Auglýsing sem birtist 12. febrúar 2015

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1. Breyting á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði norðan Flúða, svæði merkt P1. (Uppdráttur)

Auglýsting til kynningar breyting á aðalskipulagi sem varðar iðnaðarsvæði norðan Flúða sem nýtt hefur verið til móttöku úrgangs (gámastöð), merkt P1, stækkar úr 0,7 ha í 3 ha. Er breytingin gerð í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið og fyrirætlanir um að bæta við starfsemi sem tengist meðhöndlun á lífrænun úrgangi. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er kynnt með aðalskipulagsbreytingunni.

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

2. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg. (Uppdráttur)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 13. nóvember 2014 tillögu að breytingunni á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að hluti Lyngbrautar í Reykholti verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem mun ná inn fyrir núverandi aðkomu að lóðinni Lyngbraut 5. Þá er einnig gert ráð fyrir að aðkoma að lóðinni Lyngbraut 5 frá Bjarkarbraut verði felld niður. Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 3. október 2014. Athugasemdir gáfu tekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

3. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 1. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað íbúðarsvæðis. (Uppdráttur)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 11. desember 2014 tillögu að breytingunni á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að íbúðarsvæði í landi Austureyjar breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan var auglýst frá 2. október til 14. nóvember 2014. Athugasemdir gáfu tekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

4. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Smávirkjun. (Uppdráttur)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 11. desember 2014 tillögu að breytingunni á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að gert er ráð fyrir smávirkjun í landi Lækjarhvamms. Tillagan var auglýst frá 2. október til 14. nóvember 2014. Athugasemdir gáfu tekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir: 

5. Breyting á deiliskipulagi Austureyjar I og III í Bláskógabyggð. Lóð fyrir hótel/gistihús í stað íbúðarlóða. (Uppdráttur)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 11. desember 2014 tillögu að breytingu á deiliskipulagi á svæði þar sem í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir fjórum íbúðarhúsalóðum fyrir allt að 400 fm íbúðarhús en verður eftir breytingu ein 13.424 fm verslunar- og þjónustulóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 1.600 fm gistihús. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti Hálshúsvegar og Austurvegar verði breytt í göngustíg. Tillagan var auglýst frá 2. október til 14. nóvember 2014. Athugasemdir gáfu tekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6. Deiliskipulag smávirkjunar í landi Lækjarhvamms í Bláskógabyggð. (Uppdráttur)

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 5. febrúar 2015 tillögu að deiliskipulagi 480 kW smávirkjunnar syðst í landi Lækjarhvamms. Tillagan var auglýst frá 2. október til 14. nóvember 2014. Var tillagan samþykkt með minniháttar breytingum í greinargerð varðandi hönnun frárennslis virkjunarinnar og verður hún nú send Skipulagsstofnun til afgreiðslu..

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 12. til 26. febrúar 2015.  Athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 26. febrúar 2015 og skulu vera skriflegar.

Tillögur nr. 2 til 6 hafa allar verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar eða afgreiðslu og má nálgast nánari upplýsingar um málin s.s. innkomnar athugasemdir og umsögn sveitarstjórnar um þær, hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is