Auglýsing sem birtist 15. janúar 2015

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

Lýsing deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði/gámasvæði á svæði norðan Flúða, Hrunamannahreppi. (Skipulagsgögn)
Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis/gámasvæðis á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er merkt sem iðnaðarsvæði og merkt P1. Í dag er þar starfrækt móttökusvæði fyrir úrgang, gámasvæði, en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir óverulegri stækkun svæðisins úr 0,7 ha í 3 ha auk þess sem starfsemin er útvíkkuð í tengslum við frekari meðhöndlun á lífrænum úrgangi.

Aðalskipulagsbreyting

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði norðan Flúða, svæði merkt P1. (Skipulagsgögn)
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi 8. janúar 2015 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að iðnaðarsvæði norðan Flúða sem nýtt hefur verið til móttöku úrgangs (gámastöð), merkt P1, stækkar úr 0,7 ha í 3 ha. Er breytingin gerð í tengslum við nýtt deiliskipulags fyrir svæðið og fyrirætlanir um að bæta við starfsemi sem tengist meðhöndlun á lífrænum úrgangi. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Endurskoðun aðalskipulags

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Endurskoðun aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016-2028 (Skipulagsgögn)
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og er fyrsta skref í þeirri vinnu að kynna lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum vinnunnar og áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli.

Gert er ráð fyrir að haldinn verði kynningarfundur um aðalskipulagsvinnuna í kringum mánaðarmótin febrúar/mars og verður nákvæm tímasetning auglýst síðar.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu Hrunamannahrepps Akurgerði 6, Flúðum, og skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.fludir.is eða http://www.sbf.is.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 15. janúar til 29. janúar 2015 en tillaga nr. 3 frá 15. janúar til 12. febrúar 2015. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. janúar 2015 en 12. febrúar fyrir tillögu nr. 3.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is