Skipulagsauglýsing sem birtist 15. júní 2017

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirhugað er að stækka íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis, fella út leikskólalóð norðan Skólabrautar, stækka svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins) auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar. Drög að deiliskipulagsbreytingu svæðisins er hluti af skipulagsgögnum.

Aðalskipulagsbreyting

Deiliskipulagsbreyting

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál:

2. Endurskoðun Aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016-2032

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi 11. maí 2017 tillögu að aðalskipulagi Hrunamannahrepps fyrir tímabilið 2016-2032. Tillagan var auglýst þann 26. janúar 2017 með athugasemdafrestil til 10. mars, sem síðan var lengdur til 21. apríl. Athugasemdir bárust auk nokkurra nýrra umsagna og var tillagan samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar. Aðalskipulagið hefur nú verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

3. Deiliskipulag fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð. Skipulags- og matslýsing.

Lögð fram til kynningar endurskoðuð skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Skálholt. Árið 2013 fór af stað vinna við gerð deiliskipulags fyrir Skálholtsstað og var þá lýsing m.a. kynnt með auglýsingu sem birtist 17. október það ár auk þess sem leitað var umsagnar Skipulagsstofnunar og fleiri aðila. Deiliskipulagsvinnan hélt þó ekki áfram og fór málið í bið fljótlega á eftir. Nú hefur verið ákveðið að fara af stað að nýju með að endurskoða deiliskipulag fyrir Skálholtsstað og er endurskoðuð lýsing fyrsta skrefið í þeirri vinnu.

Skipulags- og matslýsing

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

4. Deiliskipulag fyrir frístundahúsalóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 3,2 ha lóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi þar sem fyrirhugað er að reisa frístundahús sem getur verið allt að 70 fm að grunnfleti ásamt allt að 25 fm gestahúsi gestahúsi og 10 fm geymslu. Skipulagssvæðið er um 1,5 km austan við Gullfoss, framan við Hádegishæðir. Aðkoma að lóðinni verður um afréttarveg sem tekur við af Tungufellsvegi nr. 349.

Deiliskipulagstillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1, 3 og 4 er í kynningu frá 15. til 21. júní 2017 og er hægt að skila inn ábendingum oa athugasemdum til skipulagsfulltrúa til lok dags þann 21. júní. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is