Skipulagsauglýsing sem birtist 10. janúar 2018 – Reykholt í Þjórsárdal

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Uppbygging baðstaðar, hótels og veitingastaðar við Reykholt í Þjórsárdal.

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fyrirhugað er að fara í uppbyggingu baðstaðar, hótels og veitingastaðar við Reykholt í Þjórsárdal. Í breytingunni felst að afmarkað er um 13 ha svæði fyrir verslun- og þjónustu, merkt V12, á svæði í nágrenni við núverandi Þjórsárdalslaug þar sem megin hluti uppbyggingar fer fram. Að auki er afmarkað annað svæði fyrir verslun- og þjónustu við gatnamót Þjórsárdalsvegar og aðkomuvegar að Reykholti, merkt V13, þar sem fyrirhugað er að byggja upp aðstöðu fyrir móttöku gesta. Í breytingunni er einnig gert ráð fyrir að gatnamótin færist lítillega til að auka umferðaröryggi. Þá er afmarkað vatnsból og vatnsverndarsvæði við Reykholt. Drög að deiliskipulagi svæðisins er hluti af kynningargögnum málsins.

Áður en aðalskipulagsbreytingin verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn og samþykkt til formlegrar auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga verður hún í kynningu frá 10. til 22. janúar 2018. Verður hægt að nálgast kynningargögn á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16 alla daga. Að auki er hægt að nálgast öll gögn málsins á vefslóðinni http://www.utu.is. Athugasemdir og ábendingar við tillöguna skulu sendar skipulagsfulltrúa og þurfa þær að berast í síðasta lagi 22. janúar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Aðalskipulagsbreyting

Drög að deiliskipulagi – Uppdráttur

Drög að deiliskipulagi – Greinargerð

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is