Skipulagsauglýsing sem birtist 14. september 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar. 

  1. Hólakot L166762; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2209063

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna Hólakots L166762 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að skilgreint er frístundasvæði í stað landbúnaðarlands á um 12 ha spildu.

 GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar: 

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting – 2301064

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. ágúst 2023 að auglýsa skipulagstillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Hádegishóll). Með breytingunni verður sett inn 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir fasta búsetu, gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með breytingunni er að efla atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti. Samhliða er auglýst deiliskipulag sem tekur til uppbyggingar á svæðinu.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórna vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga. 

  1. Stóra-Borg lóð 16; óveruleg breyting á aðalskipulagi; L2 í L3 – 2302037

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 skipulagstillögu er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að skilgreining á landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 til samræmis við aðliggjandi svæði innan sömu lóðar. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með. Samþykki Skipulagsstofnunar fyrir málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi liggur fyrir.

UPPDRÁTTUR

  1. Skógsnes 2; Verslun- og þjónusta; óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2308042

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. september 2023 tillögu óverulegrar breytingu á aðalskipulagi  sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæðis í landi Skógsness 2. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

UPPDRÁTTUR

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana: 

  1. Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. september 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Svínavatns 3, L232042. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha á stærð og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.

UPPDRÁTTUR 

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Deiliskipulag – 2301017

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. ágúst 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Brjánsstaða lóð 4 (Hádegishóll), L213014. Í deiliskipulaginu felst heimild til að byggja þyrpingu lítilla gistihúsa auk þjónustuhúsa og húsnæðis fyrir starfsfólk með fasta búsetu ef á þarf að halda. Nýtingarhlutfall lóðar geti orðið allt að 0.1. Samhliða er auglýst breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna,  www.floahreppur.is, www.gogg.is, www.fludir.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1. innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 14. september 2023 með athugasemdafrest til og með 29. september 2023.

Mál 2, 5 og 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 14. september 2023 með athugasemdafrest til og með 27. október 2023.

Mál 3 og 4 eru tilkynningar um niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU