Auglýsing sem birtist 13. október 2016

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 við þéttbýlið Árnes, sunnan þjóðvegar.

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi á svæði við Árnes, sunnan þjóðvegar og austan við núverandi athafnasvæði. Á dreifbýlisuppdrætti er svæðið skilgreint sem blanda íbúðar- og opins svæðis til sérstakra nota en innan þéttbýlis er það annarssvegar athafnasvæðis og hinsvegar opið svæði til sérstakra nota. Í breytingunni felst að afmörkun þéttbýlisins minnkar þannig að þetta svæði verður utan þéttbýlisins og skilgreint sem blanda landbúnaðar- og íbúðarsvæðis til samræmis við aðliggjandi svæði. Drög að deiliskipulagi svæðisins er kynnt samhliða en skv. því er gert ráð fyrir að byggja íbúðarhús, landbúnaðarbyggingu og smáhýsi til ferðaþjónustu.

(Aðalskipulagsbreyting)

(Drög að deiliskipulagi)

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:

2. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi 206-2018 í landi Hnaus 2. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.

Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felst í að breyta svæði fyrir frístundabyggð i landi Hnauss 2 í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem heimilt verður að byggja 20 herbergja hótel. Deiliskipulag fyrir svæðið er auglýst samhliða.

(Aðalskipulagsuppdr)

3. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti.

Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt. Deiliskipulag fyrir virkjanasvæðið er auglýst samhliða.

(Breytingaruppdráttur)

(Greinargerð)

(Viðauki 1 – Matsskýrsla)

(Viðauki 2 – Álit Skipulagsstofnunar)

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

4. Breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á Galtastaða (lnr. 198977). Móttökustöð ISAVIA og frístundabyggð

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 14. september 2016 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015 sem nær til svæðis í landi Galtastaða og felur í sér afmörkun iðnaðarsvæðis fyrir móttökumastur auk svæðis fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst 14. júlí 2016 með athugasemdafresti til 28. ágúst. Athugasemdir bárust en sveitarstjórn samþykkti tillöguna óbreytta og hefur aðalskipulagsbreytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

5. Breyting á deiliskipulagi Ásborga í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Í breytingunni felst að lóðir nr. 44, 46 og 48 er sameinaðar í eina 17.432 fm lóð fyrir verslun og þjónustu en lóðir nr. 44 og 46 er í dag íbúðarhúsalóðir. Á sameinaðri lóð er afmarkaður byggingarreitur (A) fyrir stækkun núverandi veitingahúss um 1.200 fm (er 716,1 fm í dag), reitur (B) fyrir allt að 600 fm hótelbyggingu reit (C) fyrir allt að 600 fm hótelbyggingu og reit (D) fyrir allt að 120 fm kapellu.

(Deiliskipulagsbr.)

6. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells I, svæði 1 og 2, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þakhalli

Auglýst tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggða úr landi Búrfells I sem nær til lóða við Lækjarbakka, Víðibrekku, Þrastahóla og Nónhóla. Samkvæmt gildandi skilmálum er gert ráð fyrir að þakhalli sé á bilinu 14-60 gráður en með breytingu verður þakhalli frjáls.

(Skilmálabreyting svæði 1 og 2)

7. Deiliskipulag hótels og frístundabyggðar í landi Hnaus 2 í Flóahreppi

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 38 ha af jörðinni Hnaus 2. Innan svæðisins er gert ráð fyrir skógræktarsvæði auk 4 frístundahúsalóða og 1 lóðar fyrir verslun- og þjónustu þar sem byggja má allt að 1.000 fm, 20 herbergja hótel. Áður hafði verið auglýst sambærileg tillaga að deiliskipulagi sama svæðisins en breytingin nú felst í að þar sem áður var gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum er núna ein lóð fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða.

