Auglýsing sem birtist 7. janúar 2016

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða. (Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur í sér að hluti svæðis fyrir frístundabyggð, merkt F8, úr landi Egilsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er um 10 ha að stærð og er fyrirhugað að þar verði stofnað nýtt lögbýli.

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á lögbýlinu Hraunvellir. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu. (Skipulagsgögn)

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir verslun- og þjónustu á lögbýlinu Hraunvellir þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

3. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.(Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að um 7 ha svæði í landi brekku sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamörkum við Efri-Reyki breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.

 

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

4. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, á spildu úr landi Einiholts. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæðis.(Skipulagsgögn)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 10. desember 2015 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á spildu úr landi Einiholts á svæði milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan við bæjartorfu Einiholts. Tillagan var auglýst frá 22. október til 4. desember 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

5. Breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í Bláskógabyggð, Brennimelslína 1. Færsla á háspennulínu. (Skipulagsgögn)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 12. nóvember 2015 tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Brennimelslínu 1. Tillagan var auglýst frá 3. september til 16. október 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið staðfest af Skipulagsstofnun. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

  

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

6. Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. (Skipulagsgögn)

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags sem nær til Minjastaðarins Stangar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og til svæði við Gjána sem er aðeins austar. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að útbúa ramma yfir framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í til að bæta aðstöðu vegna aukins álags ferðamanna.

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

7. Deiliskipulag sem nær til lögbýlisins Ásborg í Ásahreppi auk tveggja spildna úr landi Áss 1. (Skipulagsgögn)

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 60 ha svæðis og þriggja spildna (Ásborg 220760, Ás 1 spilda 2 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232). Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

8. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Koðrabúðir úr landi Heiðar í Bláskógabyggð. Skilmálabreyting.  (Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Koðrabúðir sem felst í að skilmálar breytast á þann veg að byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 í stað þess að miða hámarksstærð húsa við 80 fm.

9. Deiliskipulag fyrir lóðina Sökk 5 úr landi Efri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þrjár frístundahúsalóðir. (Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum á landi sem heitir Sökk 5 úr landi Efri-Brúar og liggur við austanvert Úlfljótsvatn. Tvær lóðirnar eru rúmlega 1 ha að stærð en sú þriðja er um 2,3 ha. Á hverri lóð er heimilt að byggja frístundahús ásamt aukahúsi. Byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 en hámarksstærð aukahúss er 40 fm.

10. Deiliskipulag fyrir 1 ha svæði úr landi Langholts 2 (lnr. 166249) í Flóahreppi. Frístundahús til nota í ferðaþjónustu. (Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 1 ha spildu á bæjartorfu Langholts 2. Afmarkaður er byggingarreitur (B1) þar sem heimilt verður að byggja 2 ný allt að 85 fm frístundahús auk þess sem heimilt verður að stækka núverandi hús (34 fm í dag) í sömu stærð.

11. Deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Íbúðarhúsalóðir.  (Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti sem er um 1 ha að stærð og er í aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarsvæði. Með auglýsingu sem birtist þann 25. júní sl. var auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem náði til lóðarinnar þar sem gert var ráð fyrir að á henni yrðu byggð 16 íbúðarhús á bilinu 50-90 fm. Athugasemdir bárust og tók breytingin ekki formlega gildi. Þá breyttust forsendur þar sem deiliskipulag fyrir þéttbýlið Reykholt var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nú hefur sveitarstjórn samþykkt að auglýsa deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt sem felst í að gert er ráð fyrir 6 parhúsum á bilinu 100-140 fm að stærð auk 4 einbýlishúsa á bilinu 100-120 fm. Öll hús verða á einni hæð.

12. Deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir úr landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð. Lóðir með lnr. 170186 og 222397. (Skipulagsgögn)

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja um 1,5 ha frístundahúsalóða í landi Heiðarbæjar á svæði milli Torfadalslækjar og Móakotsár. Aðkoma að lóðunum er frá Þingvallavegi (nr. 36). Á hvorri lóð verður heimlt að reisa allt að 250 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

 

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

13. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Rimahverfi.(Skipulagsgögn)

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 19. ágúst 2015 tillögu að deiliskipulagi sem nær til frístundabyggðar úr landi Klausturhóla sem kallast Rimahverfi. Tillagan var auglýst frá 13. maí til 25. júní 2015. Var deiliskiplulagið samþykkt með breytingum á greinargerð til að koma til móts við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu og þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

14. Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á spildu úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð. (Skipulagsgögn)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 10. desember 2015 tillögu að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1 sem liggur milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegarg. Tillagan var auglýst frá 22. október til 4. desember 2015. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1-2 og 6-7 er í kynningu frá 7. til 18. janúar 2016 en tillögur nr. 3 og 8-12 frá 7. janúar til 12. febrúar. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1-2 og 6-7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 18. janúar 2016 en 19. febrúar fyrir tillögur nr. 3 og 8-12. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is