Auglýsing sem birtist 13. nóvember 2014

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

1.     Deilskipulag fyrir Loftsstaði-Eystri (lnr. 165472) í Flóahreppi. Íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðir.

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis fyrir deiliskipulag jarðarinnar Loftsstaði-Eystri. Jörðin er 73 ha að stærð en skipulagssvæðið nær til um 10 ha svæðis í næsta nágrenni við bæjartorfu. Gamalt íbúðarhús- og fjós eru á jörðinni en ráðgert er að bæta við bæði íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðum  í næsta nágrenni þar við.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

2.     Deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóð á jörðinni Haukadalur 3 í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir 2.000 fm íbúðarhúsalóð í landi Haukadals 3 lnr. 167099 á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Um er að ræða um 103 ha jörð þar sem í dag er skráð 66 fm starfsmannahús og gömul 55 fm hlaða. Gert er ráð fyrir að á lóðinni megi reisa 250 fm íbúðarhús og verður aðkoma að lóðinni frá þjóðvegi um tengingu sem liggur að golfskóla/íbúðarhúsi Haukadalsvallar.

3.     Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi. Íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar.

Skipulagið nær til nýbýlisins Hrafnshagi sem er 45,3 ha að stærð úr landi Arabæjar. Gert er ráð fyrir að á svæði ofan við Villingaholtsveg nr. 305 verði afmarkaður byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, og landbúnaðarbyggingar (t.d. hesthús, reiðhöll), samtals allt að 5.000 fm.

4.     Breyting á deiliskipulagi Ásmundarstaða í Ásahreppi. Ný eldishús fyrir alifugla og rif á eldri húsum.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem fellst í að gert er ráð fyrir þremur nýjum eldishúsum fyrir alifugla sem koma í staðinn fyrir eldri hús sem ráðgert er að rífa. Breytingin felur ekki í sér aukningu á byggingarmagni deiliskipulagsins heldur afmörkun og staðsetningu eldishúsa.

5.     Breyting á deiliskipulagi fyrir hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum í Hrunamannahreppi ásamt umhverfisskýrslu. (uppdr.) (skýrsla)

Tillaga að breytingu á skipulagi Kerlingarfjalla á svæði hálendismiðstöðvar sem felur í sér að á byggingarreit A (nýbygging við núverandi aðalbyggingu) er gert ráð fyrir að vegghæð verður allt að 8 m í stað 6 m og að byggingarefni verði frjálst. Þá er gert ráð fyrir að fyrirhugað hús á reit B megi vera allt að 550 fm í stað 320 fm og að byggingarefni verði frjálst. Byggingarreitur C verður færður fjær Ásgarðsá og þar gert ráð fyrir tveimur allt að 110 fm þjónustuhúss auk þess sem heimilt verður að færa á reitinn svokallaðar Nýpur sem nú eru á reit K. Á byggingarreit K er síðan gert ráð fyrir að í stað núverandi húsa (Nýpur) komi ein samfelld bygging allt að 720 fm að grunnfleti, tveggja hæða og 8 m há og að þar verði allt að 48 tveggja manna herbergi.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinnihttp://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 13. til 28. nóvember 2014 en tillögur nr. 2 – 5 frá 13. nóvember til 29. desember 2014. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 23. október 2014 en 29. desember fyrir tillögur nr. 2 – 5.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is