Auglýsing sem birtist 8. janúar 2015

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1 .Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar. (Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi sem felst í að breyta hluta af svæði fyrir frístundabyggð úr landi Skálmholts, merkt F15, í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða 8 ha svæði og er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni.

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

2. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Reykholt. Nýr vegur að íbúðarsvæði austan grunnskóla (land Eflingar).(Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Reykholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði (svæði Eflingar) upp á holtinu austan við grunnskólann. Fyrirhugað er að leggja nýjan um 220 m langan veg frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið.

3. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð vegna Reykjavegar. Breyting á legu og efnistökusvæði.(Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við endurbætur á Reykjavegi. Í gildandi aðalskipulagi var gert ráð fyrir færslu á legu vegarins miðað við núverandi legu, á svæði frá afleggjara að Tjörn og að Biskupstungnabraut. Nú hefur verið hætt við þá færslu og að gert ráð fyrir að hann verði endurbættur í núverandi legu nema að beygjur við aðkomuvegi að Tjörn og Syðri-Reykjum verða lagfærðar. Auk breytinga á legu vegarins er bætt við námu í landi Efri-Reykja sem fyrirhugað er að nýta við endurbæturnar.

4. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð. Norðurtún, efnistökusvæði í landi Syðri-Reykja við Brúará. (Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við efnistökusvæði í landi Syðri-Reykja (í Norðurtúni) rétt við Brúará. Samkvæmt lýsingunni er námusvæðið 49.000fm að flatarmáli og gert ráð fyrir að þar megi taka allt að 149.900 m3 af efni á 15 árum. Lágmarksfjarlægð efnistökusvæðis frá frístundabyggð er 100 m og áður en vinnsla hefst á nýju svæði þarf að ganga frá röskuðu svæði næst frístundabyggðinni.

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

5. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns í Bláskógabyggð. (Skipulagsgögn)

Nýtt efnistökusvæði við Höfðaflatir. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns sunnan Högnhöfða, í jaðri Úthliðarhrauns. Svæðið hefur þegar verið raskað að hluta í tengslum við efnistöku til eigin nota innan jarðarinnar en nú er gert ráð fyrir að heimilt verði að taka allt 30 þúsund rúmmetra efnis. Gerð er breyting á hálendisuppdrætti aðalskipulagsins og greinargerð.

6. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja ásamt umhverfisskýrslu. Nýtt efnistökusvæði, Hrosshóll. (Skipulagsgögn)

Aðalskipulagsbreyting þar sem gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði, Hrosshóll, syðst í landi Syðri-Reykja. Aðkoma að námunni verður frá Reykjavegi um veg meðfram suðurmörkum jarðarinnar. Náman mun ná yfir allt að 49 þúsund fermetra svæði og mun efnismagn vera allt að 149 þúsund rúmmetrar. Deiliskipulagsmál Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

7. Deilskipulag fyrir Ragnheiðarstaði 2 lnr. 222006 í Flóahreppi. Nýtt lögbýli (Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi nýs lögbýlis á landi úr jörðinni Ragnheiðarstaðir í Flóahreppi. Svæðið er í heild 193,7 ha og er 77,7 ha norðan Villingaholtsvegar og 116 ha sunnan vegarins. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, vélageymslu, hesthúss og annarra landbúnaðarbygginga.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

8. Deiliskipulag 10,7 ha spildu úr landi Stóra-Hofs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þrjár frístundahúsalóðir. (Skipulagsgögn)

Tillaga að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Stóra-Hofs með landnúmer 203207. Um er að ræða 10,3 ha spildu ofan þjóðvegar á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem blanda opins svæðis til sérstakra nota og frístundabyggðar. Í tillögunni eru afmarkaðar 3 um um 5.000 fm lóðir þar sem byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 (150 fm). Byggja má eitt frístundahús og allt að 25 fm geymslu. Hámarksmænishæð er allt að 6 m.

9. Deiliskipulag frístundabyggðar við Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargötu í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskógabyggð.(Skipulagsgögn)

Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi 36 ha svæðis úr landi Skálabrekku sem liggur á milli Þingvallavatns og gamla þjóðvegarins til Þingvalla, suðvestan skipulagðrar frístundabyggðar við Skálabrekkugötu. Á svæðinu er gert ráð fyrir 21 frístundahúsalóð á bilinu 0,65 til 1,2 ha að stærð. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var áður auglýst til kynningar 22. ágúst 2013 en sú tillaga tók ekki formlega gildi.

10. Deiliskipulag frístundabyggðar á svæði úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. (Skipulagsgögn)

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til reits B samkvæmt þinglýstum skiptum fyrir land Hagavíkur. Innan svæðisins eru tvö eldri frístundahús auk bátaskýlis. Í tillögunni er afmörkuð 0,9 ha lóð utan um annað frístundahúsið (fastanr. 220-9575) og 0,2 ha lóð utan um bátaskýlið. Þá er afmörkuð ný 0,9 ha lóð fyrir nýtt frístundahús. Byggingarmagn frístundahúsalóðanna tveggja miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 og er heimilt að reisa eitt frístundahús auk aukahúss.

11. Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Þakhalli, og mænisstefna. (Skipulagsgögn)

Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í Úthlíð varðandi þakhalla og mænisstefnu. Á flestum svæðum innan Úthlíðar er gert ráð fyrir að þakhalli sé á bilinu 15-45 gráður auk ákveðinnar meginmænisstefnu. Nú er gerð sú tillaga að fella út ákvæði um sérstaka mænisstefnu húsa auk þess að leyfa þakhalla á bilinu 0 til 45 gráður.

12. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Vað úr landi Brúar í Bláskógabyggð. Stærð aukahúsa. (Skipulagsgögn)

Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðarinnar Vað úr landi Brúar sem felst í að heimilt verður að byggja allt að 30 fm aukahús á lóðunum til viðbótar við frístundahús. Gildandi skilmálar gera eingöngu ráð fyrir 10 fm geymslu. Nýtingarhlutfall lóðanna er 0.03 og breytist það ekki.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1-4 og nr. 7 er í kynningu frá 8. til 22. janúar 2015 en tillögur nr. 5 – 6 og nr. 8 – 12 frá 8. janúar til 20. febrúar 2015. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1-4 og nr. 7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 22. janúar 2015 en 20. febrúar fyrir tillögur nr. 5 – 6 og nr. 8 – 12. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi petur@sudurland.is