Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10, deiliskipulagsbreyting

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi sem nær til lóða við Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10. Í breytingunni felst að lóðir á svæðinu hafa verið mældar upp og hnitsettar að nýju sem felur í sér að lega og stærð lóða breytist miðað við gildandi deiliskipulag. Breytingarnar eru þó mismiklar eftir svæðum.

Tillagan er í grenndarkynningu frá 25. febrúar til 27. mars 2015. Athugasemdir við tillöguna þurfa að vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Dalbraut 12, 840 Laugarvatni fyrir 27. mars 2015 með hefðbundnum pósti eða með tölvupósti á netfangið petur@sudurland.is.

(Skipulagsbreyting)