Auglýsing sem birtist 25. febrúar 2016

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Golfvöllur í stað íbúðarsvæðis.

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Svæði er í dag skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Er breytingin gerð vegna fyrirhugaðrar stækkun golfvallar, Svarfhólsvallar, og verður íbúðarsvæði sem merkt er Í4 og Í5 fellt út.

(Lýsing aðalskipulagsbreytingar)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða. Nýtt lögbýli í stað frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar tilllaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur í sér að hluti svæðis fyrir frístundabyggð, merkt F8, úr landi Egilsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er um 10 ha að stærð og er fyrirhugað að stofna nýtt lögbýli á spildunni. Drög að deiliskipulagi svæðisins er kynnt samhliða.

(aðalskipulagsbreyting)

(drög að deiliskipulagi)

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

3. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á lögbýlinu Hraunvellir. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir verslun- og þjónustu á lögbýlinu Hraunvellir þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

 (aðalskipulagsbreyting)

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

4. Deiliskipulag fyrir jörðina Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Lögð fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Úlfljótsvatn sem er í eigu Skógræktarinnar og Skáta. Í gildi er deiliskipulag sem nær til um 2,5 ha svæðis við Útilífsmiðstöð Skáta og fellur það úr gildi með gildistöku nýs skipulags.

(Lýsing deiliskipulags)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

5. Deiliskipulag fyrir íbúðarhús í landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð.  

Tillaga að deiliskipulagi sem felur í sér að heimilt verður að byggja nýtt 200 fm íbúðarhús og 50 fm bílskúr um 550 m suðvestur af bæjartorfu jarðarinnar með aðkomu um nýjan veg sem tengist Einiholtsvegi.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

6. Deiliskipulag svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Hnausa II í Flóahreppi. Gistiskálar.

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 1,38 ha svæðis á jörðinni Hnausar II á svæði sem liggur sunnan aðkomuvegar að bæjunum Hnaus 1 og 2, um 1,2 km frá þjóðvegi. Á svæðinu er fyrirhugað er að reisa allt að sjö 65 fm gistiskála fyrir ferðaþjónustu.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

7. Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi. Íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar. Endurauglýsing

Skipulagið nær til nýbýlisins Hrafnshagi sem er 45,3 ha að stærð úr landi Arabæjar. Gert er ráð fyrir að á svæði ofan við Villingaholtsveg nr. 305 verði afmarkaður byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, og landbúnaðarbyggingar (t.d. hesthús, reiðhöll), samtals allt að 5.000 fm. Tillagan var áður auglýst 13. nóvember 2014.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

8. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Álfabyggð í landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tillaga að deiliskipulagi 48 ha svæðis fyrir frístundabyggð þar sem afmarkaðar eru 56 nýjar lóðir. Svæðið nær til svæðis sem í aðalskipulagi er merkt F21a og að hluta F21b, með aðkomu frá Bústjórabraut. Hámarksbyggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 (150 fm per 0,5 ha lóð), þar af má stærð aukahúsa vera allt að 40 fm.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

9. Breyting á skipulagsskilmálum frístundabyggðar í landi Vatnsholts við Apavatn, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tilllaga að breytingu á greinargerð deiliskipulags frístundabyggðar í land Vatnsholts sem nær til Norður- og Suðurhverfis við Apavatn en ekki Hlíðarhverfis við rætur Mosfells. Breytingin nær til greina 2.3 Húsagerðir og 2.4 Húsastærðir og felur í sér að miða skuli hámarksbyggingarmagn lóða við nýtingarhlutfallið 0.03 (150 fm per 0,5 ha lóðir), að stærðir aukahúsa megi vera allt að 40 fm, að lögun húsa verði frjáls og það sama eigi við um þakhalla. Þá er einnig gert ráð fyrir að hámarkshæð húsa frá jörðu geti verið 6 m.

(skilmálabreyting)

10. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Byggingarskilmálar.

Tillaga að breytingu á byggingarskilmálum frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða sem felst í að hámarksbyggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03 og að aukahús megi vera allt að 40 fm. Samkvæmt gildandi skilmálum mega sumarhús að hámarki vera 100 fm auk þess sem byggja má 10 fm geymslu/aukahús. Felur þetta í sér að á lóð sem er 0,5 ha stærð má hámarksbyggingarmagn vera 150 fm.

(skilmálabreyting)

11. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja í Grímsnes- og Grafningshreppi. Réttarháls 7.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja sem felur í sér að lóðin Réttahálsvegur 7, sem er 5.000 fm að stærð, er afmörkuð inn á skipulagsuppdrátt. Ekki er gerð breyting á skilmálum svæðisins.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

12. Deiliskipulag íbúðarhúsalóðar úr landi Kálfholts í Ásahreppi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 2 ha íbúðarhúsalóðar úr landi Kálfholts lnr. 165294. Lóðin liggur við Sauðholtsveg nr. 2398 vestan bæjartorfu Kálfholts. Gert er ráð fyrir að á lóðinni verði byggt allt að 200 fm íbúðarhús og 30 fm geymsla/gestahús.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

13. Deiliskipulag sem nær til lögbýlisins Ásborg í Ásahreppi auk tveggja spildna úr landi Áss 1.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 60 ha svæðis og þriggja spildna (Ásborg 220760, Ás 1 spilda 2 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232). Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

14. Breyting á deiliskipulagi Holtabyggðar úr landi Syðra-Langholts IV í Hrunamannahreppi.

Breytingin nær til lóða 501-503, 220-222, 401-406 og 301-302. Almennt er verið að stækka byggingarreiti auk þess sem verið er að skipta upp lóðum 501, 502 og 503 og lagfæra önnur lóðarmörk.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

15. Breyting á deiliskipulagi bæjartorfu Tungufells í Hrunamannahreppi.

Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar þannig að það nær yfir öll hús bæjartorfunnar. Þá er afmörkuð 1.270 fm lóð utan um núverandi íbúðarhús með heimild til að stækka húsið upp í 350 fm auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur utan um núverandi útihús með heimild til að byggja ný eða stækka núverandi þannig að heildarbyggingarmagn verði 2.500 fm.

(Deiliskipulagsuppdráttur)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1, 2 og 4 eru í kynningu frá 25. febrúar til 9. mars 2016 en tillögur nr. 3 og 5-15 frá 25. febrúar til 8. apríl 2016. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1, 2 og 4 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 9. mars 2016 en 8. apríl fyrir tillögur nr. 3 og 5-15. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is