýtt 90-150 herbergja hótel sem getur verið allt 6.000 fm, allt að 16 stakar gistieingar og allt að 20 íbúðir í 5 raðhúsum. Breyting á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

(Nýtt deiliskipulag)

(Eldra deiliskipulag)

 

7. Deiliskipulag þjónustumiðstöðvar á lóð úr landi Bitru í Flóahreppi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjónustumiðstöðvar á spildu úr landi Bitru við vegamót Suðurlandsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar. Skipulagssvæðið er um 3 ha að stærð og er þar gert ráð fyrir byggingu allt að 5.000 fm þjónustumiðstöðvar og m.a. gert ráð fyrir eldsneytisdælum.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

 

8. Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu (Skjól) úr Kjóastöðum í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis sem kallast Skjól sem er á spildu úr landi Kjóastaða með lnr. 2209343. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja allt að 300 fm viðbyggingu fyrir veitingasölu milli núverandi húsa og allt að 500 fm viðbyggingu vegna stækkunar gistirýmis.

(Deiliskipulagsbreyting)

 

9. Breyting á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Uppbygging á gisti- og þjónustustarfsemi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem felst í að gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 1.000 fm af gisti- og þjónustubyggingum. Er breytingin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.

(Deiliskipulagsbreyting)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1 og 4 eru í kynningu frá 19. til 30. maí 2016 en tillögur nr. 2-3 og 5-9 frá 19. maí til 1. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 4 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. maí 2016 en 1. júlí fyrir tillögur nr. 2-3 og 5-9. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is