Skipulagsauglýsing sem birtist 14. júlí 2016.

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi 206-2018 í landi Hnaus 2. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar lýsing skipulags vegna breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps sem felst í að breyta svæði fyrir frístundabyggð i landi Hnauss 2 í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem heimilt verður að byggja 20 herbergja hótel.

(Lýsing skipulagsbreytingar)

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

2. Breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á Galtastaða (lnr. 198977). Móttökustöð ISAVIA og frístundabyggð

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem nær til hluta lands Galtastaða (lnr. 198977) í Flóahreppi. Landið er í eigu Isavia og er fyrirhugað að setja upp varamóttökuloftnet vegna flugfjarskipta flugumferðar auk þess sem einnig verður gert ráð fyrir byggingu 1-3 frístundahúsa. Landið, sem í heild er um 80 ha að stærð, er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingu er gert ráð fyrir 0,35 ha iðnaðarsvæði og 4,6 ha sem frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 (Aðalskipulagsbreyting)

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

3. Deiliskipulag fyrir spildu úr landi Fljótshóla 1 og 4 sem kallast Krákumýri, Flóahreppi. Íbúðarhús, skemma og hús fyrir ferðaþjónustu.

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna deiliskipulags sem nær yfir um 3,1 ha svæði af landi sem kallast Krákumýri og liggur sunnan Villingaholtsvegar rétt vestan við Krákuvatn. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, skemmu og hús fyrir ferðaþjónustu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

(Lýsing deiliskipulags)

4. Deiliskipulag í landi Grafar á Flúðum milli Hvammsvegar og Litlu-Laxár.

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir svæði úr landi Grafar á Flúðum sem afmarkast af Litlu-Laxá og Hvammsvegi. Samkvæmt endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem miðsvæði og verður horft til uppbyggingar á ýmisskonar atvinnustarfsemi á svæðinu í bland við íbúðarbyggð.

(Lýsing deiliskipulags)

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

5. Deiliskipulag fyrir alifuglahús í landi Miklaholtshellis í Flóahreppi.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt alifuglahús í landi Miklaholtshelli á svæði vestan Ölvisholtsvegar, rétt sunnan bæjartorfu jarðarinnar. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 1.800 fm húss fyrir allt að 17.400 fugla og allt að 400 fm hauggeymslu.

 (Tillaga að deiliskipulagi)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

6. Deiliskipulag móttökustöð Isavia og þrjú frístundahúsa í landi Galtastaða, Flóahreppi.

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta af landi Galtastaða lnr. 198977 sem er í eigu ISAVIA. Í tillögunni er afmarkað svæði fyrir byggingu varamóttökustöðvar auk þess sem afmarkaðar eru 3 frístundahúsalóðir. Er tillagan í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða.

(Deiliskipulagstillaga)

7. Deiliskipulag tjaldsvæðis í landi Hrosshaga í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi um 9.800 fm svæðis í landi Hrosshaga meðfram Hrosshagavegi norðvestan við bæjartorfu jarðarinnar. Á svæðinu er gert ráð fyrir tveimur þjónustuhúsum ásamt nokkrum kúlulaga gegnsæum tjöldum til gistingar.

(Deiliskipulagstillaga)

8. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Veiðilundur úr landi Miðfells í Bláskógabyggð

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til frístundabyggðarinnar Veiðilundur úr landi Miðfells í Bláskógabyggð. Eru 146 frístundahúsalóðir innan svæðisins og er með deiliskipulaginu verið að setja samræmda byggingarskilmála fyrir svæðið sem hefur verið í töluverðri endurnýjun á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa allt að 100 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

(Greinargerð)

9. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Stekkjarlundur úr landi Miðfells í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til frístundabyggðarinnar Stekkjarlundur úr landi Miðfells í Bláskógabyggð. Eru 125 frístundahúsalóðir innan svæðisins og er með deiliskipulaginu verið að setja samræmda byggingarskilmála fyrir svæðið sem hefur verið í töluverðri endurnýjun á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa allt að 100 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

(Greinargerð)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1 og 3-5 eru í kynningu frá 14. júlí til 5. ágúst 2016 en tillögur nr. 2 og 6-9 frá 14. júlí til 26. ágúst 2016. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 3-5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 5. ágúst 2016 en 28. ágúst fyrir tillögur nr. 2 og 6-9. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is