Skipulagsauglýsing sem birtist 1. september 2016

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 við þéttbýlið Árnes, sunnan þjóðvegar.

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi við Árnes, sunnan þjóðvegar og nær breytingin bæði til þéttbýlis- og dreifbýlisuppdráttar. Á dreifbýlisuppdrætti er svæðið skilgreint sem blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis en innan þéttbýlis er það annarssvegar athafnasvæðis og hinsvegar opið svæði til sérstakra nota. Með breytingu er gert ráð fyrir að stærstur hluti svæðisins breytist í íbúðarsvæði þar sem heimilt verði að stunda húsdýrahald og aðra landbúnaðartengda starfsemi en hluti svæðisins verður áfram skilgreint sem athafnasvæði.

(Lýsing)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi 206-2018 í landi Hnaus 2. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felst í að breyta svæði fyrir frístundabyggð i landi Hnauss 2 í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem heimilt verður að byggja 20 herbergja hótel.

 (Aðalskipulagstillaga)

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

3. Deiliskipulag fyrir spildu úr landi Fljótshóla 1 og 4 sem kallast Krákumýri, Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir um 3,1 ha svæði af landi sem kallast Krákumýri og liggur sunnan Villingaholtsvegar rétt vestan við Krákuvatn. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

(Deiliskipulagstillaga)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

4. Deiliskipulag fyrir frístundabyggðina Stekkatún úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi 5 lóða undir frístundabyggð á um 13 ha lands úr landi Efri-Reykja. Tvær lóðanna eru um 0,6 ha, ein um 0,9 ha en hinar tvær 4,33 og 6,57 ha. Á þremur minnstu lóðunum (Stekkatún 2, 3 og 4) er gert ráð fyrir allt að 130 fm frístundahúsi og 40 fm aukahúsi en á stærri lóðunum, Stekkatúni 1 og 5, verði heimilt að byggja 150 fm frístundahús, 50 fm bílskúr og 40 fm aukahús. Á lóðinni Stekkatún 1 er gamalt fjárhús sem mun standa áfram.

(Deiliskipulagstillaga)

5. Deiliskipulag frístundabyggð á svæði sem kallast Kolviðarholtsmýri úr landi Böðmóðsstaða í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til 14,9 ha svæði sem heitir Kolviðarholtsmýri 1 úr landi Böðmóðsstaða við Apavatn. Í tillögunni er afmarkaðar 7 frístundahúalóðir á bilinu 0,43 til 0,53 ha þar sem heimilt verður að reisa eitt hús þar sem nýtingarhlutfall er 0.03. Að auki eru afmarkaðir tveir byggingarreitir á upprunalandinu fyrir skemmur.

(Deiliskipulagstillaga)

6. Deiliskipulag frístundabyggðar á spildu úr landi Bíldsfells í Grímsnes- og Grafningshreppi. Bíldsfell 6 land 5.

Tillaga að deiliskipulagi 11 frístundahúsalóða á um 9,3 ha spildu sem kallast Bíldsfell 6 land 5 og liggur sunnan og austan við aðkomuveg að bænum Bíldsfell. Á hverri lóð er heimilt að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús og miðast byggingarmagn við nýtingarhlutfallið 0.03. Hámarksstærð aukahúss er 40 fm.

(Deiliskipulagstillaga)

7. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Þórsstíg í landi Ásgarðs, Grímsnes- og Grafningshreppi. Skilmálabreyting

Tillaga breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Þórsstígs í landi Ásgarðs sem felur í sér að byggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 og að á hverri lóð megi reisa frístundahús og eitt gestahús. Hámarksstærð gestahúss er 40 fm. Samkvæmt gildandi skilmálum má byggja 100 fm frístundahús og 10 fm geymslu, svefnhús eða gróðurhús.

(Skipulagsuppdráttur)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1 – 3 er í kynningu frá 1. til 7. september 2016 en tillögur nr. 4 – 7 frá 1. september til 14. október 2016. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 til 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 7. september en 14. október fyrir tillögur nr. 4 – 7. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is