Skipulagsauglýsing sem birtist 12. janúar 2017

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 5. janúar 2017 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt. Tillagan var auglýst 13. október með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Athugasemdir bárust en sveitarstjórn samþykkti tillöguna óbreytta og hefur aðalskipulagsbreytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

2. Deiliskipulag fyrir alifuglaabúa á jörðinni Vatnsendi í Flóahreppi ásamt umhverfisskýrslu.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi sem nær til 5,4 ha svæðis úr landi Vatnsenda sem liggur norðan Villingaholtsvegar og austan vegar að Þingdal, á lóð sem fá mun nafnið Lækjarhvarf. Fyrirhuguð er stækkun kjúklingabús sem rekið er á jörðinni og er í tillögunni gert ráð fyrir byggingu allt að 6 alifuglahúsa fyrir allt að 80.000 fugla. Hvert hús getur verið allt að 1.000 fm að stærð, 70 m langt með allt að 7 m mænishæð. Á byggingareit er einnig gert ráð fyrir að byggð verði 550 fm haugþró ur steinsteypu.

 (Deiliskipulagstillaga)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

3. Breyting á skilmálum hjólhýsabyggðar í landi Skriðufells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Endurauglýsing.

Auglýst að nýju tillaga að breytingu á skilmálum hjólhýsabyggðar í landi Skriðufells. Tillagan var auglýst 22. maí 2014 með athugasemdafresti til 4. júlí sama ár og sveitarstjórn samþykkti breytinguna 3. september 2014 með ákveðnum skilyrðum. Breytingin tók þó aldrei formlega gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og er hún því auglýst að nýju. Um er að ræða ýmsar breytingar er varða reglur sem gilda á hjólhýsasvæði Skógræktar ríkisins í Skriðufelli s.s. varðandi leyfilegar framkvæmdir, umgengni o.fl.

(Auglýst deiliskipulagsbreyting)

4. Deiliskipulag fyrir alifuglahús í landi Miklaholtshellis í Flóahreppi ásamt umhverfisskýrslu.

Auglyst tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt alifuglahús í landi Miklaholtshelli á svæði vestan Ölvisholtsvegar, rétt sunnan bæjartorfu jarðarinnar. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 1.800 fm húss fyrir allt að 17.400 fugla og allt að 400 fm hauggeymslu.

(Auglýst deiliskipulag)

5. Deiliskipulag lóðar úr landi Súluholts í Flóahreppi fyrir byggingu útleiguhúsa.

Auglýst tillaga að deiliskipulagi 0,5 ha lóðar úr landi Súluholts lnr. 216736 á svæði ofan Önundarholtsvegar norðvestan bæjartorfu Súluholts og Skyggnisholts. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu sex allt að 40 fm húsum til útleigu.

(Auglýst deiliskipulag)

6. Deiliskipulag þriggja frístundahúsalóða úr landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Lóðir A, B og C.  

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til þriggja rúmlega 2,1 ha frístundshúsalóða á svæði úr landi Vatnsleysu og heita lóðirnar Vatnsleysa land A, B og C. Eru lóðirnar skammt sunnan bæjartorfu undir hlíð sem gengur norður úr Fellsfjalli. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja eitt frístundahús og eitt aukahús á hverri lóð og miðast byggingarmagn við nýtingarhlutfallið 0.03. Þar af má aukahúsið vera allt að 25 fm.

(Auglýst deiliskipulag)

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

7. Deiliskipulag Brúarvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 5. janúar 2017 tillögu að deiliskipulagi fyrir 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í Tungufljóti í landi Brúar ofan þjóðvegar nr. 35 að Gullfossi. Tillagan var auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember s.á. Athugasemdir bárust og sveitarstjórn samþykkti tillöguna með minniháttar breytingum til að koma til móts við ábendingar í umsögnum sem bárust á kynningartíma. Deiliskipulagið hefur nú verið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillaga nr. 2 er í kynningu frá 12. til 23. janúar en tillögur nr. 3 frá 6 frá 12. janúar til 24. febrúar 2017. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 2 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 23. janúar en 24. febrúar fyrir tillögur nr. 3 til 6. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is