Skipulagsauglýsing sem birtist 18. apríl 2018 – Aðalskipulag Flóahrepps

Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun.

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Flóahrepps skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006.

Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í Flóahrepp árið 2006, þ.e. Hraungerðishrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Villingaholtshrepp, en með nýju aðalskipulagi verða svæðin sameinuð í eitt skipulag sem nær yfir allt land sveitarfélagsins.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Flóahrepps í Þingborg, á skrifstofu skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, Dalbraut 12 á Laugarvatni, og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, www.utu.is.

Tillagan er í kynningu frá 18. apríl til 31. maí 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 31. maí 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið berglind@utu.is.

 

Berglind Sigurðardóttir

Skipulagsfulltrúi

berglind@utu.is

(greinargerð landbúnaður)

(greinargerð umhverfisskýrsla)

(skipulagstillaga uppdráttur)

(skipulagstillaga greinargerð)