(Deiliskipulagstillaga)

8. Deiliskipulag fyrir spildu úr landi Fljótshóla 1 og 4 sem kallast Krákumýri, Flóahreppi. Íbúðarhús og skemma.

Auglýst tillaga að deiliskipulagi sem nær yfir um 3,1 ha svæði af landi sem kallast Krákumýri og liggur sunnan Villingaholtsvegar rétt vestan við Krákuvatn. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

(Deiliskipulag)

9. Breyting á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu.

Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum sem felst í að gert er ráð fyrir nýju bílastæði vestan við Hakið með allt að 285 bílastæðum auk þess sem fyrirkomulag núverandi stæða breytist. Þá er gert ráð fyrir tveimur nýjum salernisbyggingum, allt að 150 og 100 fm að stærð, við ný bílastæði. Að auki stækkar lóð og byggingarreitur starfsmannahúss (lóð c) og gert ráð fyrir nýrri þjónustuleið að þjónustumiðstöð.

(Deiliskipulagsbreyting)

(Umhverfisskýrsla)

10. Deiliskipulag Brúarvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu.

Auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í Tungufljóti í landi Brúar ofan þjóðvegar nr. 35 að Gullfossi. Aðalstífla virkjunarinnar er áformuð þvert yfir farveg Tungufljóts, rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og það yrði áin leidd 1.700 m í niðurgrafinni þrýstipípu að stöðvarhúsi sem verður allt að 1.600 fm að stærð. Aðkoma að svæðinu er um veg sem liggur í gegnum bæjarstæði Brúar. Innan svæðisins eru einnig afmörkuð svæði fyrir efnistöku og efnislosun ásamt auk þess sem gert er ráð fyrir svæði fyrir vinnubúðir.

(Uppdráttur)

(Greinargerð)

11. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar, Bláskógabyggð. Fækkun lóða og minnkun skipulagssvæðis.

Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar sem felst í að skipulagssvæðið minnkar verulega og frístundahúsalóðum fækkar. Samkvæmt gildandi skipulagi eru 29 lóðir innan svæðisins en með breyttu skipulagi verða þær eingöngu 10, þe. 19 lóðir eru felldar út. Engar breytingar verða á skilmálum deiliskipulagsins.

(Deiliskipulagsbreyting)

12. Breyting á deiliskipulagi lóða úr landi Brúarhvamms .

Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis úr landi Brúarhvamms. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru tvær frístundahúsalóðir innan skipulagssvæðisins þar af er heimilt að byggja á annarri þeirra. Í breyttri tillögu eru þessar tvær lóðir sameinaðar en að auki stækkar skipulagssvæðið til austur og nær yfir lóðina Brúarhvamm 2 sem er verslunar- og þjónustulóð. Á þeirri lóð er gert ráð fyrir byggingu allt að 500 fm gistihúss á tveimur hæðum.

(Deiliskipulagbreyting)

13. Deiliskipulag svæðis úr landi Bergsstaða sem nær til lands Neðrabergs.

Auglýst tillaga að deiliskipulagi úr landi Bergsstaða sem nær til tveggja spildna. Er gert ráð fyrir tveimur nýjum frístundahúsalóðum á landi lnr. 219953 (frístundabyggð skv. aðalskipulagi) og á spildu með lnr. 167060 (landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi) eru afmarkaðar lóðir utan um núverandi íbúðarhús og útihús auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð.

(Deiliskipulag)

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

14. Deiliskipulag móttökustöð Isavia og þrjú frístundahúsa í landi Galtastaða, Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 14. september 2016 tillögu að deiliskipulagi sem nær til hluta af landi Galtastaða lnr. 198977 sem er í eigu ISAVIA. Í tillögunni er afmarkað svæði fyrir byggingu varamóttökustöðvar auk þess sem afmarkaðar eru 3 frístundahúsalóðir. Tillagan var auglýst 14. júlí 2016 með athugasemdafresti til 28. ágúst. Athugasemdir bárust en sveitarstjórn samþykkti tillöguna óbreytta og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 13. til 25. október 2016 en tillögur nr. 2 – 3 og 5 -13 frá 13. október til 25. nóvember 2016. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. október 2016 en 25. nóvember fyrir tillögur nr. 2 – 3 og 5 – 13. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is